Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 57

Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 57
Sækjast sér um líkir H „Hér er eitthvað fyrir þig, elskan,“ sagði konan um leið og hún benti mér á dag­ blaðsauglýsingu þar sem við sátum yfir blöðunum í morgunkaffinu á laugar­ daginn. Ég taldi víst að hún hefði rekist á fótanuddtæki, bumbubana eða annað þarfaþing en gamansemi þessarar kyrr­ látu morgunstundar var enn þroskaðri þar sem ég sat í sakleysi mínu með rúgbrauð­ sneið og kaffibolla. Við blasti heilsíðuaug­ lýsing ferðaskrifstofu sem boðaði til sín ákveðinn aldurshóp. „Úrvalsfólk (60+)“ stóð þar stórum stöfum og fyrir neðan voru kynntar Kanaríeyjaferðir vetrarins – Kanaríeyjaferðir fyrir aldraða! Mér svelgdist á kaffinu og rúgbrauðinu enda hafði ég ekki séð mig í því ljósi sem lífsförunautur minn sá mig þarna. Víst hef ég heyrt og lesið um Kanaríeyjaferðir fyrir fólk á virðulegum aldri en aldrei mát­ að sjálfan mig við þann hóp. Hef raunar staðið í þeirri meiningu að ég væri einn fárra sem aldrei hafa komið til Kanarí­ eyja. Þangað hefur meira að segja minn betri helmingur farið, með systur sinni á fund foreldra sinna sem þar dvöldu sér til endurnæringar og sálarbótar. Eitthvað var gantast með það að þær systur hefðu ekki áttað sig á því, við göngu á strönd þar ytra, hvort strandgestir væru berir eða í illa straujuðum sundfötum. Nú sá konan sem sat gegnt mér eigin­ mann sinn í hópi jafningja sinna. Hún nefndi ekki hvort hún gæti hugsað sér að fara með í slíka för – en þó má ætla að hún telji sig skuldbundna til þess sem hlut­ hafi í svo löngu hjónabandi, þó ekki væri nema sem stuðningsaðili. Áður en til þess kemur má pistilskrifarinn búast við því að vera sendur á boccia­námskeið. Sú góða kona áttar sig hins vegar ekki á því í hvaða hóp eiginmaður hennar er kominn. Það er vegna þess að synir mínir og tengdasynir litu svo á, sennilega með réttu, að konur hefðu ekki sérstakan áhuga á bíósýningu sem þeir buðu föður sínum og tengdaföður að sjá með sér í vikubyrjun, harðhausamyndina The Exp­ endables 2. Þeir tóku mig með snemma árs í fyrra á forverann, The Expandables. Þá vissi ég ekki á hverju ég átti von en var betur undir sýn­ inguna búinn nú. Söguþráðurinn er einfaldur. Gengi mála­ liða slátrar fleiri föntum og fúlmennum en tölu verður á komið. Byss­ urnar eru stærri en notað­ ar eru við stór­ gripaveiðar og tröllslegur hlátur skekur bíóið þeg­ ar hausar fjúka og blóðið slettist. Þetta er karlabíó þar sem saman koma helstu harðhausar kvikmyndasög­ unnar – vöðvastælt hörkutól sem bregður hvorki við sár né bana, fremur en Gunnari forðum – og allir á þeim aldri að komast í hóp „Úrvalsfólks (60+)“. Ég sé þá samt ekki fyrir mér í boccia. Fyrir málaliðahópnum fer slagsmála­ hundurinn Sylvester Stallone, 66 ára gamall. Ungir menn standast honum ekki snúning. Arnold Schwarzeneggar gefur heldur ekkert eftir, enda ekki nema 65 ára. Hann er kominn aftur, betri en nokkru sinni. Mesta gleði piltanna – og að mér sýndist annarra karla í kvik­ myndahúsinu – vakti þó innkoma Chuck Norris. Sá harðhaus er 72 ára. Ég verð að viðurkenna að sögu hans sem kvikmynda­ leikara þekkti ég ekki en í myndinni stóð ekkert í vegi fyrir Norris og vopni hans. Hann er nagli. Svo vel voru strákarnir að sér um Chuck Norris að í hléi röktu þeir sögu hans í slagsmálamyndum. Á heimleiðinni bættu þeir um betur og sögðu brandara sem eignaðir eru Chuck Norris og hörku hans. Af þeim má dæma að aðrir vilja ekki mæta kappanum í ham. Hann var sagður vera með bjarnarteppi heima en tekið var fram að björninn sem þakti gólfið væri ekki dauður en þyrði ekki að hreyfa sig. Þá ku gata hafa verið nefnd eftir harðjaxl­ inum en götunafninu var breytt því enginn lifir það af að ganga yfir Chuck Norris. Annað dæmi um hörku Chuck var sagan um að hann hefði dáið fyrir 20 árum en Dauðinn hefði enn ekki haft kjark til að segja honum frá því. Höggþungur er harð­ hausinn en eitt sitt gaf hann hrossi svo hressilega utan undir að háls afkomenda þess lengdust til muna enda þekkjum við þá sem gíraffa. Fleiri dýrasögur tengjast Chuck Norris, meðal annars sú að skrölt­ ormur hafi eitt sinn bitið kappann.... og eftir þrjá kvalafulla daga... hafi skröltorm­ urinn drepist. Gamli harðhausinn mun víst hafa verið fyrsti maðurinn sem steig fæti sínum á Mars – sem sést af því þar finnst ekkert líf! Síðan eru sögur af öðrum toga. Flettir þú Chuck Norris upp í leitarvél Google finnst hann ekki – Chuck Norris finnur þig. Sagan segir enn fremur að Chuck Norris læri aldrei – hann viti allt fyrir fram. Það má meðal annars sjá af því að þegar Alexander Bell fann upp símann biðu þrjú „missed calls“ á síma upp­ finningamannsins. Og fyrst við erum farið að sletta ensku er best að láta einn fljóta með á móðurmálinu, enda verður hann trauðla þýddur: „Chuck Norris doesn´t flush the toilet, he scares the shit out of it.“ Það er því ekki í kot vísað að vera í hópi með þessum ofurmennum, að minnsta kosti kominn á sama ára­ tug og þeir – nema auðvitað hinn ódauðlegi Chuck Norris sem er orðinn enn eldri. Hann viðurkennir það bara ekki – og enginn þorir að segja honum frá því. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Stein unn Á sa, Með o kkar augu m 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið mitt F í t o n / S Í A Kaupum Á allra vörum gloss frá Dior og styrkjum börn með sjaldgæfa, ólæknandi sjúkdóma. Eitt, tvö, þrjú og það varst þú... Helgin 7.-9. september 2012 viðhorf 41

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.