Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 30

Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 30
M ér finnst ég nánast vera komin út í sveit þegar ég kem á heimili Yesmine Olsson í Norðlingaholti. Hún og maðurinn hennar, Arngrímur Fannar Haralds- son, betur þekktur sem Addi Fannar úr Skítamóral, bjuggu áður í Vesturbæ Reykjavíkur en kunna vel við sig í kyrrðinni í Norðlingaholti sem þeim finnst henta vel til barnauppeldis. Út um eldhúsgluggann er útsýni yfir leik- skóla hverfisins þar sem börnin leika sér í snjónum þennan dag en úr stof- unni gefur að líta snævilagðan gróður. „Á sumrin sjáum við alltaf hesta hér út um gluggann,“ segir Yesmine en þau eru áhugafólk um hestamennsku og halda tengdaforeldrar hennar hesta, auk þess að vera með hænsn og sauðfé. Hún bendir út um gluggann með ann- arri hendinni en strýkur yfir stístækk- andi magann með hinni. „Til hamingju með óléttuna,“ segi ég brosandi þó ég hafi þegar óskað henni til hamingju í gegnum símann áður en við hittumst. Mér finnst það einhvern veginn svona aðeins persónulegra. Fyrir eiga hjónin saman dótturina Ronju Ísabel sem er sjö ára. „Mér fannst Ronja vera svo skandinavískt nafn sem bæði Svíar og Íslendingar tengja við. Ísabel er vinsælt nafn í Svíþjóð og ég hugsaði með mér að ef hún vill ekki nota nafnið Ronja þá getur hún bara kallað sig Ísabel,“segir Yesmin hlæjandi. Þegar hún kynntist Adda Fannari átti hann fyrir son sem nú er að verða fimmtán. „Hann er oft hjá okkur og ég og mamma hans erum góðar vinkonur. Mér finnst það afskap- lega gott.“ Komin á fimmta mánuð á leið Þegar hún varð ólétt af Ronju Ísabel hafði hana lengi langað til að gefa út bók. Yesmine er menntaður einkaþjálf- ari og með gráðu í næringarráðgjöf frá Svíþjóð og ætlaði jafnvel að gefa út bók því tengdu. „Síðan eftir að ég varð ólétt fylltist ég gríðarlegri orku og ákvað að ég ætlaði að gefa út matreiðslubók þar sem matreiðsla hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi.“ Úr varð fyrsta bókin hennar „Framandi og freistandi – létt og litrík matreiðsla.“ Yesmine var ung ættleidd til Svíþjóðar frá Sri Lanka, henni fannst sænsk matargerð heldur bragðlítil og því hefur hún sótt innblást- ur til Austurlanda og notar mikið krydd sem eru óhefðbundin í skandinavískri matreiðslu. Fyrsta matreiðslubókin kom í kjölfar óléttu, hún gaf út bókina „Framandi og freistandi – indversk & arabísk mat- reiðsla“ árið 2008 og þegar vinna við nýju bókina var komin vel á veg komst Yesmine að því að hún var ólétt á ný. „Þetta kom á óvart. Við vorum búin að tala um að okkur langaði að eignast annað barn en voru ekki búin að skipu- leggja neitt. Þetta er bara mjög gaman en það var vissulega erfitt að klára bók- ina. Það komu tímabil þar sem ég gat varla horft á mat og þurfti að hlaupa inn á klósett því mér var svo flökurt,“ segir hún en ógleðitímabil meðgöngunnar er liðið og Yesmine nú mjög brött. Fyrri bækurnar gaf hún út ásamt eiginmanni sínum en hann hefur verið afar upptek- inn sem verkefnastjóri í tónlistarhúsinu Hörpu og í fyrsta skipti gefur Yesm- ine út bók hjá forlagi, en það er Edda útgáfa sem gefur út bókina „Í tilefni dagsins“ og segir hún það muna miklu þegar kemur að vinnu. „Ég reiknaði ekki með því hvað það fylgir því mikil vinna að gefa út sjálfur, og í raun mikil törn eftir þegar bókin er komin út því þá þarf að dreifa henni um allt og sjá um kynninguna.“ Yesmine sinnir áfram kynningu á bókinni en fagnar því að þurfa ekki að dreifa henni líka, komin á fimmta mánuð á leið. Á leið í finnskt sjónvarp „Þessi bók er aðeins öðruvísi en hinar. Ég held að ég geti sagt að hún sé aðgengilegri en þó eru réttirnir allir afar bragðmiklir.