Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 74

Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 74
74 bílar Helgin 13.-15. desember 2013  Škoda Nýr valkostur – rapid spaceback  GeNeral Motors saMeiNar chevrolet oG opel í evrópu uNdir Merki opel Bíldshöfða 12 - 110 Rvík - 5771515 - www.skorri.is Tilvalin jólagjöf Hleður og vaktar rafgeyminn þinn í vetur. 15% Jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Bílaframleiðandinn General Mot- ors hefur tilkynnt að hætt verði að bjóða bíla undir vörumerki Chevr- olet í Evrópu frá og með ársbyrjun 2016. GM hyggst sameina Chevr- olet og Opel undir Opel vörumerk- inu í Evrópu og einfalda þar með markaðssókn sína í Evrópu, að því er fram kemur á síðu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet hér á landi. Bílabúð Benna hefur umboð fyrir Chevrolet hér á landi. Nýir Chevrolet bílar verða áfram til sölu hjá fyrirtækinu næstu tvö ár, að því er fram kemur á síðunni. „Þrátt fyrir að sölu þeirra verði hætt 2016 helst fullur stuðningur í vara- hlutum, þjónustu og ábyrgðum hjá Bílabúð Benna næstu 20 ár. Mark- mið GM og Bílabúðar Benna verð- ur ekki síst að tryggja hámarks endursöluverð Chevrolet bíla og snurðulaust viðhald þeirra. Chevrolet hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og er með um 9% markaðs- hlutdeild. Þrátt fyrir að sala á Chevrolet hætti í Evrópu eftir tvö ár verður tegundin í boði á öllum öðrum mörkuðum. Chevrolet er stærsta vörumerki GM á heims- vísu og mest selda vörumerki þess í Bandaríkjunum,“ segir enn fremur. „Bílabúð Benna hefur undan- farna mánuði átt í viðræðum við bílaframleiðendur um að stækka vörulínu sína og er spennandi frétta að vænta af þeim viðræðum fyrir jól. Þessi óvænta ákvörðun General Motors mun því ekki hafa teljandi áhrif á rekstur fyrirtækis- ins,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri fyrirtækisins. Chevrolet af Evrópumarkaði í ársbyrjun 2016 Chevrolet Spark smábíllinn hefur notið vinsælda á ís- lenskum markaði.  bílar toyota JeppiNN viNsæli Land Cruiser 150 kynntur með andlitslyftingu Toyota í Garðabæ kynnir nú Land Cruiser 150 jeppann með andlitslyftingu 2014 árgerðarinnar. Breytingin er mest á grilli og framljósum og einnig á afturhlera. Þá eru nokkrar breytingar á innréttingu. Vélin er sú sama, 3.0 D-4D og fæst jeppinn beinskiptur 6 gíra eða með 5 þrepa sjálfskiptingu. Land Cruiser er boðinn í þremur útgáfum, LX, GX og VX. Verðið er frá tæpum 10 milljónum króna til um 14,7 milljóna króna. Þá fæst VX gerðin einnig með bensínvél. Toyota Land Cruiser hefur lengi verið vinsælasti jeppinn hér á landi og þykir henta íslenskum aðstæðum afar vel. Breytingarnar eru mestar á grilli og framljósum, auk afturhlerans. Sportlegur bíll í millistærðarflokki M eð Škoda Rapid Spaceback, sem Hekla kynnti á dögunum, kemur nýr valkostur fram á sjónarsviðið, mitt á milli Škoda Fabia og Octavia. „Í fyrsta sinn býður Škoda upp á minni bíl sem sameinar góða, hagnýta eiginleika Škoda og hönnun hlaðbaks,“ segir á síðu umboðsins. Líkt og aðrir bílar frá Škoda býður Spaceback upp á mikið pláss, fjölmargar snjallar hugmyndir, hámarksöryggi, litla eldsneytiseyðslu og hagstætt verð. „Það fyrsta sem vekur athygli,“ segir enn fremur, „eru hreinar útlitslínur Škoda Rapid Spaceback. Útlitið er sportlegt og þessi bíll virkar bæði sportlegri og lengri en hefðbundnar útgáfur hlaðbaks... Frá hlið eru það hreinar línur, langt hjólhaf (2602 mm) og stórar hliðarrúður sem vekja athygli. Gluggapóstar eru grannir og þriðji glugginn aftast undirstrikar hönnunina enn betur. Stórar hliðarrúðurnar undir- strika léttleika og gott útsýni úr innanrými bílsins. Rapid Spaceback er einnig hægt að fá með glerþaki sem nær frá framrúðu aftur að afturglugganum.“ Rapid Spaceback er fáanlegur á Íslandi í tveimur útgáfum: Ambition og Elegance. Til viðbótar eru þrjá litasamsetningar í boði fyrir mælaborð og hurða- spjöld: Svart/svart, svart/grátt og svart/drapplitað. Líkt og í öðrum bílum frá Škoda er mikið lagt upp úr öryggi í Rapid Spaceback. Umfangsmikill öryggis- pakki verndar farþegana komi til óhapps. Hinn nýi Škoda Rapid Spaceback er fáanlegur með fjórum bensínvélum og tveimur dísilvélum. Afl vélanna er frá 75 hestöflum (55kW) til 122 hestafla (90 kW). „Grunngerðin er þriggja strokka, 1,2 lítra og 75 hö, með eyðslu sem nemur 5,8 l/100 km með handskiptum fimm gíra kassa. 1,2 lítra TSI vélin er 86 hö og er einnig með fimm gíra handskiptum gírkassa. Eyðslan í blönduðum akstri er 5,1 l/100 km. Endurbætt útgáfa af þessari 1,2 lítra TSI vél er 105 hestöfl og þessi vél er fáanleg með hand- skiptum sex gíra kassa. Aflmesta vélin í þessum nýja Spaceback er 122 hestafla, 1,4 lítra TSI. Þessi vél er eingöngu í boði með sjö gíra sjálfskiptum gírkassa með tveimur kúplingum. Kaupendur Rapid Spaceback geta valið á milli tveggja 1,6 lítra dísilvéla með samrásarinnsprautun eldsneytis. Ný 1,6 lítra, 90 hestafla TDI. Þessa vél er hægt að fá annað hvort með handskiptum fimm gíra gírkassa eða sjö gíra sjálfskiptum gírkassa með tveimur kúplingum. Eyðslan á þessari vél er aðeins 4,4 l/100 km. Aflmesta dísilvélin er síðan 1,6 TDI, 105 hestöfl.“ Sportlegt þriggja arma stýrishjól, sportlegar klæðningar og ný sætaáklæði einkenna innanrýmið. Stærð Škoda Rapid Spaceback er mitt á milli Fabia og Octavia.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.