Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 44

Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 44
Fræðsla og góður matur Síðasta vetur var byrjað að bjóða upp á hollan og góðan mat og hollt og fróðlegt efni um alkóhólisma og meðvirkni í hádeginu á þriðju- dögum. Þessi viðburður mæltist vel fyrir og því er ákveðið að halda áfram í vetur. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytt; foreldrahæfni, þunglyndi, spilafíkn, útivist, AA-samtökin, fitusöfnun, gras og hvaðeina. Fyrirlesarar eru reyndasta fólk SÁÁ; læknar, ráð- gjafar, sálfræðingar og hjúkrunar- fræðingar. Eins og fyrr segir er boðið upp á hollan og næringargóðan mat með fyrirlestrunum. Verðinu er stillt í hóf en efnið hentar öllum; áfengis- og vímuefnasjúklingum í bata, að- standendum og öllu áhugafólki um mannrækt og gott líf. Í Bandaríkjunum er talað um að eitt af hverjum fjórum eða fimm börnum eigi foreldri eða foreldra sem er alkóhólisti og því má gera ráð fyrir að svo sé ástatt um ein 20.000 börn á Íslandi,“ segir Lárus Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ, en hann ber hitann og þungann af starfi SÁÁ með börnum alkóhólista. „Þarna úti er stór hópur barna sem glímir við það vandamál að eiga annað eða bæði foreldri í neyslu en SÁÁ leggur mikið upp úr því að koma til móts við þennan hóp,“ segir Lárus en ýmislegt er á döfinni hjá SÁÁ í vetur og má þar nefna aðgerðir sem samtökin settu í gang til að koma til móts við langa biðlista eftir sálfræðimeðferð hjá SÁÁ. Bið- listarnir eru til komnir vegna skiln- ingsleysis hins opinbera en félagar í SÁÁ fjármagna að stórum hluta þessa starfsemi. „Við hjá SÁÁ viljum sífellt gera betur og í því samhengi höfum við komið upp nýrri þjónustu í formi kynningar á því hvernig við vinnum fyrir foreldra og börn. Þannig leyfum við þeim sem óska eftir þjónustu að taka fyrr þátt í starfinu og styttum biðlistana.“ Sjálfsmynd foreldra „Draumurinn er að þröskuldurinn sé sem lægstur fyrir krakkana að koma hingað á göngudeildina sjálfa í Von, Efstaleiti,“ segir Lárus og bendir á að í Noregi geti krakkar komið inn án skuldbindinga og þeir þurfa ekki að gefa upp nafn foreldra sinna: „Þetta kallast „drop in“ og við höfum verið að skoða möguleikann á að bjóða upp á eitthvað slíkt. En eins og staðan er nú þá er hægt að óska eftir þessari þjónustu í gegnum vef samtakanna, www.saa.is, eða með því að hringja í 530 7600.“ „Fyrir foreldra sem eru edrú er mikilvægt að axla ábyrgð og endur- heimta sjálfsmynd sína sem foreldri, efla foreldrahæfni og vinna úr því sem hefur bjátað á. Við vitum að alkóhólismi hefur áhrif á alla fjöl- skylduna og það má segja að með þessari sálfræðiþjónustu fyrir börn alkóhólista séum við að stíga inn á gríðarlega víðfeðmt svið. Sumt er komið vel á veg en annað er á byrj- unarstigi,“ segir Lárus. Leitað að samstarfsaðilum Páll Þór Jónsson, verkefnastjóri hjá SÁÁ og stjórnarmaður í fjöl- skyldudeild SÁÁ, tekur undir orð Lárusar um að sviðið sé víðfeðmt. En til mikils er að vinna og að sögn Páls kemur hann að verkefninu sem verkefnastjóri og er hann á hött- unum eftir samstarfsaðilum. „Sú þjónusta sem SÁÁ getur boðið fyrir- tækjum, sem dæmi, er mun meiri en margir kynnu að halda í fyrstu. Mörg fyrirtæki eru að missa starfs- menn, bæði vegna eigin alkóhólisma og einnig út af alkóhólisma annarra, jafnvel maka þeirra eða barna. Það eru hreinar línur ef við tökum saman á þessu máli munum við auka lífsgæðin fyrir tugi þúsunda Ís- lendinga,“ segir Páll. Mikill vandi barna og unglinga Helga Óskarsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá fjölskyldudeild SÁÁ, hefur í sínu starfi kynnst því vel hversu mikill vandi