Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 14
Jafnvel flokks- systkin ýja að afsögn Hart hefur verið sótt að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra eftir að Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að hann hefði brotið jafnréttislög við embættisskipan. Flokks- systkin hafa lýst yfir vonbrigðum með við- brögð ráðherrans við dómnum og jafnvel ýjað að afsögn. Smáralind Sími: 528 8800 drangey.is Drangey | Napoli Stofnsett 1934 KortavesKi 21. aldarinnar frá þýsKalandi Hulstur úr hágæða áli. Ver kort m.a. fyrir rafsegul- geislun, sem kemur í veg fyrir að þjófar geti skannað kortaupplýsingar. Níðsterkur og léttur kostagripur í mörgum litum.„Oyster“ 6 kort, nafnspjöld, seðlar og mynt Stærð: 10x6x2,5 kr. 7.700 „RAZOR“ 12-14 kort og nafnspjöld Stærð: 10x6x2 kr. 6.900 Tilvalin tækifærisgjöf fyrir herra og dömur. Sendum í póstkröfu Einhverfa og einelti Bannað að vera öðruvísi Ó la fannst hann ekkert óeðli-legur þótt hann væri með önnur áhugamál en skólafélag- arnir. Í stað þess að stunda íþróttir og fylgjast með fótboltanum vissi hann allt sem hægt var að vita um risaeðlur, áhugi sem þróaðist út í víðtækari áhuga á dýraríkinu þegar hann óx úr grasi. Fyrir vikið átti hann fátt sameiginlegt með jafnöldrum sínum sem fannst hann tilvalinn skotspónn líkamlegs og andlegs eineltis sem náði hámarki um tíu ára aldurinn þegar nýr umsjónar- kennari brást við af hörku og reyndist Óla vel. Eineltið hélt samt sem áður áfram þangað til í unglingadeild þegar hann var meira eða minna látinn í friði, hundsaður. Hann var ekki til. Það er ekki auðvelt að vera öðruvísi. Óli vill ekki að ég noti hans rétta nafn. Hann er ekki sá eini sem ég hef rætt við um Asperger-einhverfu og einelti síðan ég skrifaði viðtal við ungan mann frá Bolungarvík, Hermann Ása Falsson, sem lýsti fötlun sinni sem foreldrar hans telja að megi fyrst og fremst rekja til illrar meðferðar í skóla. Hann er einnig greindur með Asperger. Þeir, sem hafa sett sig í samband við mig, hafa svipaða sögu að segja: Aspar, eins og þeir kalla sig, lenda ósjaldan í einelti. Á upplýsingasíðu fyrir for- eldra barna með Asperger kemur fram að flestir með þessa greiningu lendi í einelti. Fólk með Asperger-heilkenni á erfitt með félagsleg samskipti og eignast því oft fáa eða enga vini. Óli átti vini, segir hann, en þeir stóðu ekki með honum þegar á reyndi. Óli segist ekkert sér- staklega hissa á því, þar sem engin umræða hafi verið um einelti á þessum tíma. Óli var greindur með Asperger þegar hann var sex ára. Hann fékk enga að- stoð með fötlun sína og bekkjarfélögum hans var ekki sagt frá því hvers vegna Óli væri eins og hann var. Hann var mjög uppstökkur og viðkvæmur, að eigin sögn, en kennir eineltinu fyrst og fremst um það. Hann var orðinn hrædd- ur. Hann segist hafa brugðist mjög harkalega við þegar honum var ögrað, jafnvel þótt það hefði verið óviljaverk. Ef einhver rakst í hann réðst hann á viðkomandi af mikilli hörku. Hann vildi helst meiða hann svo mikið að hann myndi aldrei snerta sig aftur. Hann veit að önnur börn hugsuðu ekki svona. Þau slógust – en á öðrum forsendum. Hann slóst til þess að meiða. Það hræddi hann líka. Fólk með Asperger á erfitt með að lesa í aðstæður eða skilja líkamstján- ingu. Það á oft erfitt með að setja sig í spor annarra og hegðun þess er því oft nokkuð and-félagsleg. Móðir átta ára drengs segir viðhorf samfélagsins í litla þorpinu hennar úti á landi hafa gjörbreyst eftir að sonurinn fékk Asperger-greiningu fyrir tveimur árum. Bekkjarfélagar hans séu um- burðarlyndari og skilningsríkari gagn- vart hegðun hans og leggi sig fram við að vera góðir við hann. Börnin eru öll upplýst um það hvers