Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is .
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
A
Atvinnuleysi er böl einstaklinga, fjöl-
skyldna og samfélagsins í heild. Fylgikvill-
arnir eru margir. Fagna ber því að dregið
hefur úr atvinnuleysi en það mældist 4,7
prósent í júlí. Spár hafa gert ráð fyrir því
að það nái lágmarki sínu á árinu nú í sept-
ember en aukist á nýjan leik með hefð-
bundinni árstíðarsveiflu. Frá lokum seinni
heimstyrjaldarinnar og fram að hruni,
haustið 2008, var atvinnleysi
jafnan lítið hér á landi, með
nokkrum undantekningum
þó, einkum í kringum 1950
og á árunum 1967 og 1968.
Þess gætti einnig á fyrri
hluta tíunda áratugarins og í
upphafi þessarar aldar.
Á misserunum eftir efna-
hagshrunið 2008 fjórfaldaðist
hins vegar tala atvinnulausra
og þegar verst var lét nærri að tíundi hver
maður væri án atvinnu. Það var ný staða og
ein versta afleiðing hrunsins. Niðurdrep-
andi er fyrir vinnufúsar hendur að fá ekki
verkefni við hæfi. Langtímaatvinnuleysi,
lengra en 12 mánuðir, sem lítt þekktist
áður varð staðreynd. Það brýtur fólk niður.
Tölur sýndu að ungt fólk og lítt menntað
var fjölmennast á atvinnuleysisskrá. Í
skýrslu sem tekin var saman um ungt fólk
án atvinnu, þegar atvinnuleysið var hvað
mest árið 2009, voru tíunduð áhrifin sem
það hafði. Frumkvæði unga atvinnulausa
fólksins var lítið. Stefnu- og rótleysi var
áberandi. Virk atvinnuleit var ekki mikil
og unga fólkið fékk sjaldan svör þegar það
sótti um vinnu. Svefnvenjur röskuðust og
sumir sneru sólarhringnum við. Eitt hið
alvarlegasta sem fram kom meðal þessa
unga fólks var að langtímaatvinnuleysi
hafði þau áhrif að sumir sem voru á bótum
voru ekki ósáttir við ástandið og sáu ekki
ástæðu til breytinga. Hætta er á að fólk í
þessari stöðu festist í vítahring og að ör-
orkubætur taki við af atvinnuleysisbótum.
Beita ber öllu afli til að útrýma böli
atvinnuleysisins. Meðal jákvæðra verk-
efna í þá veru er átakið Vinnandi vegur
sem hleypt var af stokkunum snemma á
þessu ári. Um 70 prósent þeirra sem fengu
vinnu í sumar í gegnum átakið höfðu
verið án vinnu í meira en ár en Runólfur
Ágústsson, stjórnarformaður Vinnumála-
stofnunar, gerir ráð fyrir því að meirihluti
þeirra sé nú kominn með framtíðarstarf.
Gerðir voru um 1400 ráðningarsamningar
við einstaklinga sem verið höfðu án vinnu
í meira en tólf mánuði. Árangurinn er því
afgerandi. Fyrir hvert prósentustig sem
dregur úr atvinnuleysi minnka útgjöld
Atvinnuleysistryggingasjóðs um 3 millj-
arða á ársgrundvelli. Það vegur á móti út-
gjöldum vegna vinnumarkaðsúrræða sem
gripið hefur verið til, eins og fyrrnefnds
átaks þar sem ávinningurinn er allra, enda
standa að því samtök atvinnurekenda,
sveitarfélög, stéttarfélag og ríkið. Um leið
og atvinnurekendum er gert kleift að ný-
ráða starfsfólk, með styrk, er atvinnuleit-
endum gefið tækifæri til atvinnuþátttöku.
Þeim sem áður voru atvinnulausir vex því
ásmegin.
Til lengri tíma litið verður hins vegar
ekki vinnu að fá fyrir allar vinnufúsar
hendur, sem hlýtur að vera markmiðið,
nema fjárfesting aukist og hjól atvinnulífs-
ins snúist hraðar. Þótt staðan á vinnu-
markaði fari, sem betur fer, batnandi er
brýn þörf á að fjölga störfum. Fjárfesting
hefur verið allt of lítil hér á landi undan-
farin ár og atvinnuleysi helst í hendur við
litlar fjárfestingar. „Fyrir því er sögulegt
samhengi,“ sagði Svana Helen Björns-
dóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, á
síðu Samtaka atvinnulífsins um leið og
hún benti á að fyrir hverja prósentu sem
fjárfesting eykst má gera ráð fyrir því að
atvinnuleysi minnki um hálfa prósentu.
