Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 58

Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 58
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn. Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. EINNIG: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á g jofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 Gefðu gjöf sem skiptir máli HREINT VATN BJARGAR MANNSLÍFUM PI PA R \ TB W A • SÍ A lætur leiða að því líkum að „Jó- hannes hafi ekki endilega haft Þjóðsögur Jóns Árnasonar fyrir framan sig, þegar hann orti vís- urnar, heldur farið eftir því, sem hann lærði við móðurkné vestur í Dölum.“ Jólin koma hafði ekki einungis að geyma vísurnar um jólasvein- ana heldur einnig Grýlukvæði, vísurnar um Jólaköttinn og Jólin koma; kvæðið sem hefst á ljóð- línunni „Bráðum koma blessuð jólin.“ Varð bókin brátt eins og helgidómur á íslenskum heim- ilum, dregin fram þegar líða tók að jólum, lesin og skoðuð í krók og kring. Má segja að Jóhannesi og Tryggva hafi tekist öðrum fremur að halda lífi í þessum vættum meðal íslensku þjóðarinnar og móta einnig hugmyndir hennar um Grýlu, Leppalúða og Jólakött- inn. Til marks um vinsældir þessa gamla kvers sem enn er gefið út í upprunalegri mynd hefur það verið endurprentað 27 sinnum og trónar á toppi bóksölulista yfir mest seldu ljóðabækurnar enn þann dag í dag. Myndir/Tryggvi Magnússon/ Landsbókasafn Íslands Höfundarréttur mynda: Sigríður Egilsdóttir Gluggagægir er sennilega skelfilegasti sveinninn og lítil hjörtu fyllast ótta þegar hann ber að garði. Kertasníkir laumast þegar enginn sér til og nælir sér í kerti. Hinn vestræni jólasveinn Þessir íslensku sveinar eru gerólíkir þeim jólasveini sem ýmist á sér heimili á norðurpól eða austur í Finnmörk, feitur og pattaralegur, góðlegur og gjafmildur, í hárauðum jakka og brók, og hefur það hlutverk að færa börnum jólagjafir og kemur þá jafnan niður um stromp húsa. Uppruni þessa sveins er fjarri Íslandsströndum, við þurfum að fara alla leið til Myra í Tyrklandi, en á fjórðu öld eftir kristsburð var þar uppi biskup að nafni Nikulás sem þekktur var fyrir guðsótta, gjafmildi og hlýjan hug til fátækra. Nikulás þessi var seinna meir tekinn í dýrlingatölu og er enn þann dag í dag höfuðdýrlingur Amsterdam og Moskvuborgar. Hollendingar héldu mikið upp á þennan dýrling, kölluðu hann Sinterklaas eða Góða Kláus og innleiddu hann í jólahefðir sínar. Þar færir dýrlingurinn Nikulás, klæddur biskupsskrúða, börnum og fátækum gjafir um jólahátíðina. Tengsl Nikulásar við Amsterdam og Hollendinga bárust síðan til nýja heimsins þar sem hollenskir innflytjendur í nýlendum Breta í Ameríku héldu áfram sínum upptekna hætti við að halda jól. Á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu runnu síðan saman siðir þeirra hollensku og bresku nýlendubúa sem bjuggu í borgum og þéttbýli vestanhafs. Bretar höfðu sinn „Father Christmas“, góðlátlegan og hvítskeggj- aðan öldung, skrýddan síðum grænum frakka með hvítum loðskinnsboðungum. „Father Christmas“ er tákngervingur hins góða anda jólanna og kemur meðal annars fram í hinni heimsfrægu sögu Charles Dickens: Jólasaga. Á nítjándu öld fara þessir tveir góðlátlegu karlar að renna saman, Góði Kláus afklæðist nú biskupsskrúðanum og birtist almenningi ýmist í grænni eða rauðri yfirhöfn með hvítum loðskinnsboðungum, Sinterklaas er orðinn að Santa Claus. Hreindýr frá Lapplandi Undir lok nítjándu aldar voru flutt um fimm hundruð hreindýr frá Finnmörku til Alaska ásamt nokkrum fjölda samískra fjölskyldna en Samarnir áttu að kenna hinum innfæddu Inúítum að reka hreindýrahjarðir og sjá um þær. Þetta framtak var að undirlagi hins norsk-bandaríska Lomen fyrirtækis sem ætlaði sér að breyta hrjóstrugum túndrum Alaska í gróðavænlegt kjötfyrirtæki. Fyrirtækið hóf gríðarmikla auglýsingaherferð um gjörvöll Bandaríkin þar sem notaður er jólasveinn á sleða sem dreginn er af hreindýrum og einn Sami leiðir hvert hreindýr. Goðsögnin varð til; jólaveinninn á sleða dregnum af hreindýrum á leið frá norður- pólnum. Samarnir hafa að öllum líkindum breyst í þá skrautlegu álfa og hjálparkokka jólasveinsins sem við þekkjum frá Hollywood. Á fyrri hluta tuttugustu aldar nýtti Coca- cola fyrirtækið sér þessa hugmynd í sínum auglýsingum og hefur gert allar götur síðan. Disney kvikmyndafyrirtækið tók þessa hug- mynd einnig upp á arma sína og þessi tvö fyrirtæki hafa líklega hvað mest mótað ímynd hins vestræna jólasveins eins og við þekkjum hann í dag. 58 jólasveinar Helgin 13.-15. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.