Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 48

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 48
Eldhúsið var of lítið fyrir tvo, svo að hann settist inn í setustofuna, þar sem allt var á öðrum endanum. Hann afþakkaði tímarit um hænsnarækt til þcss að stytta sér stundir við en gekk um gólf og hugsaði um örverpi, sem öllum börnum þótti gaman að, en mæðr- unum þótti of dýr. Hverjum mundi ekki þykja þau of dýr? Skyndilega varð honum ljóst, hvern- ig mætti selja örverpin. Þegar Rebecca kom aftur inn í stofuna, til þess að lcggja á borð, var hann búinn að ákveða sig. Hann sagði henni ekki hvað hann hefði í huga, því þó það varðaði kann- ske ekki við lög, að minnsta kosti ekki mikið, þá var það ef til vill ekki alls- kostar heiðarlegt. Graharn sagði því: „Gætuð þér fjölgað dverghænunum yðar?“ „Auðvitað, ef ég hefði tíma til þess. En hvers vegna ætti ég að gera það? Ég fæ fimmtíu örverpi á dag og ég get varla losnað við þau, þó ég gefi þau.“ „Jæja, svo er mál með vexti,“ sagði Graham skyndilega, „að Persar eru mjög sólgnir í örverpi. Þegar ég var í Iran . . . “ og Graham laug viðstöðulaust og af kunnáttu heilli sögu um Iran og ör- vcrpi Hondia dverghænunnar. Rebecca hlustaði af áhuga með hönd undir kinn og olnbogana á borðinu. Hún gleymdi matnum, en mundi þó eftir að hella bjór í glasið hans. „Það er töluvert af Persum í London," sagði hann, „og það vill svo tii að ég þekki suma þeirra, sérstaklega einn. Hann heitir Maluz Ali og er kaupmað- ur og innflytjandi. Við kynntumst í Algiers. Hann álítur að ég hafi bjargað lífi sínu, en satt bezt að segja, þá gerði ég það ekki. Ég leyfði honum að ganga með mér undir regnhlífinni minni eitt sinn í rigningu. Við áttum samleið. Það kom í Ijós að hann var dauðhræddur við að blotna. Rebecca sagði: „Ef að þér getið i rauninni hjálpað mér mun ég auðvitað verða yður að eilífu þakklát.“ „Þegar ég hugsa mig betur um er ég viss um að ég get það. Ég veit að vísu ekki, hvað þeir muni bjóða yður fyrir eggin, en það getur orðið hærra en þér eigið von á. Þeir eru óstjórnlcga rík- ir. Þér skuluð því ekki verða undrandi, og taka hverju sem þeir bjóða yður. Prúttið. Þessi egg eru sjaldgæf. Spreng- íð upp verðið. Og hvað sem öllu öðru líður, þá þykir þeim ekkert varið í ncitt ncma það sé dýrt.“ Áður en Graham lagði af stað, bjó Rebecca um eina tylft af örverpum scm sýnishorn fyrir Maluz Ali. Klukkan sex kom maður frá viðgerðaverkstæðinu með varastykkið í bílinn, en þá voru þau búin að segja hvort öðru ævisögu sína. Þegar bíllinn var aftur kominn í lag, sagði Graham: „Rebecca, ég heimta að fá að endur- gjalda gestrisni yðar. Komið og borðið með mér í Ashersham og ég skal skila yður hingað aftur, áður en ég held áfram.“ „Má ég keyra bílinn til Ashersham og hingað aftur?“ Sér til undrunar samþykkti hann það, því hann hafði aldrei lofað neinurn að snerta bílinn áður. ■ „Auðvitað. Þér megið keyra til Edin- borgar og til baka aftur ef þér viljið. Við gætum keyrt í nótt, og borðað þar morgunverð. Hvað segið þér um það.“ „Eruð þér genginn af vitinu. Hænsn- in myndu deyja úr hungri. Ég skal koma með yður til Ashersham en ekki lengra.“ * * * MALUZ ALI (ef hann þá hét það, en það efaðist Graham mjög um) bjó 46 HEIMILISRITÍÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.