Fleiri orð þarf vart að hafa um mikilvægi
þess að greiða fyrir aukinni fjárfestingu.
Vinnumarkaðsúrræði hjálpa en aukin fjárfesting er það sem þarf
Ráð gegn böli atvinnuleysisins
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Illa farið með góðan dreng
Ég er bæði sár og svekktur og veit ekki
hvað ég hef gert af mér.
Sjónvarpsmaðurinn vinsæli, Magnús
Hlynur Hreiðarsson, sem hefur verið
sérlega fundvís á skemmtilegar fréttir af
Suðurlandi, vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið þegar honum var fyrirvaralaust
sagt upp hjá Ríkisútvarpinu.
Heiðarlegur og góður bloggari
Ég er ekkert smeykur. Ef ég
tapa, þá geri ég það með
reisn. Ef ég vinn, geri ég það
með auðmýkt.
Teitur Atlason mætti
Gunnlaugi M. Sigmundssyni
fyrir dómi þar sem hann
reynir að verja hendur sínar og
bloggheiður.
Margt er undrið
Þá hefur þetta dregið úr trúverðugleika
mínum því ég var viðurkenndur sem
heiðarlegur og góður rekstrarmaður.
Gunnlaugur M. Sigmundsson stefndi
bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir dóm
og samkvæmt þessu ekki síst til þess
að endurheimta æru sína sem góður
bissnissmaður.
Enda hundfúlt
Ég er nú ekkert sérstaklega ánægð með
þetta.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem verið
hefur þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins í tvö ár, var í vikunni látin víkja
fyrir Illuga Gunnarssyni sem er risinn upp
úr rústum Sjóðs 9.
Bannað að plata!
Ég stend sjálfur á gati og veit ekki neitt.
Þetta er hræðilegt. Þetta er ekki gaman.
Þórarinn Engilbertsson flæktist illa í
eigin sagnavef eftir að ýkjusaga hans um
alvarlega líkamsárás drengja í Breiðholti
á sex ára dreng reyndist ekki einu sinni
vera mýfluga sem breyttist í úlfalda.
Slökkt á perunni
Í ljósi þess að nú er búið að
innleiða reglugerð ESB um
kvikasilfursmengandi spar-
perur – þá verð ég að hryggja
ykkur með því að ég hef keypt
upp lagerinn af gömlu góðu 60
W – Edison glóperunum – ...
Evrópusambandið gerði enn eina
aðförina að lífsgæðum og sálarheill
Vigdísar Hauksdóttur alþingiskonu með
banni á gömlu, hlýju glóperunni. Vigdís
sneri hins vegar á ESB og tryggði sér
áratugabirgðir af ljósaperum sem eru
svo góðar að þær gætu nánast verið
íslenskar.
Í sögu eftir Kafka
Ég neita sök og mun ekki tjá mig frekar
um málið að svo stöddu.
Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, verst eins og fleiri
fyrir dómi þessa dagana en kýs að segja
sem minnst.
VikAn sem VAr
Maður vikunnar að þessu sinni er
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona
og fráfarandi þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins: „Þetta verður að
teljast vera með betri titlum sem ég hef
fengið. Allavega í þessari viku,“ sagði
Ragnheiður um leið og hún þakkaði fyrir
sig. Hún hefur setið á þingi í rúm fimm ár
og þar af síðustu tvö ár verið þingflokks-
formaður. Aðspurð hvernig næsta vika
verði segir Ragneiður að það losi um að
vera ekki lengur þingflokksformaður og
nú geti hún einbeitt sér meira að sinni
pólitík eytt meiri tíma með fjölskyldunni.
Hún á tvo stráka, fjögurra og tíu ára
gamla, og tvær stjúpdætur sem eru
átján og tuttugu og þriggja. Það eru því
alltaf næg verkefnin hjá
henni og manninum
hennar, Guðjóni
Inga Guðjónssyni
sölustjóra. „Fátt er
svo með öllu illt,“
segir Ragnheiður
að lokum, nokkuð
glaðbeitt.
MaðuR vikunnaR
Með betri titlum
sem ég hef fengið
Krumma
Gylfaflöt 7,
112 Reykjavík
587-8700
www.krumma.is
Full búð af nýjum BRIO vörum
4.199 kr.
14.990 kr.
3.094 kr.
14.990 kr.
3.315 kr.
3.648 kr.
12 viðhorf Helgin 7.-9. september 2012