Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 82
66 bíó Helgin 7.-9. september 2012
Anna
Gunndís
er fanta-
góð,
ákveðin
og
hrædd á
víxl, og
ákaflega
sjarmer-
andi við
erfiðar
aðstæð-
ur.
RIFF BíódómuR FRost
í ljósi tilhneigingar Íslendinga til þess að trúa á álfa, móra og skottur þjóðsagnar-arfsins og tíðra og óútskýrðra manns-
hvarfa, þar sem vor hrjóstruga jörð virðist
hafa gleypt fólk með húð og hári, er sérkenni-
legt að ekki hafi skapast sterk hefð í gerð
hryllingsmynda og skáldsagna á Íslandi.
Maður fór því með nokkurri eftirvæntingu
að sjá Frost í þeirri von að nú væri loksins
að því komið að spennutryllirinn með hroll-
vekjuívafi myndi hasla sér völl í íslenskri
kvikmyndagerð. Því miður er því ekki að
fagna og það mun þurfa eitthvað annað og
meira til þess.
Handritshöfundurinn Jón Atli Jónasson og
leikstjórinn Reynir Lyngdal sækja á kunnug-
leg mið í hryllingnum og að sjálfsögðu kemur
heimskautshrollurinn The Thing fyrst upp
í hugann. Þar, eins og í Frosti, er sagt frá
afdrifum rannsóknarhóps í einangraðri og
ískaldri auðn sem raskar ró illra afla sem
leggja þunga krumlu smitandi dauða yfir
mannskapinn. En þar sleppir samanburð-
inum þar sem sagan í Frosti nær aldrei flugi
og er stefnulaus og svo óræð að ógnin, sem
hefur alla burði til þess að verða eitthvað, er
alltaf fjarlæg og tekst ekki að skjóta áhorf-
andanum skelk í bringu sem skyldi.
Frásagnarmátinn er sóttur til mynda á
borð við The Blair Witch Project og Paranor-
mal Activity þar sem persónurnar sjálfar
skrásetja sögu sína með vídeómyndatökum.
Ekki ýkja frumlegt en býður upp á skemmti-
leg tilþrif með tökuvélarnar sem ýta undir
innilokunarkennd. Og þegar myndavélin
hristist og veltur á alla kanta magnar stíl-
bragðið vissulega upp örvæntingu þeirra
sem eru að filma sjálfa sig. Reynir á nokkra
góða spretti í þessum leik með tökuvélina
en hamagangurinn er stundum svo mikill að
einhverjir áhorfendur gætu fengið sjóriðu.
Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott og Frost á sín augnablik þar sem
ekki fer á milli mála að þarna er hæfileikafólk
á ferð. Heildin er samt bara svo stefnulaus og
beinlínis undarleg að hún gliðnar í sundur.
Handritið er snöggi bletturinn og slíkt kann
ekki góðri lukku að stýra. Með handrit sem
þetta í höndunum hefur Reynir verið eins og
villtur maður með bilað GPS-tæki í miðjum
snjóstormi.
Myndir af því tagi sem Frost virðist hafa
átt að sverja sig í ætt við treysta iðulega á
spennu eða viðbjóð frekar en góðan leik.
Í Frosti er þessu þveröfugt farið. Spennan
næst aldrei almennilega upp og hryllingur-
inn er takmarkaður en Björn Thors og Anna
Gunndís gera merkilega mikið úr því sem
þau hafa úr að moða. Anna Gunndís er fanta-
góð, ákveðin og hrædd á víxl, og ákaflega
sjarmerandi við erfiðar aðstæður. Þau Björn
renna eðlilega og tilgerðarlaust í hlutverk
ástfangna parsins og ná líka kærkomnum
kómískum sprettum þar sem Björn fer leik-
andi létt með hlutverk dæmigerðs karlmanns
sem veit ekkert í sinn haus og treystir í einu
og öllu á konuna sína þegar í harðbakkann
slær.
Þessi tvö draga Frost þangað sem hún
kemst og gera það með aðdáunarverðum
sóma þótt það sé vissulega synd að þau hafi
ekki fengið að njóta sín í öflugri umgjörð.
Frost er virðingarverð tilraun sem gengur
því miður ekki alveg upp.
Óvæntur og það sem í fyrstu virðist vera ánægjulegir endurfundir elskenda lengst uppi á jökli
snýst upp í háskaför þegar einhver undarleg óværa gerir vart við sig og hópur manna í rann-
sóknarleiðangri hverfur sporlaust. Því miður lögðu ekki aðeins persónur Frost upp í óvissuferð
þar sem kvikmyndagerðarliðið virðist einnig hafa týnst í snjónum og ruglingslegu handritinu.
