Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 52
Þetta er hugmynd sem er búin að vera lengi í deiglunni, það er að segja að koma upp félagslegri aðstöðu fyrir eldri alkóhólista,“ segir Sigurður Gunn- steinsson, ráðgjafi hjá SÁÁ, um svokallað Morgunkaffi í Von, alla virka daga klukkan átta. Þangað boðar hann eldra fólk í kaffi og morgunverð og gott spjall. Félagsleg einangrun „Margt af þessu fólki er að koma úr félagslegri einangrun sem það var í í drykkjunni og við viljum rjúfa einangrunina. Stefnan er sú að fólk geti hist og drukkið saman morg- unkaffi – eigi góða stund saman. Svo er alltaf möguleiki á því að gera eitthvað skemmtilegt saman á staðnum, kynna það sem er í boði fyrir hópinn og slíkt. Þetta er alveg nýtt og við vonumst til að þetta mælist vel fyrir,“ útskýrir Sigurður sem stefnir á að hrinda átakinu úr vör um miðjan september. Sigurður hefur starfað hjá sam- tökunum allt frá byrjun árið 1978. Síðustu fimm árin hefur hann starfað á Vogi sem fræðslustjóri yfir ráðgjafakennslunni en í nóvem- ber í fyrra minnkaði hann starfs- hlutfall sitt. Hann er samt enn á Vogi að vinna við handleiðslu og kennslu enda á hann erfitt með að slíta sig frá þessu gefandi starfi. Þjóðin að eldast Sigurður segir hóp eldri alkóhól- ista vera ört stækkandi og telur mikilvægt að koma á móts við þarfir hans: „Sumt af þessu fólki er sest í helgan stein og hefur kannski ekki planað hvernig það ætlar að eyða deginum eftir starfslok og þá er gott að hafa stað til að hittast og fá ráð og hugmyndir. Við stefnum á að hafa þessa fundi daglega því þá getur fólk lagt af stað út í daginn með ákveðna hugvekju, en til að byrja með verður þetta líklegast fjórum sinnum í viku, það fer allt eftir aðsókn. Það á eftir að koma í Námskeið um frelsisbaráttu alkóhólista Gunnar Smári Egilsson, for- maður SÁÁ, heldur þriggja kvölda námskeið um sögu vímuefnaneyslu og ofneyslu og hvernig samfélög hafa brugð- ist við vandanum; rekur sögu fyrstu samtaka áfengis- og vímuefnasjúklinga og hvernig þau háðu baráttu fyrir rétt- indum sjúklingahópsins. Hann fer í gegnum sigra og ósigra baráttunnar, rekur helstu rök fyrir baráttunni og á hverju hún hefur strandað. Þá rekur Gunnar Smári einnig sögu opinberrar áfengisstefnu stjór- nvalda á ýmsum tíma; ræðir áhrif áfengis- og vímuefnasýki á menningu okkar og listir og dregur upp mynd af stöðu mála. Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um sögu, menn- ingu og mennsku. Alkóhólismi er áhugaverður sjúkdómur og með því að skoða sögu hans og átök um skilning á honum má kynnast manninum betur; sögu hans, menningu og mannúð. Námskeiðið er ekki síður áhugavert fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstand- endur þeirra; enda mikilvægt fyrir fólk að þekkja til sögu og baráttu þess hóps sem það til- heyrir. Þó skal tekið fram að þetta námskeið er til fróðleiks og menntunar og mun ekki gagnast neinum til meðferðar. Námskeiðið fer fram á þrem- ur kvöldum: Mánudeginum 17. september, miðvikudeginum 19. september og lýkur mánu- daginn 24. september. Það hefst öll kvöldin klukkan 20.15 og lýkur um klukkan 22.00. Nám- skeiðsgjald fyrir öll kvöldin er 5.000 krónur. