Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 67

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 67
SPURNINGAR OG SVÖR (Framhald af 2. kápustðu). Sv.: Já, þessi samskattur á hjón kem- ur vissulega illa niður á mörgum. Hann veldur því, að margir lifa í „hneykslan- legri sambúð", eins og kaliað var — gift- ast ekki löglega — ef bæði maðurinn og konan vinna utan heimilisins. Og auk þess kemur þetta skattafyrirkomulag í veg fyrir að margar giftar konur vinni úti, þótt alls staðar sé eftirspum eftir vinnukrafti þeirra. En nú mun vera í undirbúningi löggjöf, sem væntanlega ræður bót á þessu. — Ef þú hefur sanna löngun til að taka að þér starfið skalm gera það. Annars gætirðu reynt að vinna hálfan daginn. Það hefur reynzt ágæt lausn á vandamálinu fyrir margar giftar konur. HANN VILL EKKI KVÆNAST Svar til „S. K.": — Ég get sagt þér það í fullri alvöru, að þegar karlmaður afsakar það við stúlku, að hann kvæn- ist henni ekki, þá er sannleikurinn sá, að hann elskar hana ekki, eða hann hef- ur leynilega og afar mikilvæga ástæðu til þess að ganga ekki að eiga hana. — Þegar karlmaður elskar konu, biður hann hennar, jafnvel þótt hann þurfi að fá lán til að geta keypt hjúskaparvottorðið. Ekkert skiptir máli nema að geta verið með stúlkunni, sem hann þráir. — Sú stúlka, sem neitar að hafa stefnumót við aðra, ef pilturinn hennar stingur upp á því, skilur ekki undirstöðuatriði til- finningalífsins í það heila tekið. Ást- fanginn maður er afbrýðisamur, hann þolir ekki að hugsa sér stúlkuna, sem hann elskar, í faðmi annars manns. — Farðu fyrir alla muni að orðum þessa manns og hafðu stefnumót við aðra pilta. Þá verðurðu annað hvort hrifin af ein- hverjum öðrum, sem er betur við þitt hæfi, eða þessi maður áttar sig á því að hann elskar þig og vill eiga þig þrátt fyrir allt. SKAPAÐU ÞÉR SJÁLSTÆÐAN PERSÖNULEIKA Svar til ,J. /.“: — I fyrsta lagi finnst mér þú ættir ekki að þola líkamlegt of- beldi af föður þínum. Tuttugu og tveggja ára gömul stúlka er sjálfri sér ráðandi og óháð foreldravaldi. Þú ættir að flytja að heiman og fá þér atvinnu. — Varðandi ástamál þín vil ég segja þetta: Hinn maðurinn var sá fyrsti, sem þú hafðir stefnumót við, og þessi maður er annar í röðinni. Þar sem þér geðjaðist ekki að þeim fyrri, var ekkert líklegra en að þú yrðir ástfangin af næsta pilti, sem sýndi þér umhyggju og eftirtekt. I þín- um sporum myndi ég reyna að skapa mér atvinnu, sem gerði þig öðrum ó- háða, og kaupa mér smekkleg föt. Ef þú einbeitir þér að því að skapa þér sjálf- stæðan persónuleika, muntu síður verða háð rómantískum tilfinningum þínum. Þú finnur þá rétta svarið í hjarta þínu. SVÖR TIL ÝMSRA Til „Btnu— Það er fyrst og fremst sjálfsagt fyrir þig að fara á fótsnyrt- ingastofu, en líklega ættirðu öllu frem- ur að leita til læknis því þetta getur verið eitthvað alvarlegt. Til „Ó. /. M.”: — Það er reynandi fyrir þig að skrifa þeim sjálfum eða fyrirtækjunum, sem gefa út plötur, sem þau syngja á, þótt ég efist um að það beri árangur. Eva Adams HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: Helgafell, Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. ■— Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Baldursgötu 9, Reykjavík, sími 5314. — Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. — Verð hvers heftis er 10 krónur.

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.