Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 39
ið hafði stigið upp 1 andlit hans,
eins og á skólastrák.
Maðurinn hennar var myndar-
legur, nokkuð hæruskotinn, og
hún hafði fremur litið út sem
dóttir hans, en eiginkona —
klædd í pels og með nýlagt hár.
Lengi á eftir hafði hann forðazt
miðbæinn, en svo las hann í
blöðunum að þau hefðu siglt til
meginlandsins, þar sem manni
hennar hafði verið boðin staða.
Og nú var hún komin aftur,
ekkja. Maðurinn hennar hafði
látizt af hjartabilun fyrir
skömmu.
Illugi hafði hugsað, að þó hún
kæmi ekki, vildi hann fara og
skoða staðinn, þar sem honum
fannst hann hafa mætt örlög-
um sínum. Hann vissi að það
yrði alltaf Helga —.
Hann leit aftur á úrið og ók
af stað.
Hugsanir Helgu voru rofnar
af hljóði, sem gaf til kynna að
bíll stöðvaðist handan við hól-
inn. Hún leit hægt upp, og sá
hann standa örfá skref frá sér.
Hún stóð upp, og þegjandi horfð-
ust þau í augu nokkur augna-
blik; og svo var hún í fangi hans.
„Illugi —, Illugi-------.“ Hún
hvíslaði nafnið, er varir hans
snurtu andlit hennar, augun,
ennið og að lokum munninn. . . .
Seinna, þegar hungri fyrstu
kossanna var svalað, sátu þau
við bálið og drukku kaffið, sem
Helga hafði lagað, og hún hló að
tilraunum hans til að halda bæði
á bollanum og brauðsneiðinni í
annarri hendi.
„Notaðu báðar.“
Hann leit á hana og brosti.
„Nei, ég verð að halda utan
um þig til að sannfærast um, að
þetta sé ekki draumur.11
Hún kyssti hann á kinnina.
„Þú hefur ekkert breytzt, 111-
ugi.“
„Jú það hef ég. í fyrra lét ég
þig fara— og stal ári af lífi okk-
ar, en núna — nú sleppi ég þér
aldrei.“
Hún horfði á hann brúnum,
alvarlegum augum og sagði svo:
„Það var nú samt bezt að það
var svona — og, Illugi, þú þarft
ekki að sleppa mér aftur — ef
þú vilt.“
Hann tók undir höku hennar
og kyssti hana langan koss. Svo
greip hann hana í fangið og bar
hana inn í tjaldið, sem féll aft-
ur að baki þeirra.
Það húmaði smám saman, og
fyrir þeim tveim, sem höfðu
fundið hvort annað, var ekkert
til lengur, nema mild sumarnótt-
in, sem vafði ástir þeirra hlýjum
feldi sínum.
NÓVEMBER, 1955
37