Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 49

Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 49
„Á næsta ári eru liðin 20 ár síðan ég byrjaði í gönguferðum erlendis og ég hef lengi hugsað um það að taka edrúfólk í Alpana. Fólk vill kannski ekki endilega fara til Benedorm þar sem eru bara barir og ströndin og í Ölpunum er svo fallegt umhverfi sem er nærandi fyrir bæði líkama og sál,“ segir Margrét Árnadóttir leið- sögumaður sem hefur ákveðinn stað í Þýskalandi í huga og er farin að plana ferðina í samstarfi við SÁÁ og Úrval Útsýn. „Við stefnum á að fara að ári í göngu- og dekurferð og gista á Hotel Oberstdorf sem er 700 fer- metra spa-hótel með sundi og gufum. Þetta er dásamlegur staður og um- hverfið er ofboðslega fallegt. Þarna eru gönguleiðir við hæfi flestra og fólk þarf ekki að fá sjokk yfir því að þetta séu Alparnir því það er búið að leggja mikið í að gera góða göngu- stíga svo þetta er mun auðveldara en það lítur út fyrir að vera.“ Lífið byrjar fyrst þegar maður verður edrú NAFN: Bjarni Bjarkason ALDUR: 30 STARF: Gullsmíðanemi EDRÚDAGUR: 20. ágúst 2010 NAFN: Sigrún Emma Björnsdóttir ALDUR: 27 STARF: Verkefnastjóri hjá Vodafone EDRÚDAGUR: 12. apríl 2012 NAFN: Helena Hrund ALDUR: 26 STARF: Nemi við HR EDRÚDAGUR: 20.september 2005 NAFN: Sigurþór Jónsson ALDUR: 30 STARF: Golfkennari EDRÚDAGUR: 27. mars 2012 LEiðSöGUmAðURiNN mARGRéT ÁRNADóTTiR: Planar edrú-göngu um Alpana s HVAð: Gönguferð P HVAR: Þýsku Ölpunum æ HVENÆR: Haustið 2013 m FYRiR HVERN: Allir velkomnir L NÁNAR: www.saa.is Gönguleiðirnar eru við hæfi flestra. Magga hefur farið í gönguferðir erlendis í hartnær 20 ár. 9 2012 SEPTEMBER

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.