Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 40

Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 40
Illugi vaknaði við að morgun- sólin skein í andlit hans inn um opnar tjalddyrnar. „Helga!“ Hún var horfin. Hann teygði sig út úr tjaldinu, og snöggvast greip hann örvænting. ,,Helga!“ kallaði hann aftur. „Hérna,“ svaraði björt rödd. Og er hann kom út úr tjaldinu, nakinn í beltisstað, sá hann hana. Hún stóð í döggvotu grasinu við hylinn, sem hún var nýstig- in upp úr, og morgunsólin glitr- aði í vatnsdropunum á hvítum, nöktum líkama hennar, sem skar úr við kjarrið og bláklukkurnar, er uxu í kring um hana. Hann stóð andartak orðlaus, svo gekk hann til hennar, beygði sig niður og sleit upp nokkrar bláklukkur og stakk í dökkt hár hennar. „Bláklukkubrúður,“ sagði hann lágt, og varir þeirra mætt- ust. Tjaldið var fellt og bílarnir komnir út á veginn. Helga stóð og horfði angurvær yfir kvosina. „Skyldum við nokkurn tíma koma hér aftur, Illugi?“ Hann tók um mitti hennar. „A hverju ári, ástin mín, sama dag og tíma-------“. „Og hvernig sem viðrar,“ sagði hún og brosti. „Alveg sama hvernig,“ hló hann. Hún teygði sig upp og kyssti hann snöggt — stökk upp í bíl- inn og kallaði: „Ég verð á undan í bæinn.“ Stóri Crysler-bíllinn hennar rann af stað, og Illugi fylgdi eft- ir. Hún leit við og hló og jók hraðann. Hann veifaði á móti, og hún sendi honum fingurkoss — -----en um leið sá Illugi folald- ið, sem hljóp yfir veginn —. Það var mjúk beygja á veginum, og neðan við hana lá brú, með breiðum steinstöplum beggja vega. Helga snarbeygði og hemlaði, en ferðin var of mikil—, og 111- ugi sá bílinn rekast á steinstólp- ann, steypast og hverfa ofan í árgilið. Hann hljóp ofan urðina, og hann þurfti ekki að líta á líkama hennar, sem lá hálfur út úr bíln- um, til að vita, að hún var dáin Hann skynjaði ekki veröldina lengur, en hélt höfði hennar var- lega í fangi sér og strauk aftur og aftur um hár hennar, án þess að veita athygli hálfvisnuðum bláklukkum, sem féllu ofan í grjótið. * 38 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.