Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 75
VÍSINDALEG
FRAMÞRÓUN
Extra-Firming
Day
Rannsóknir Clarins hafa
leitt í ljós það sem til þarf
til þess að viðhalda stinnri
húð.
Nýja Extra-Firming
dagkremið er eina kremið
frá Clarins sem er stút-
fullt af þykkni úr jurtum
sem byggja upp og styrkja
þéttleika húðarinnar.*
Andlitshúðin verður stinnari
og hrukkur minna sjáanlegar.
Haltu yfirbragði húðarinnar
stinnu. Minnkaðu línur. Sjáðu
af hverju eitt er selt á 8 sekúndna
fresti í heiminum.**
Clarins er frumkvöðull til
árangurs og í 1.sæti þegar
kemur að lúxushúðsnyrtivörum
á Evrópumarkaði.***
*Ex vivo próf. **Samkvæmt sölutölum,
allra vara í Extra Firming línunni.
***Heimild: European Forecasts.
Stinnari húð
þökk sé
Clarins
Syngur á tískuvikunni
í New York
Ritstýra japanska tískutímaritsins
Vogue, Anna Dello Russo sem
hefur titlað sjálfa sig sem Lady Gaga
tískuheimisins, mun frumflytja nýtt
lag á tískuvikunni í New York, í tilefni
nýrrar skartgripalínu sem hún hefur
hannað fyrir sænska tískurisann
H&M. Lagið sem fjallar um skart-
gripalínuna heitir Fashion Shower
og mun frumlegt tónlistarmyndband
fylgja með. Það var tekið af frægu
tískuljósmyndurunum Mert Alas og
Marcus Piggot.
Þetta er í fyrsta sinn sem Anna
reynir fyrir sér í söng og verður
fróðlegt að fylgjast með hvort hún
taki þetta sem aukastarf samhliða
ritstjórnarstörfum og skargripa-
hönnun.
Iris Apfel á hvíta
tjaldið
Kvikmynd um níræðu tískudrottn-
inguna Irish Apfel er væntanleg síðar
á árinu og fjallar hún mest um áhrif
hennar á tísku síðustu áratuga. Iris
hefur verið gríðarlega áberandi í
tískuheiminum gegnum tíðina og bara
á þessu ári hannaði hún litríka snyrti-
vörulínu fyrir Mac, hóf samstarf við
hátískuskóhönnuðinn Jimmi Choo og
hefur verið gestaritstýra tímaritsins
Rookie, svo fátt eitt sé nefnt.
Það verður því eflaust spennandi
að fá að fylgjast með ævi þessarar
áhugaverðu konu, sem hefur haft
svo mikil áhrif í tískuheiminum, í
væntanlegri kvikmynd.
Börnin
gera miklar
tískukröfur
Níræð tískudrottning, Iris Apfel.
tíska 59
Börn Nicole Richie segja hug sinn þegar
kemur að klæðaburði móðurinnar.
Fyrrum raunveruleikastjarnan og nú fatahönnuðurinn
Nicole Richie segir börn sín tvö vera kröfuhörðust
þegar kemur að fatavali. Nicole, sem er þekkt fyrir að
vera mikil tískudrottning, finnst erfitt að standast þær
ströngu kröfur sem börnin hennar, Harlow og Spar-
row, gera til hennar. „Fjögurra ára dóttir mín er mjög
erfið við mig og er ófeimin að segja sínar skoðanir. Um
daginn spurði hún mig hvort ég þyrfti endilega að fara
út í náttfötunum, þegar ég var í doppóttum buxum frá
hátískumerkinu Chanel. Hún á eflaust eftir að verða
mikil tískukona í framtíðinni.“
Helgin 7.-9. september 2012