Tilþrif og skemmtilegur samleikur Önnu Gunndísar Guðmundsdóttur og Björns Thors stendur upp
úr flóknum sköflum sögunnar og þau bjarga því sem bjargað verður.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Venju samkvæmt verður hægt að velja úr
aragrúa kvikmynda frá flestum heims-
hornum á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík en veislan hefst undir lok þessa
mánaðar. Fyrir kvikmyndaáhugafók er til
dæmis mikill fengur í heimildarmyndinni
Woody Allen: A Documentary, eftir Robert
B. Weide.
Allen er ákaflega hlédrægur maður sem
er lítið fyrir að berast á en féllst á að hleypa
Wade inn í sinn innsta hring með tökuvélina
á lofti. Allen veitir áhorfendum meðal
annars innsýn í það hvernig hann vinnur
handrit og gamla ritvélin sem hann skrifar
myndir sínar á kemur við sögu.
Sambandi Allens við leikara hans er
einnig gefinn gaumur og fjöldi stórstjarna
sem unnið hefur með honum í gegnum
árin kemur fram í myndinni. Þar á meðal
eru Scarlett Johansson, Diane Keaton,
Penélope Cruz, John Cusack og Larry
David.
Woody Allen opnar sig
Robert B. Weide opnar áhorfendum einstaka sýn inn í heim Woodys Allen.
Áhorfendur úti í kuldanum
Ill öfl leynast í myrkrinu í Frosti en ná ekki að brjótast í gegnum flókna söguna.
FRumsýnd HasaRInn HelduR áFRam án Jason BouRne
Arfleið Ludlums
Á árabilinu 1980 til 1990 sendi
bandaríski spennusagnahöfund-
urinn Robert Ludlum frá sér þrjá
bækur um ofurnjósnarann Jason
Bourne, The Bourne Identity, The
Bourne Supremacy og The Bourne
Ultimatum.
Bourne hét réttu nafni David
Webb en gerði sér upp persónuna
Jason Bourne í tilraun sinni til þess
að hafa hendur í hári hins alræmda
hryðjuverkamanns Carlosar, eða
Sjakalans. Í upphafi fyrstu bókar-
innar var Webb minnislaus og vissi
ekkert um sjálfan sig en kom sér á
óvart með því hversu úrræðagóður
hann var, vopnfimur og snjall í slags-
málum.
Bækurnar þrjár voru kvikmyndað-
ar á árunum 2002 til 2007 með Matt
Damon í hlutverki Bourne. Mynd-
irnar áttu að vísu sárafátt sameigin-
legt með bókum Ludlums annað en
titlana, nafn aðalpersónunnar og þá
staðreynd að Damon var minnislaus
í upphafi myndaflokksins sem hefur
notið gríðarlegra vinsælda.
Í myndunum snerist Bourne gegn
yfirboðurum sínum sem vildu hann
ólmir feigan. Handritshöfundur
fyrstu myndanna þriggja hefur nú
tekið við bálknum og leikstýrir
The Bourne Legacy. Þótt Bourne
og hans brölt leynist í bakgrunni
myndarinnar eru hann og Matt
Damon fjarri góðu gamni og nú er
fókusinn á Jeremy Renner í hlut-
verki álíka ofurnjósnara og Bourne,
Aaron Cross.
Cross áttar sig á því að margt er
á huldu um fortíð hans og á meðan
Bourne gerir yfirboðurum sínum
lífið leitt er ákveðið að uppræta alla
njósnara af hans sauðahúsi og þar
með er Cross orðinn skotmark yfir-
valda. En rétt eins og Jason Bourne
snýr hann vörn í sókn og verður
ekki komið í hel auðveldlega.
Jeremy Renner leysir Matt Damon af í The Bourne Legacy. Sjálfur Jason
Bourne situr hjá í þessari umferð og Aaron Cross er í eldlínunni.
Ingvar Þórðarson
fulltrúi dómnefndar,
Erlingur Jack
Guðmundsson fram-
leiðandi (Grafir og
bein), Haukur M.
leikstjóri (Mission
to Mars), Ingimar
Elíasson leikstjóri
(Móðir) og Ómar Örn
Hauksson leikstjóri
(Undying Love).
stuttmyndadagaR
Mission to Mars sigraði
Mission to Mars
eftir Hauk M.
sigraði á Stutt-
myndadögum í
Reykjavík 2012.
Anton Sigurðsson
var í öðru sæti með
Grafir og bein og
í þriðja sæti var
zombiesplatterinn
Undying Love
eftir Ómar Örn
Hauksson.
Stuttmyndadag-
arnir eru árviss
viðburður og
þeir fóru fram í
byrjun vikunnar.
Sextán stutt-
myndir kepptu um
þrenn verðlaun
dómnefndar auk
þess sem sérstök
áhorfendaverð-
laun voru veitt
en þau hreppti
myndin Móðir eftir
Ingimar Elíasson.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS MIÐASALA: 412 7711
KOMDU Í KLÚBBINN!
bioparadis.is/klubburinn
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
ÁFRAM Í BÍÓ PARADÍS!
KÓNGAGLENNA
(EN KONGELIG AFFÆRE)
ÞAU BREYTTU SÖGU
DANMERKUR AÐ EILÍFU!
STÆRSTA MYND DANA
Á ÞESSU ÁRI
TILNEFND TIL
KVIKMYNDAVERÐLAUNA
NORÐURLANDARÁÐS