Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 2
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Bílaapótek Hæðasmára
Mjódd Álftamýri
15%
afsláttur
TónlisT ForsTjóri Haga samdi lag Fyrir BuBBa morTHens
Bubbi syngur lag
Finns Árnasonar
Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur lengi gengið með plötu í maganum en hann hefur vasast í
tónlist síðan á unglingsárum í Hafnarfirði. Nú nýverið datt hann í lukkupottinn því eitt laga hans
rataði í hendur Bubba Morthens sem syngur lagið og er upptakan nú kominn inn á borð Rásar 2
en þar á bæ á eftir að taka ákvörðun um hvort lagið fari í spilun.
g ott lag finn-ur góðan söngv-
ara,“ segir Bubbi
Morthens um nýtt
lag, Er þetta ástin?,
sem hann syngur
og er hugsanlega á
leið í spilun á Rás
2. Allavega er Óli
Palli kominn í málið
en höfundur lags
og texta er enginn
annar en Finnur
Árnason, forstjóri
Haga.
„Bubbi vissi af
þessu brölti hjá mér
og vildi heyra,“ út-
skýrir Finnur Árna-
son, forstjóri Haga,
en hann hefur lengi
gengið með plötu
í maganum og eitt
af langtímamark-
miðunum er að gefa
hana út: „Svo bauðst
Bubbi bara til að
syngja og það er
náttúrulega mikill
heiður fyrir mig.“
Finnur hefur
lengi vasast í tónlist
en löngu áður en
hann varð forstjóri
Haga þá var hann
bara strákur í Hafn-
arfirði sem lærði
á píanó og var
í hljómsveit-
um með mönnum
eins og Óttari Matt
vini sínum. Síðan
hefur hann verið að
gutla við að semja
en alltaf hafa önnur
verkefni gleypt
hann.
„Það var náttúru-
lega frábært núna
að lenda í höndun-
um á jafn miklu fag-
mönnum og Benzín-
bræðrum, þeim
Daða Birgissyni og
Berki Hrafni Birgis-
syni, sem útsettu
lagið ásamt mér
og Bubba,“ segir
Finnur en auk fyrr-
nefndra þá syngur
Kristjana Stefáns-
dóttir söngkona
bakraddir í laginu
sem er samkvæmt
innvígðum á Rás
2 „ástarstuðdiskó-
lag“ ef hægt að er
að finna merkimiða
og koma í orð hvers
lags tónlist um er að
ræða.
Mikael Torfason
mikaeltorfason@
frettatiminn.is
Er þetta ástin?
Lag og texti: Finnur Árnason
Þegar dagurinn vaknar að vori,
og vonin um birtuna hlær,
þá spyr sóleyin sig hvort hún þori,
að horfa á mót sólgul og skær.
Undir bæjarvegg kyrrð ræður ríkjum,
og rós svæfir tímann um stund,
þá úr þessari veröld við víkjum,
er vorið við sól á sinn fund.
(Viðlag)
Er þetta ástin sem allir finna?
Aðeins einu sinni.
Þá gefur þú allt og ekkert minna,
ekki missa af henni.
Þínir fingur í hönd minni heyra,
hvurnig hjarta mitt taktfast slær.
Þegar hvíslar þú orð í mitt eyra,
allur heimurinn hljóminn fær.
Það er ástin sem fæðist og ferðast,
full vonar hún bindur sitt traust.
Og mun horfa á vináttu veðrast,
vaka er lauf falla um haust.
(Viðlag)
Það er birtan sem sýnir mér skuggann,
Þegar sefur þú mér við hlið.
Heimurinn grætur utan við gluggann,
en gæti elskað eins og við.
(Viðlag)
Bubbi Morthens
og Finnur Árna-
son leiða hesta
sína saman í
nýju lagi, Er
þetta ástin?,
sem Finnur
semur en Bubbi
syngur.
HeilBrigðismál launaHækkun ForsTjóra landspíTalans
Úr áttföldum sjúkraliðalaunum í tíföld
Launahækkun Björns Zoëga, forstjóra
Landspítalans, upp á 450
þúsund krónur sem RÚV
skýrði frá í gær, nemur
launum tveggja sjúkraliða
á mánuði. Grunnlaun
sjúkraliða eru rúmar 237
þúsund krónur á mánuði.
Samkvæmt fréttum RÚV
er Björn með rúmar 2,3
milljónir króna á mánuði
eftir launahækkunina og
jafngildir það því launum
nær tíu sjúkraliða.
