Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 48
María Loftsdóttir, sjúkraliði á Vogi,
opnar myndlistarsýningu í Von,
Efstaleiti 7, í byrjun október. Þar
mun María sýna afrakstur hug-
myndar sem fæddist á Vogi: „Þannig
er að sumir sjúklinganna gefa okkur
blóm þegar þeir fara eða færa okkur
blóm á edrúdaginn sinn. Ég byrjaði
að skissa upp sum þessara blóma
og taka myndir af þeim og út frá því
þróaðist þessi málverkasýning sem
ég kalla Batablómin ykkar,“ segir
María sem hefur starfað ein tuttugu
ár á Vogi.
„Það er skemmtilegt að vinna á
Vogi en jafnframt krefjandi og því er
mjög gott að geta farið í eitthvað ann-
að, málað og gleymt stað og stund.
Í svona starfi þarf maður að vera í
jafnvægi og það hjálpar mér að mála
enda bæta litir mann og svo er þetta
mjög gaman,“ heldur María áfram en
allur ágóði vegna sölu á myndunum
rennur óskertur til SÁÁ.
María er enginn nýgræðingur þeg-
ar kemur að málverkasýningum en
fyrir tveimur árum hélt hún sýningu
sem nefndist frá Konu til kvenna
og vakti mikla lukku. Þá sýndi hún
einar 400 myndir sem hún hengdi
upp á trampólín og þær seldust eins
og heitar lummur.
„Þá seldust myndir fyrir tæpa
milljón og allur ágóðinn rann í
styrktarsjóð SÁÁ. Í þetta sinn verð
ég með 35 vatnslitamyndir í allskyns
stærðum sem ég læt ramma inn og
geri svolítið flottar,“ segir María með
pensilinn í hendi.
Í
fyrra stóðum við í UNG-SÁÁ fyrir
frábærri skíðaferð, river-rafting,
tónleikum og uppistandi og mörgu öðru,“
segir Helena Hrund, nemi við HR og
formaður UNG-SÁÁ, en stjórn félagsins
hittist aðra hvora viku í Edrúhöllinni
í Von, Efstaleiti, og það eru allir velkomnir á
fundina. Þá er oft boðið upp á kökur og auðvitað
kaffi og tekið þátt í skipuleggja félagslíf ungs
edrúfólks.
Skemmtilegt að vera edrú
„Það er mikilvægt að halda uppi félagslífi ungs
edrúfólks,“ segir Helena en meðlimum félagsins
hefur fjölgað jafnt og þétt. Hópurinn er ánægður
með veturinn í fyrra og þarf auðvitað á nýjum fé-
lögum að halda til að geta gert enn betur í vetur.
„Það er gaman að taka þátt og efla félagslífið og
að taka á móti ungu fólki sem er að koma úr með-
ferð og sýna því að það er ótrúlega skemmtilegt
að vera edrú,“ heldur Helena áfram.
Því fleiri því betra
Nú er hópurinn farinn að hittast aftur eftir
sumarfrí og er með ýmislegt á prjónunum: „Við
erum að setja upp gróft plan fyrir árið og meðal
þess sem okkur langar að gera er að setja á stofn
UNG-SÁÁ á Akureyri og vera í samstarfi við þau
Lífið byrjar fyrst þegar maður verður edrú
NAFN: Haukur Rúnar Færseth
ALDUR: 23
STARF: Handflakari
EDRÚDAGUR: 4. mars 2011
NAFN: Björgvin Pétur Sigurðarson
ALDUR: 22
STARF: Hönnuður hjá Morgunblaðinu
EDRÚDAGUR: 15.ágúst 2011
NAFN: Eva Árnadóttir
ALDUR: 27
STARF: Nemi
EDRÚDAGUR: 9. desember 2003
MARíA LoFTSDóTTiR, SjÚkRALiði Á VoGi, HELDUR MÁLVERkASýNiNGU TiL STyRkTAR SÁÁ:
Málaði myndir af edrúblómum
s HVAð: Málverkasýning
P HVAR: Von, Efstaleiti 7
æ HVENÆR: 6. október frá kl. 14–18
m FyRiR HVERN: Allir velkomnir
L NÁNAR: www.saa.is Blóm eru efst á
baugi hjá Maríu.
UNG-SÁÁ er nýtt félag ungs edrúfólks á Íslandi. Félagið
stendur fyrir ýmsum uppákomum og hvetur ungt fólk,
sem er yngra en 35 ára, til að koma og kynna sér
starfsemina og móta hana til framtíðar.
s HVAð: UNG-SÁÁ
P HVAR: Von, Efstaleiti 7
æ HVENÆR: 20.00 annað hvert þriðjudagskvöld
m FyRiR HVERN: Fyrir ungt fólk (undir 35 ára)
L NÁNAR: www.saa.is
þegar kemur að félagslífi ungs edrú fólks. Svo
munum við vera með allavega tvo viðburði hérna
í Von og einnig stefnum við á einhverja ferð
fyrir áramótin, en ferðirnar í fyrra heppnuðust
mjög vel og það var góð þátttaka,” segir Helena
sem bendir áhugasömum á að hafa samband í
gegnum Facebook eða að hringja í SÁÁ.
Jafningjar
Að sögn Helenu og hennar fólks
getur verið erfitt að fóta sig fyrst
eftir að fólk verður edrú. Þá er gott
að koma og hengja sig á þá sem
lengur hafa stundað þennan nýja
lífstíl.
„Margir halda að allt sé svo
ömurlegt þegar þeir hætta
að drekka en það er alls ekki
þannig. Hér „bondum“ við öll
við það að vera edrú og við
eigum öll heima hérna og svo
erum við öll mjög skemmtileg,“
útskýrir Sigrún Emma
Björnsdóttir, ein úr hópnum, og
þau hin taka undir það.
„Það skapast einhver
einkennilegur andi, það er
enginn yfir neinn hafinn. Það
er alveg sama hvað fólk hefur
gert í fortíðinni, öll samskipti
eru á jafningja grundvelli,“ segir
Sigurþór Jónsson og Eva Árnadóttir
ítrekar að þau vilji sýna fram á hvað
það sé frábært að vera edrú:
„UNG-SÁÁ er nýtt félag og sífellt
að þróa starfið og við erum að fikra
okkur áfram með hvernig ná skal til
unga fólksins, en þetta er gríðarlega
skemmtilegt, enda frábær vinahópur,“
segir Eva.
8 SEPTEMBER 2012