steðjar að fjölda barna: „Við í fjölskyldudeild- inni erum að vinna með unglingum og foreldrum með fjölskyldumeð- ferð og foreldrafræðslu og svo höf- um við verið að taka á móti 13-14 ára unglingum auk þess sem við tökum virkan þátt í því starfi sem Lárus hefur leitt,“ segir Helga að lokum en mikilvægt er að foreldrar og að- standendur kynni sér sjúkdóminn vel því rannsóknir hafa sýnt að ein besta forvörnin er að vinna með börn alkóhólista því sjúkdómurinn virðist oft leggjast á heilar kynslóðir sömu fjölskyldu. Sálfræðiþjónusta fyrir börn á aldr- inum 8-18 ára SÁÁ hefur um árabil þróað þjónustu fyrir börn alkóhólista sem ekki eru sjálf byrjuð áfengis- eða vímuefnaneyslu. Börn- in eiga það sameiginlegt að eiga foreldra eða forráðamenn sem eiga við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða, hvort sem þau eru virk eða óvirk í neyslunni. Stór fjöldi barna á Íslandi er í þeirri stöðu að eiga foreldri eða forráðamann í neyslu. Rannsóknir sýna auknar líkur á því að barn sem á foreldri sem hefur leitað hjálpar á Vogi endi sjálft á Vogi. Sálfræði- þjónusta er því bæði hugsuð til að rjúfa einangrun þeirra sem hafa búið við þessar aðstæður og sem forvörn. Í viðtölunum er farið yfir þætti sem snerta stöðu þeirra svo sem það að vera barn alkóhólista og helstu afleiðingar þess. Börnunum er hjálpað að skilja betur stöðu sína, fá betri innsýn í eigin styrkleika og átta sig betur á eigin líðan og þörfum. Gert er ráð fyrir alls átta viðtölum og að foreldrar mæti að minnsta kosti í fyrstu tvö viðtölin með börnum sínum. Sérstaða viðtalanna felst í sjónrænni vinnu með hjálp tölvu en það gerir þeim auðveldara að tjá sig um erfiða reynslu og tilfinningar. SÁÁ vill ná til sem flestra og er sífellt að betrumbæta þjónustuna. Stöðugildi sálfræðinga hafa verið aukin til að sinna þessum verkefnum og biðtímar styttast. Hægt er að hringja og panta tíma hjá SÁÁ, Efstaleiti 7 í síma: 530-7600. Um 20.000 börn alast upp við alkóhólisma á Íslandi s HVAÐ: Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista P HVAR: Von Efstaleiti 7 æ HVENÆR: Umsamið m FYRIR HVERN: Börn alkóhólista L NÁNAR: www.saa.is s HVAÐ: Hollt í hádeginu P HVAR: á Vogi æ HVENÆR: Þriðjudaga kl.: 12.00 m FYRIR HVERN: Alkóhólista og aðstandendur í bata L NÁNAR: www.saa.is Dagskráin í haust: 11. september Af hverju er svona mikilvægt að mæta í Von eftir meðferð? Hörður Oddfríðarson 18. september Að vera foreldri þegar á reynir Lárus H. Blöndal 25. september Þunglyndi í bata Valgerður Rúnarsdóttir 2. október Spilafíkn Ásgrímur Jörundsson 9 október Útivist er bati Hjalti Björnsson 16. október Að vera á varðbergi Halldóra Jónasdóttir 23. október Er batinn eins nú og 1977? Sigurður Gunnsteinsson 30. október AA og batinn Gísli Stefánsson 6. nóvember Fitusöfnun eftir meðferð Þóra Björnsdóttir 13. nóvember Að eiga Vogsbarn Hjalti Björnsson 20. nóvember Bara gras Valgerður Rúnarsdóttir 27. nóvember Bati eftir meðferð Hjalti Björnsson Valgerður Rúnarsdóttir flytur erindi um þunglyndi í bata í september og í nóvember ræðir hún um gras. Páll Þór Jónsson verkefna- stjóri óskar eftir samstarfi við fyrirtækin í landinu. Helga Óskarsdóttir og Lárus Blöndal starfa bæði með börnum og unglingum hjá SÁÁ. Í HÁdEgINu Á þRIÐjudögum ER VEISlA Í VoN: Talið er að um 20.000 börn á Ís- landi alist upp við alkóhólisma. SÁÁ HEFuR þRóAÐ SéRtÆkA SÁlFRÆÐIþjóNuStu FYRIR böRN AlkóHólIStA SEm gEFIÐ HEFuR góÐA RAuN. VERkEFNIÐ ER bRýNt og StEFNA SAmtökIN Á StóRSókN Í þEIm EFNum. mIkIlVÆgt ER AÐ SAmFélAgIÐ HoRFISt Í Augu VIÐ AÐ SjúkdómuRINN AlkóHólISmI HEFuR mIkIl ÁHRIF Á böRN og uNglINgA. 4 SEPTEMBER 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.