Hjúkrunarfræðingar
á Landspítalanum eru
með tæplega 281 þúsund
krónur á mánuði, um 44
þúsundum krónum meira
en sjúkraliðar. Laun Björns
nema því launum átta
hjúkrunarfræðinga.
Fréttatíminn sagði
frá því í febrúar að
Björn hefði afþakkað
forstjórastöðu hjá Skånes
Universitetssjukhus,
einu stærsta og virtasta
sjúkrahúsi Norðurlanda
sem varð til við sameiningu
háskólasjúkrahúsanna
í Malmö og Lundi.
Starfsmenn eru tólf þúsund
og fimm hundruð og árleg
fjárhagsáætlun þess hljóðar
upp á um tíu milljarða
sænskra króna eða um
180 milljarða íslenskra
króna. Það er þriðja stærsta
sjúkrahús Svíþjóðar á eftir
Karolinska í Stokkhólmi og
Sahlgrenska í Gautaborg.
Björn tók við
forstjórastöðu
Landspítalans í lok árs
2010 en hafði áður veitt
stofnuninni tímabundna
forstöðu frá 15. september
2009.
Ekki náðist í Björn við
vinnslu þessarar fréttar né
heldur Guðbjart Hannesson
velferðarráðherra, sem
sagðist í viðtali við RÚV
bera pólitíska ábyrgð á
launahækkun Björns.
-sda
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans,
er með tíföld sjúkraliðalaun eftir
nýfengna launahækkun.
Þurfa nýjar
áætlanir til
að bregðast
við íslenskum
Breivik
Lögregluyfirvöld telja, eftir að
hafa gluggað í skýrslu norsku
rannsóknarnefndarinnar um
sprengingu og skotárás Breiviks í
Noregi í fyrrasumar,
að útbúa þurfi
viðbragðsáætlun sem
nái til landsins alls
en ekki aðeins
staðbundinna
árása. „Við þurfum
að skipuleggja
atvik af svona
stærðargráðu
betur,“ segir Jón Bjartmarz
yfirlögregluþjónn.
Jón segir vinnu við að fara yfir
skýrsluna ekki lokið. Unnið verði
með innanríkisráðuneytinu við að
fara yfir athugasemdir, ábendingar
og tillögur að úrbótum. „Þetta er
verkefni sem mun standa næstu
mánuði. “
Hann segir að á síðustu árum
hafi orðið ljóst að hættulegir
árásarmenn geti leynst hvar
sem er. Hann telur íslensku
lögregluna standa betur hvað
varðar suma þætti en þá
norsku. Hér sé til að mynda eitt
sameiginlegt fjarskiptakerfi um
allt land, fjarskiptamiðstöð og
samhæfingarmiðstöð. Svo sé ekki
í Noregi sem hafi valdið töfum.
Hins vegar sé norska lögreglan
mun öflugri en sú íslenska á öðrum
sviðum. - gag
Neyðarsöfnun
fyrir börn í
Sýrlandi
Neyðarsöfnun fyrir stríðshrjáð
börn frá Sýrlandi hófst í vikunni.
Mikill straumur flóttafólks liggur
nú frá Sýrlandi og á hverjum
degi leita þúsundir barna og fjöl-
skyldur þeirra skjóls í nágranna-
ríkjunum. Helmingur flóttafólks-
ins eru börn. UNICEF, Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, er með
mikinn viðbúnað á svæðinu enda
verður ástandið alvarlegra með
degi hverjum. Því blæs UNICEF
á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir
stríðshrjáðu börnin frá Sýrlandi.
Almenningur á Íslandi er hvattur
til að senda sms með skilaboð-
unum „unicef“ í söfnunar-
símanúmerið 1900 og styrkja
þannig hjálparstarfið um 1500
krónur. Einnig er hægt að leggja
söfnuninni lið á heimasíðunni
www.unicef.is. -jh
Jólaundirbúningur hafinn í
Hafnarfirði
Jólaundirbúningur er hafinn í Hafnarfirði því
auglýst hefur verið eftir umsóknum um söluhús
í Jólaþorpinu sem Gaflarar setja nú upp í tíunda
sinn. Þeir sem sækjast eftir því að fá pláss í
Jólaþorpinu verða að gæta þess að básinn sé
líflegur og að söluvaran sé gæðavara.
Jólaþorpið er orðinn einn vinsælasti viðburður
ársins í Hafnarfirði og sótti Hafnarfjarðarbær
um einkaleyfi á heitinu Jólaþorp fyrir fáeinum
árum þegar nágrannasveitarfélögin voru farin að
stelast til þess að setja upp samskonar fyrirbæri
undir sama heiti. -sda
2 fréttir Helgin 7.-9. september 2012