Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 54
Foreldra- fundur á Vogi Á þriðjudögum klukkan 18.15 er foreldrafundur á Vogi. Allir foreldrar sem eiga börn í vanda vegna neyslu áfengis- og vímuefna eru velkomnir á þennan fund. Bæði þeir foreldrar sem eiga unglinga sem hafa verið í meðferð hjá SÁÁ en einnig þeir foreldrar sem hafa grun um að unglingurinn sé í neyslu. Foreldrafræðslan byggist á fyrirlestrum um þau vímuefni sem unglingar nota og áhrif þeirra, bataþróun hjá unglingum og íhlutun, vímuefna- meðferð unglinga, vanda foreldra og þjónustu SÁÁ, göngudeild og endurhæf- ingu SÁÁ og eftirmeð- ferðarheimilin. Í kjölfar fræðslunnar er í boði að vera í stuðningshópi. Þegar unglingar eru í neyslu þá er það því miður oft þannig að þeir vilja ekki hætta þegar við viljum að þeir geri það,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, og bætir því við að það eigi jú við fleiri en bara unglinga. „En varðandi unglingana er þetta spurning um inngrip og íhlutun. Það þarf að hafa vit fyrir ungmenninu og reyna að koma því í meðferð. Þetta er auðvitað snúið ef unglingurinn neitar.“ Þórarinn segir að þá sé mikilvægast fyrir foreldra og aðstandendur að leita sér upplýsinga. Það fólk sem skapar umhverfi unglingsins hefur mest áhrif en það eru aðstandendur, ættingjar og vinir: „Það þarf að upplýsa þetta fólk um vanda fíkilsins, hvernig fíkillinn hefur áhrif á allt umhverfi sitt og fá aðstandendur til að bregðast öðruvísi við unglingnum og hans vanda.“ Fullt af fræðslu „Þegar koma þarf unglingi í meðferð er oft spurt; hvað getið þið gert? En það er mjög erfitt fyrir þá sem að meðferð standa að gera nokkuð fyrr en að þeir sem standa unglingum næst koma að málinu. Það þurfa allir að átta sig á því hvernig bregðast skal við og því er fræðslan svona mikilvæg. Það er hægt að fá hana í fjölskyldumeðferðinni og unglingameðferðinni og það er hægt að koma til SÁÁ og fá þessa fræðslu án nokkurra skilyrða. En þetta hefst allt á því að fólk leitar sér upplýsinga og fræðslu, fer að sjá vandann í nýju ljósi og það mun leiða til þess að aðstandendur munu hegða sér öðruvísi við unglinginn sem leiðir á endanum til þess að hann fer í meðferð.“ Þetta hefst á endanum Tölur um meðferð unglinga gefa góða raun en erfiðara er að meta árangurinn af svona inngripsstarfi. „Það er helst hægt að meta það frá því hvað fólk segir við mann. Aðstandendur sem nýta sér þessa fræðslu og úrræði segja okkur að þeim fari að líða miklu betur sem er mikill ávinningur útaf fyrir sig og við erum þess fullviss að þetta flýtir fyrir því að unglingurinn fer í meðferð. Ef þeir fullorðnu taka þátt í starfinu, koma á fjölskyldunámskeið, kynningafundinn, foreldrafræðsluna og í foreldrahópana þá hefst þetta á nokkrum misserum. Það er ekki rétt að ekkert sé hægt að gera ef unglingurinn vill ekki fara í meðferð, það er oft lítið hægt að gera við fíkilinn í bili, en þeir sem standa honum næst geta fræðst, breytt viðhorfum sínum og hegðun. Stefnan er auðvitað sú að koma honum í meðferð og með því að bregðast svona við þá náum við þeim markmiðum.“ s HVAÐ: Foreldrafræðsla P HVAR: Vogur, Stórhöfða 45 æ HVENÆR: Þriðjudagar kl: 18.15 m FYRIR HVERN: Foreldra ungmenna í vanda L NÁNAR: www.saa.is Starfsemi Göngu- og fjölskyldudeildar SÁÁ í Von og á Akureyri er nú komin á fullan skrið eftir sumarlokanir. Vetrardagskráin er með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur. Úrræði í göngu- og fjölskyldudeildum SÁÁ eru mismunandi og hægt að skipta þeim upp á ýmsa vegu. Almennt má skipta þeim upp í þjónustu við alkóhólista og fíkla annars vegar og þjónustu við aðstandendur alkóhólista og fíkla hins vegar. Þau úrræði sem nú eru rekin í deildunum eru: Viðtöl - viðtöl við áfengis- og vímuefnaráðgjafa - viðtöl við fjölskylduráðgjafa - viðtöl við lækni – fyrir báða hópa - viðtal við sálfræðing – fyrir báða hópa, en sérstaklega börn alkóhólista. Auk þess reka göngudeildirnar hina ýmsu stuðningshópa við alkóhólista og fíkla og fjölskyldur þeirra. Sem dæmi má nefna Heldrimannaklúbb þeirra karla sem hafa verið í meðferð á Vík, Staðarfells hópinn, Grettistakið (í samvinnu við Reykjavíkurborg), Helgarmeðferðir, Unglingameð- ferð, Fjölskyldumeðferð og svo mætti lengi fram telja. Nánari upplýsingar um meðferðarstarfið er hægt að finna á heimasíðu sam- takanna www.saa.is og síminn hjá SÁÁ er 530 7600. Vetrardagskráin komin á fullan skrið Anna Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri göngu- deildar SÁÁ á Akureyri. Þar er vetrardagskráin komin á fullan skrið eins og reyndar í Reykjavík. ÞóRARINN TYRFINgssoN, YFIRlÆkNIR Á VogI, sEgIR mIkIlVÆgAsT FYRIR FoREldRA og AÐsTANdENduR AÐ AFlA séR ÞEkkINgAR sé uNgmENNI í NEYslu. ÞAÐ ER AllTAF VoN og mARgT HÆgT AÐ gERA ÞóTT uNglINguRINN NEITI AÐ FARA í mEÐFERÐ. Inngrip í vanda unglinga Þórarinn segir það mikilvægt að aðstandendur fræðist, breyti viðhorfum sínum og hegðun því það ýti á að unglingurinn fari í meðferð. Þegar unglingar eru í neyslu þá er það því miður oft þannig að þeir vilja ekki hætta þegar við viljum að þeir geri það. 14 SEPTEMBER 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.