Heimilisritið - 01.11.1955, Side 31

Heimilisritið - 01.11.1955, Side 31
og unnusti yðar voruð. Hvenær var þessi dansleikur? — Á föstudagskvöldið. — Á föstudagskvöldið, endur- tók Quarles undrandi. Hver v.issi um það fyrirfram, að þið ætluð- uð á þennan dansleik? — Það getur enginn hafa vit- að neitt um það, sagði Jack Bel- ton fyrir þau bæði. —Við ákváð- um ekki að fara fyrr en á síð- ustu -stundu. — Og hvenær byrjaði dans- leikurinn? — Ég man það ekki nákvæm- lega, en ég veit að við fórum héðan klukkan kortér yfir átta og við komum í krána, þar sem dansleikurinn var, um níu-leyt- ið. Við vorum þar fram að mið- nætti. Þegar ég hafði fylgt Jennifer hingað heim, var klukk- an hálf-eitt. — Þegar þér talið um krána, eigið þér þá við krána hér í bænum? skaut Quarles inn í. — Nei, ég á við krána í Wex- more, sem er níu kílómetra héð- an. — Það stendur í bréfinu, að bæði þér og Jennifer hafið hagað ykkur ósiðsamlega þetta kvöld, og því lýkur með illkvittnis- legri athugasemd um að „bleik- rauði kjóllinn hafi vafalaust krumpazt ennþá meira á heim- leiðinni“. Voruð þér í bleikrauð- um kjól þetta kvöld, Jennifer? — Já, og það var í fyrsta skipti sem ég notaði hann. Ég get ekki skilið hver getur hafa sagt frú Hewitt frá honum. — Nei, þetta er mjög undar- legt, sagði Quarles eftir langa umhugsun. — Já, það er sannarlega rétt, við hittum enga manneskju á dansleiknum héðan frá Rokc- well. Er það ekki rétt, Jack? — Ég þekkti engan. . . . Hann hló vandræðalega: — Ég er far- inn að halda að það sé einhver yfirnáttúrleg vera, sem sér, heyrir og skrifar allt illt hér i bænum. — Við skulum nú halda okk- ur við mannlegar verur, sagði Quarles og brosti fyrir siðasak- ir. — Hugsið ykkur vel um. Hitt- uð þið engan á leiðinni til Wej- more, einhvern, sem þekkti ykk- ur? Ungu hjónaleysin hristu bæði höfuðið. Þá sagði Quarles: — Það getur hafa verið þeg- ar þið ókuð til Wexmore, eða þá um nóttina, þegar þið komuð til baka. Ég gæti vel spurt ykkur, hvort þið hafið ekki hitt ákveð- inn mann, en það vil ég mjög ógjarnan. Ég vil helzt að nafnið komi frá ykkur. — Það getur verið, að við Jennifer höfum verið svo upp- NÓVEMBER, 1955 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.