Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 60

Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 60
44 heilsa Helgin 7.-9. september 2012 – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 08 16 0 8/ 12 Gildir til 30. september Lægra verð í Lyfju 15% afsláttur Nicotinell Tropical Fruit 204 stk. 4 mg: 7.598 kr. 204 stk. 2 mg: 5.454 kr. 24 stk. 2 mg: 799 kr. WU SHU ART TAI CHI KUNG FU FYRIR ALLA DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Í samstarfi við Kína -Capital Institute of Physical Education F í t o n / S Í A Kaupum Á allra vörum gloss frá Dior og styrkjum börn með sjaldgæfa, ólæknandi sjúkdóma. Eitt, tvö, þrjú og það varst þú... É g er heima í fæðingarorlofi og var dottin í brauð í öll mál og ákvað að gera eitthvað í því,“ segir Hildur Halldórsdóttir sem heldur úti vinsælli Facebook- síðu, Heilsudrykkir Hildar, þar sem hún setur daglega inn upp- skriftir af hollustudrykkjum. Hún gefur upp næringargildi drykkj- anna og gætir þess að þeir inni- haldi alltaf eitthvað prótein, góða fitu og séu ríkir af vítamínum og andoxunarefnum. „Upphaflega byrjaði ég á því að búa mér til safa þar sem ég var orðin þreytt á tilbreytingarlausu og einhæfu mataræði, brauð og aftur brauð alla daga. Síðan fór ég að leita mér upplýsinga á netinu og fannst ofboðslega leiðinlegt að fá allar uppskrifir sem mig langaði að prufa upp í amerískum einingum þ.e. oz og cups og þess háttar, auk þess sem lítið virtist vera um ein- faldar uppskrifitr á íslensku. Einn- ig fannst mér vanta næringarinni- hald þar sem að margir drykkir eru ótrúlega næringarríkir og eru í raun heil máltíð og kannski ekki margir sem átta sig á því. Ég byrj- aði að safna uppskriftunum mínum saman í word en fannst það ekki nógu hentugt og bjó því til þessa facebook síðu sem kom mjög vel út,“ segir Hildur. Hún tekur sjálf fallegar mynd- ir af öllum drykkjunum og segir auðvelt að finna uppskriftirnar út frá myndunum. Þeir eru flokkaðir í myndaalbúm eftir innihaldi: Hveiti- kímsdrykkir, skyrdrykkir, möndlu- og hnetudrykkir, grænir drykkir og allskonar drykkir. Hún segir að drykkirnir hafi skilað sér í mun betri líðan. „Þetta  Hollusta Heilsudrykkir Hildar vinsælir á Facebook Vildi fjölbreyttara mataræði Hildur Hall- dórsdóttir var heima í fæðingarorlofi og borðaði bara brauð með osti. Hún ákvað að taka sig á og fór að gera alls kyns hollustudrykki sem bættu líðan hennar til muna. Í kjölfarið stofnaði hún Facebook síðu, Heilsudrykkir Hildar, sem nýtur mikilla vinsælda. Uppáhald Hildar Möndlumangó (313 Kcal) 6,7 gr prótein, 56 gr kolvetni, 8,5 gr fita 20 gr möndlur (12 stk) sem hafa legið í bleyti 2 döðlur 2 dl frosið mangó (80 gr) 1 þroskaður banani spínat ca. 1 lúka, má vera meira eða minna goji-ber, má sleppa (1 tsk - 1 msk) Möndlurnar, goji-berin og döðlurnar settar í blandar- ann ásamt smá vatni og hrært þar til orðið mjúkt og flott, banana og mangó bætt saman við ásamt spínati og vatni eftir þörfum og hrært þar til vel blandað og rjómakennt. Mælt er með að borða daglega u.þ.b. 2-3 grömm af goji-berjum Talið er að andoxunarefnið polysaccharides í goji-berjunum sé sérlega afkastamikið, styrki frumurnar hratt og örugglega og styrki þar með ónæmiskerfið á undrahraða. Goji-berin innihalda flest þau næringarefni sem að við þurfum á að halda til að halda góðri heilsu. Að auki við andoxunarefnið polysaccharides, innihalda þau 500 sinnum meira C-vítamín en appelsínur, mjög hátt magn af karótíni, fjölda B-vítamína og E- vítamín. Einnig 18 amínósýrur og mikið af steinefnum, eins og sink, járn, kopar, kalk, selen, fosfór og fleiri nauðsynleg næringarefni. Hildur Halldórsdóttir segir að heilsudrykkirnir hjálpi sér að neyta fjölbreyttari og hollari fæðu. Hr. Bleikur - Uppáhald barnanna Hr. Bleikur (316 Kcal) 6,6 gr prótein, 63 gr kolvetni, 5 gr fita 1 frosinn banani 1 dl frosið mangó 350 ml kókosvatn Blandið þessu fyrst saman og hellið í glas Ekki skola blandarann, setjið næst: 10 gr möndlur sem hafa legið í bleyti yfir nótt (6 stk) 2 dl frosin jarðarber 1 dl frosin hindber Vatn eftir þörfum Byrjið á því að setja möndlurnar í blandarann og blandið þar til þær eru orðnar mjúkar, setjið þá jarðarber og hindber og vatn eins og þarf og blandið vel. Hellið yfir banana/mangó blönduna og hrærið aðeins í. Hressandi og fallegur drykkur sem gaman er að drekka og krökkum finnst hann frábær. Kókosvatnið inniheldur sérstaklega mikið kalium eða margfalt meira en t.d. bananar, er einnig með afar lágt sodium innihald. Kókosvatnið er basískur drykkur, hitaeiningasnautt og inniheldur kalk, magnesíum, kalíum og ýmislegt fleira sem er gott fyrir bein og taugar auk þess að innihalda enga fitu. Þá er vatnið ríkt af aminosýrum, vítamínum, stein- og snefilefnum og laust við öll aukaefni. hefur hjálpað mér mjög mikið og mér líður betur bæði andlega og líkamlega. Það er gott að byrja daginn á næringarríkum og bragðgóðum drykk í stað þess að fá sér bara brauð með osti eins og ég var dottin í. Ég var aðallega að hugsa um að borða eitthvað holl- ara,“ segir hún. Hildur býr til uppskriftirnar sjálf og reiknar út næringargildi drykkjanna enda segist hún alltaf hafa áhuga á hollustu. Aðspurð segist hún hafa fengið góð við- brögð við síðunni og fjölmörg skilaboð frá fólki sem segir að uppskriftirnar hafi hjálpa því við að bæta mataræði sitt. „Fólk seg- ir að því líði betur því það fái nú betri næringu og mataræðið sé fjölbreyttara. Þessi jákvæðu við- brögð hvetja mig áfram,“ segir hún. Hildur á tvær dætur, níu mán- aða og fjögurra ára. „Þær fá báð- ar heilsudrykki daglega og finnst þeir mjög góðir. Sú eldri biður reglulega um drykki: „má ég fá grænan“ eða „mig langar í bleik- an“, segir Hildur. Hildur heldur sjálf mest upp á avókadó og möndlur. „Ég nota hvort tveggja mjög mikið enda er það fullt af góðri fitu og möndl- urnar einnig ríkar af próteinum.“ Uppáhaldsdrykkurinn hennar er með möndlum, mangói, spínati, goji-berjum og vatni. Uppskriftin fylgir hér með.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.