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, heldur þriggja kvölda námskeið um alkóhól- isma í október. Á námskeiðinu mun hann rekja sögu sjúkdómshugtaksins og lækn- inga við alkóhólisma, hvernig meðferð við sjúkdómnum byggðist upp, hann rekur nýj- ustu rannsóknir um sjúkdóminn og hvernig þær hafa ýmist styrkt fyrri hugmyndir eða dregið fram þörf á að bæta meðferðina og auka þjónustuna við sjúklingana. Það þarf ekki að kynna Þórarin; hann hef- ur starfað með alkóhólistum stærstan hluta síns starfsferils, verið farsæll yfirlæknir hjá SÁÁ og var einnig formaður samtakanna í 23 ár. Enginn Íslendingur hefur sinnt jafn mörgum áfengis- og vímuefnasjúklingum og fáir fylgst jafn vel með uppbyggingu þekkingar á orsökum sjúkdómsins eða þróun meðferðar við honum. Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um sögu og mennsku. Alkóhólisminn er svo áhugaverður sjúkdómur að með því að skoða hann má kynnast bæði manninum betur; sögu hans og menningu. Námskeiðið er ekki síður áhugavert fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra. Þó skal tekið fram að þetta námskeið er til fróðleiks og menntunar og mun ekki gagnast neinum til meðferðar. Námskeiðið fer fram á þremur kvöldum: Mánudeginum 15. október, fimmtudeginum 18. október og lýkur mánudaginn 22. októ- ber. Það hefst öll kvöldin klukkan 20.15 og lýkur um klukkan 22.00. Námskeiðsgjald fyrir öll kvöldin er 5.000 krónur. s HVAÐ: Námskeið um alkóhólisma P HVAR: Von, Efstaleiti 7 æ HVENÆR: Hefst 17. september m FYRIR HVERN: Allir velkomnir L NÁNAR: www.saa.is GuNNAR SmÁRI EGIlSSoN mEÐ þRIGGjA kVöldA NÁmSkEIÐ Rjúfum einangrun eldri alkóhólista Morgunkaffi fyrir eldri alkóhólista í Edrúhöllinni í Von er nýjung sem boðið verður upp í vetur. Þetta byrjar allt um miðjan september og það er enginn annar en ráðgjafinn góðkunni, Sigurður Gunnsteinsson, sem heldur utan þessa nýju morgunverðarfundi. s HVAÐ: Morgunkaffi P HVAR: Von, Efstaleiti 7 æ HVENÆR: klukkan 8 virka daga m FYRIR HVERN: Fyrir óvirka alkóhólista 55 ára og eldri. L NÁNAR: www.saa.is Sigurður telur brýnt að koma til móts við félagslegar þarfir eldri alkóhólista. þóRARINN TYRFINGSSoN mEÐ þRIGGjA kVöldA NÁmSkEIÐ: Námskeið um þekkingu á alkóhólisma s HVAÐ: Námskeið um alkóhólisma P HVAR: Von, Efstaleiti 7 æ HVENÆR: Hefst 15. september m FYRIR HVERN: Allir velkomnir L NÁNAR: www.saa.is ljós hversu mikil þörfin er og verður, en okkar von er að þetta virki jafnvel og meðferð okkar fyrir aldraða hefur gert,“ segir Sigurður en árið 2004 setti SÁÁ upp sérstakt meðferðarúr- ræði á Vík fyrir karla eldri en 55 ára. Sú meðferð hefur reynst mjög vel, en þörfum kvenna hafði verið mætt frá 1995 með kvennameðferðinni. „Það er ljóst að allir aldurshópar þurfa úrræði sem uppfylla þeirra þarfir. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessum málaflokki, þjóðin er að eldast og svo eru þetta margir hverjir jafnaldrar mínir,“ segir Sig- urður sem ætlar að mæta strax um miðjan september í morgunkaffi í Edrúhöllinni í Von og biður fólk að fylgjast með á vefsíðu samtakanna, eða á Facebook. 12 SEPTEMBER 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.