Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 56

Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 56
E ftirvænting og gleði skín einatt úr augum íslenskra barna þegar jólasveinar birtast hver af öðrum í borg og bæ í desember. Oft á tíðum eru þó skelfing og grátur viðbrögð þeirra yngstu, sem grúfa sig þá ofan í hálsakot og skjól hinna full­ orðnu, því þessir karlar eru ekki alltaf góðsemdin uppmáluð og ásýnd þeirra ófrýnileg. Kannski skynja þau börn hið rétta eðli þess­ ara íslensku hulduvera, því þannig eru þeir Grýlusynir gerðir – aldir á tröllamjólk, þjófóttir og stríðnir óknyttadrengir sem ekki hika við að ræna mat frá fátækum heimilum eða hrifsa kerti úr höndum lítilla barna. Framhald á næstu opnu H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S Heilsan á nýju ári Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310. Þessir sveinar, hverjir eru þeir? Jólin koma hefur í áratugi verið ein vinsælasta ljóðabók þjóðarinnar og endurprentuð 27 sinnum. Ekki er úr vegi núna í desember að glugga aðeins í vinsælasta efni bókarinnar, jólasveinana sjálfa, og velta fyrir sér eðli þeirra og uppruna. Kannski skynja þau börn þá hið rétta eðli þessara íslensku hulduvera, því þannig eru þeir Grýlusynir gerðir – aldir á tröllamjólk, þjófóttir og stríðnir óknytta- drengir. Þótt þeir virðist „óhræddir við að hrekkja fólk og trufla þess heimilisfrið“ vilja þeir helst fela sig fyrir okkur, undir rúmi eða uppi í rjáfri og laumast síðan þegar enginn sér til, skella hurðum, gægjast á glugga eða krækja sér í æti­ legan bita. Uppruni jólasveina Ómögulegt er að segja til um hvenær jólasveinar stungu fyrst upp kollinum á Íslandi en fyrst er getið um þá í rituðum heimildum í Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi frá 17. öld. Þar er þeim lýst sem jötnum á hæð, illa innrætt­ um og ungbörnum skæðir. Jólasveinar hafa fundist í öllum lands­ fjórðungum, bera mismunandi nöfn en hafa flestir ef ekki allir sama hlutverk; að hræða lítil börn. Þótti dönskum stjórn­ völdum þetta ganga svo langt á miðri átjándu öld að í tilskipun um húsaga til handa Íslendingum er bannað að hræða börn með „den såkaldte julesvend eller spögelser“ en í íslenska textanum er bannað að hræða börn með jólasveinum eður vofum. Lítið var þó hlustað á Dani og jólasveinar áfram notaðir til að hræða börn til hlýðni á íslenskum heimilum. Þegar leið fram á nítjándu öldina fer loks að komast skipan á hinn mikla fjölda jólasveina sem finnst um landið. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1864 koma fram tvær hugmyndir, önnur styðst við þuluna Jólasveinar einn og átta og vísuna Jólasveinar ganga um gólf en í henni segir að níu nóttum fyrir jól fari jólasveinar að koma til manna. Hin hug­ myndin um að þeir séu þrettán byggist á því að sá síðasti fari á þrettándanum. Jón Árnason lætur fylgja með þrettán nöfn sem eru Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Jólin koma Þessi síðari hugmynd festir sig síðan varanlega í sessi meðal þjóðarinnar þeg­ ar Jóhannes úr Kötlum gefur út bókina Jólin koma, árið 1932, með teikningum Tryggva Magnússonar listmálara. Jó­ hannes og Tryggvi komu báðir vestan úr Dölum þar sem rík jólasveinahefð hafði ríkt um aldir. Hér eru notuð nánast sömu nöfn og birtust í þjóðsögunum 70 árum áður. Jóhannes skiptir þó út Faldafeyki fyrir Hurðaskelli og notar afbrigðin Pottaskefil og Skyrjarm fyrir Pottasleiki og Skyrgám. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur Matgoggar Askasleikir Bjúgnakrækir Flautaþyrill Flotgleypir Flotnös Flotsleikir Flotsokka Flórsleikir Froðusleikir Kertasleikir Kertasníkir Ketkrókur Kleinusníkir Lummusníkir Pottaskefill Pottasleikir Pottskerfi. Pönnusleikir Reykjasvelgur Rjómasleikir Skefill Skófnasleikir Skyrgámur Skyrjarmur Smjörhákur Syrjusleikir Þvörusleikir HrEkkjalóMar Bandaleysir Faldafeykir Gangagægir Gáttaþefur Gluggagægir Hurðaskellir Lunguslettir Stigaflækir Þambarskelfir Þvengjaleysir UMHvErfis- fyrirbæri Bitahængir Fannafeykir Giljagaur Hlöðustrangi Klettaskora Lampaskuggi Lækjaræsir Moðbingur Móamangi Pönnuskuggi Stekkjarstaur Stúfur? Svartiljótur Svellabrjótur strandaþUla Tífill/Tífall/ Tígull Tútur Baggi/ Baggalútur Lútur/Hnútur Rauður/ Refur Redda Sledda Bjálminn/ Bjálfinn sjálfur Bjálmans/ Bjálfans barnið Litli­Pungur Örvadrumbur Litli­Drumbur Efri­Drumbur/ Stóri­Drumbur Drumbur fyrir alla. Utan flokka Kattarvali Stúfur? Mannanöfn Guttormur Steingrímur Þorlákur Nöfn jólasveina Fram kemur í Sögu daganna eftir Árna Björnsson þjóðhátta- fræðing að allt að 80 jólasveinanöfn eða afbrigði þeirra hafi fundist á Íslandi. Eyja- fjarðarsvæðið og Dalir skera sig þó úr fyrir ríka jólasveinahefð og nöfn þeirra jólasveina sem við þekkjum í dag eru flest ættuð þaðan. Í erindi sem flutt var á fundi í Nafnfræði- félaginu í Norræna húsinu 6. desember 2003 flokkar Árni jólasveinana niður eftir hlutverkum. 56 jólasveinar Helgin 13.-15. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.