“ Yesmine hefur séð um matreiðsluþættina „Framandi og freistandi“ í Ríkissjónvarpinu sem hafa notið mikilla vinsælda en hún segist hafa heyrt á sumum það þeir hafi verið hikandi við að leika það eftir að elda réttina. „Sumum hafa fundist réttirnir flóknir og erfiðir þannig að nú eru réttirnir einfaldari, þó þarna séu auðvitað uppskriftir fyrir þá sem hafa gaman af því að dunda sér við að elda.“ Bókinni er skipt upp í nokkra kafla eftir þemum og er fyrsta þemað „Hestaferð“ þar sem meðal annars er uppskrift af Hestaferðarsúpu. „Þetta er súpa sem hefur sömu áhrif og kjötsúpa á köldum degi.“ Myndirnar í bókinni eru afar lifandi og í þessum kafla gefur einmitt að líta Yesmine, vini og ættingja í hestaferð að gæða sér á veitingum innan um gæðingana. Þarna eru líka kaflar með pítsum, karríréttum og svokölluðum „street food.“ „Það er mjög vinsælt í dag að vera með „street food“ á veitingastöð- um. Innblásturinn er þá sóttur í mat sem er seldur úti á götu, til dæmis í Indlandi eða Mexíkó, og hann gerður flottari. Einn kaflinn heitir síðan „Brúðkaup“ þar sem eru alls konar hugmyndir fyrir veislur. Við Addi giftum okkur þegar ég var að klára bók númer tvö og ég ákvað bara að sameina brúðkaupið og bókargerðina með því að bera fram mat úr bókinni. Ég hef fundið mikið fyrir því að fólk er að leita að óhefðbundum réttum í fermingar og aðrar veislur. Þetta eru ekki flóknir réttir, bara með nýju bragði.“ Hún segir það hafa verið með- vitað að bókin ætti að skapa ákveðna stemningu við lestur, ekki bara við matargerðina. „Bókin sjálf er svo mik- il upplifun. Markmiðið er ekki endi- lega að elda alltaf þegar maður skoðar Matreiðslubók og morgunógleði hana heldur líka bara að sitja upp í sófa, skoða myndirnar og fá inn- blástur og hugmyndir.“ Við sitjum við borðstofuborðið og þar blasir við mér einn veggurinn í eldhúsinu þar sem litríkum matreiðslubókum af ýmsum toga hefur verið raðað þannig að framhlið þeirra snúi fram og skapar það líflega stemningu. „Frænka mín var með svona hillur hjá sér í eldhúsinu og mér fannst þetta svo flott að ég spurði hvort ég mætti stela hugmyndinni. Ég er síðan með matreiðslunámskeiðin mín hér heima og þá tekur fólk mjög oft myndir af þessum hilllum, jafnvel til að búa þær til heima hjá sér, því fólki finnst þær svo snið- ugar.“ Yesmine hefur um árabil verið með matreiðslunámskeið í eld- húsinu heima og þættirnir hennar í Ríkissjónvarpinu eru einnig teknir upp hér að mestu. Í þriðju þátta- röðinni sem var að ljúka voru tveir þættirnir þó teknir upp í Svíþjóð þar sem Yesmine bauð til veislu ásamt ættingjum og vinum. „Mig grunar að fólk frá finnsku sjónvarpsstöð- inni YLE Fem hafi séð þættina sem voru teknir upp í Svíþjóð því sú Við vorum búin að tala um að okkur langaði að eignast annað barn en vorum ekki búin að skipuleggja neitt. Framhald á næstu opnu Yesmine Olsson var önnum kafin við vinnslu nýjustu matreiðslubókar sinnar þegar hún komst að því að hún væri ólétt og reyndi að bægja frá sér morgunógleðinni þegar hún lagði lokahönd á verkið. Þetta er annað barn Yesmine með eiginmanni hennar en Yesmine var einnig ólétt þegar hún gerði fyrstu matreiðslubókina sína. Þar sem Yesmine er sænsk bera jólahefðir heimilisins keim af bæði íslenskum og sænskum jólahefðum og finnst henni alveg nauðsynlegt að baka Lúsíubollur fyrir jólin. Yesmine Olsson var komin vel á veg með gerð nýju matreiðslu- bókarinnar þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Ljós- mynd/Hari 30 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.