vegna skólabróðir þeirra hegðar sér öðruvísi en þau eiga að venjast. Ég hef fengið að heyra fleiri svona sögur frá fólki og leiðarstefið í þeim er nokkurn veginn það að eftir því sem opnari umræða er um það hvers vegna barn er frábrugðið – öðruvísi – eykst skilningur og umburðarlyndi þeirra sem í kringum barnið eru. Við erum því miður ekki komin þangað að samfélagið leyfi börnum ósjálfrátt að vera öðru- vísi. Við erum að þokast í áttina að því að börn hafi skilning á því að börn geti verið frábrugðin – ef á því finnst skýring og þau eru upplýst um það. Það sem sló mig hins vegar eftir þau fjölmörgu samtöl sem ég hef átt við foreldra barna sem þurft hafa að þola einelti, sem og börnin sjálf, er að þol- endurnir vilja almennt ekki koma fram undir nafni. Ég get ekki lesið í það öðruvísi en þannig að ástæðan sé skömm yfir hlut- skipti sínu. Skömm yfir því að hafa þurft að þola einelti. Það er óásættanlegt. Hermann Ási líkti einelti því sem hann varð fyrir í skóla við „andlega nauðgun“. Er það ekki einmitt málið? Þolendur eineltis standa jafnfætis þol- endum nauðgana í samfélaginu. Hvort tveggja er því miður á einhvern hátt ennþá tabú. Umræðan um nauðganir mjakast hægt og rólega upp á yfirborðið þökk sé hugrökkum konum og körlum. Þolendur nauðgana hafa stigið fram og sagt sögu sína í því skyni að reyna að létta skömminni af fórnarlömbunum. Hið sama þarf að gerast í eineltismálum. Það er ekki skömm að vera fórnarlamb. Það er skömm að vera gerandi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjÓnarhÓll Kynjahalli til hægri Hrókeringar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins vöktu litla hrifningu á Facebook þegar Ragnheiði Elínu Árnadóttur var ýtt til hliðar svo Illugi Gunnarsson kæmist í stól þing- flokksformanns. Viðbrögð Ragnheiðar Elínar vöktu ekki síður athygli. Konu bolað í burtu fyrir karl. Konan er ekki ánægð. Hún heldur samt með liðinu sínu. Þótt henni sé hliðrað til innan þess gegn sínum vilja. Merkilegt. knuz.is „Því sterka vígi Sjálfstæðisflokksins. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur að við rústum því í næstu kosningum.“ - Fyrst var Reykjanesbær lagður í rúst af Sjálfstæðis- flokknum, en nú er stefnan á allt Suðurkjör- dæmi... Hallgrímur Helgason Strákarnir okkar Glaðhlakkaleg auglýsing Stöðvar 2 um dagskrá sína í september hleypti illu blóði í marga vegna þess hversu konur voru lítt áberandi í auglýsingunni á meðan flottum körlum eins og Bubba og Loga Bergmann var gert hátt undir höfði. Þessi auglýsing gerir áskrift að Stöð tvö hreint ómótstæðilega. Það eru sko alltof margar konur í sjónvarpinu mínu þegar ég er bara með RÚV. Hildur Knútsdóttir HeituStu Kolin á Þetta er ekki einu sinni slagsíða... þetta er bara karlaklúbbur de lux Heiða B Heiðars Nei halló 365 afhverju hatið þið konur svona fast? María Lilja Þrastardóttir Óóó! Verða þá ekki lengur stelpukvöld á miðvikudögum (eða fimmtudögum eða whatever)? Magnea J. Matthiasdottir Var búin að taka eftir þessu. Ekkert annað í stöðunni en bojkott. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Þetta snýst varla um að „tengja þetta við karlembu“. Það er bara rosalega mikil tippafýla af þessari auglýsingu og þarf engann súper-femínista til að koma auga á það. Þetta er bara drasl. Þórarinn Leifsson Heiðursborgari Reykjavíkur Erró var gerður að heiðurborgara Reykjavíkur við opnun sýningar á verkum hans í Listasafni Reykjavíkur. Fyrri heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. Góð viKA fyrir Erró myndlistarmann Slæm viKA fyrir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 14 fréttir Helgin 7.-9. september 2012 vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.