Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 84

Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 84
68 bækur Helgin 7.-9. september 2012  RitdómuR Þokan Nýjasta bók danska spennusagnahöfundarins Jussi Adler-Olsen, Flösku- skeyti frá P, var söluhæsta bókin í Eymundsson í síðustu viku. Hún velti úr sessi Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson sem setið hefur á toppnum undanfarið. Jussi á toppinn  RitdómuR kona tíguRsins t éa Obreht vakti alþjóðlega athygli þegar hún bráðung tók við Or-ange-verðlaununum í fyrra. Saga hennar um konu tígursins var þá komin út fyrir stuttu, nú er hún komin út í af- bragðs þýðingu Guðna Kolbeinssonar hjá forlagi JPV. Þrír meginþræðir eru raktir í skáld- sögunni. Sögumaður, ungur læknir, er á ferð um stríðshrjáð héruð Serbíu með samstarfskonu sinni með lyf og sætindi svo lokka megi hrjáð börn. Á einum áfangastaðnum sér hún til hóps manna sem leitar að líki í vínviðarekru. Þar ber- ast henni líka þau tíðindi að afi hennar, læknir á eftirlaunum, hafi farið að heiman og látist í ókunnu þorpi. Hún fer þangað til að hafa upp á reitum hans. Hún rekur svo bernskuár sín í skjóli afans með upphafsþemanu: heimsóknum þeirra í dýragarð til að heimsækja tígrisdýr sem þar er haldið. Jafnframt segir hún okkur sögu afans með nokkrum útúrdúrum um örlög þorpsins þar sem hann ólst upp. Að baki þessum þremur þráðum er lands- lag Serbíu, vetur sumar vor og haust. Lifnaðarhættir smábænda og þorpsbúa í skugga stöðugra stríðsátaka. Af útúrdúr- unum er fyrirferðarmest sagan af tígris- dýri úr dýragarði sem sleppur og leggst út í nágrenni við bernskustöðvar afans. Kona tígursins er heillandi saga, feiki- lega vel fléttuð, skrifuð af miklu innsæi, skarpri sjón og lifandi frásögn í stóru og smáu, glæsileg í austrænni sviphend- ingu sem kann að vera ein ástæða þess að hún naut þegar við útgáfu aðdáunar, hér er brugðið upp heimsmynd sem er okkur fjarlæg og textar sem sækja við- fangsefni sitt inn á Balkanskagann eru fátíðir. Sjarmi verksins felst í því hversu margbrotin sú mynd er sem skáldkonan dregur upp með íburðarmiklum ljóðræn- um texta sem er sneisafullur af lifandi smáatriðum sem um síðir raðast í stóra mynd þegar allir þræðir bindast saman í sögulok. Þá fyrst taka útúrdúrarnir, sem framan af virðast sumir utan við sögu- heildina, að skipta máli. Það er mikil tortíming í sögunni: dauðinn — sú brosmilda skepna — er á ferli í heitu húmi sumars og grósku, kafar skafla um snjóþunga kalda vetur. Fólklór, hindurvitni og þjóðsögur, eru ívaf í sögutímann í öllum þráðunum, jafn- vel þegar stungið er kassettu í spilara og Bob Dylan eða Bruce Springsteen taka lagið. Sagan teygist allt aftur fyrir stríð, jafnvel enn lengra, aftur til veldis Ot- tómana á þessum slóðum og svo hingað til skipulagðra loftárása á serbneskar borgir, þjóðernishreinsanir: unglingur fer í útilegu með félögum sínum, veit ekki að þeir ganga erinda dauðasveita, og lík hans er skilið eftir í ruslagámi við heim- reið foreldranna. Við lesturinn hvarflaði hugurinn til þýðingar á Brúnni yfir Drinu eftir Ivo Andriç sem kom út hér á landi fyrir nær hálfri öld: hvað hefur verið þýtt hér af serbneskum bókmenntum síðan? Því Théa er serbneskur höfundur, þótt hún hafi alið aldur sinn lengst af í Banda- ríkjunum, saga hennar er útlagasaga. Hún sviptir hulu af heimi sem okkur er allajafna falinn, sem við þurfum ekki að gleyma því við þekkjum hann ekki. Útgáfa Konu tígursins er einstakt fagnaðarefni, gæði verksins þess eðlis að sagan heimtar beinlínis að hún sé lesin aftur svo sterkur keimur hennar af sorg, lífsfögnuði, hatri og ást verði numinn og metinn til fulls. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Brosmild skepna Komið er út ljóðaúrval eftir Jón Óskar (1921-1998) á forlagi Máls og menningar. Útgáfan dregur dám af útliti ljóðabókar hans frá 1958 sem var skreytt af Kristjáni Davíðssyni sem er nú fágætur listagripur. Ljóðaúrvalið er með inngangi eftir Sigurð Ingólfs- son, birtir ritaskrá Jóns, bæði ljóðabækur, laust mál og þýðingar, en svo eru þar birt valin ljóð úr sex ljóðabókum hans , flest úr Skrifað í vindinn frá 1953 og Nóttin á herðum okkar frá 1958. Þá fylgir í bókarlok minningaskrá. Jón Óskar var mikilhæfur og mikilvægur bókmenntamaður sem tók virkan þátt í formbyltingu sjötta áratugsins, bæði með opinberri umræðu, þýðingum og sem höfundur ljóða. Þá eru endur- minningar hans merkileg heimild um þroskatíma hans. Úrval ljóða hans í nýrri útgáfu er kærkomið. Laufin, trén og vindarnir Ljóðaútgáfa fer fram með hljóðlátari hætti en önnur útgáfa sem treystir á stærri lesendahóp og leyfir því meira glamur með tilstyrk auglýsingaiðnaðarins: á þessu hausti hafa borist til blaðsins þrjár nýjar ljóðabækur: Árni Larsson kom fyrst fram um 1970 og heyrir til þeim skáldahópi sem þá hóf sinn feril á ljóðlist þótt flestir þeirra sneru sér fljótt að öðru. Hann hefur gefið út níu ljóðabækur frá því Leikfang vindanna kom út 1974. Nýja safnið hans kallar hann Ég get ekki gefið þér næturhimin fullan af stjörnum ... en hafðu þetta skömmin þín. Ljóðasmiðjan sf. gefur út. Eldhús ömmu Rún heitir níunda ljóðabók Sigmundar Ernis Rúnarssonar og kemur út á forlagi Uppheima. Hann yrkir um Akureyri bernsku sinnar. Nýr dagur heitir þriðja ljóðabók Þórarins Hannessonar sem komin er út hjá Uglu-útgáfu og geymir 54 stök ljóð sem falla í fjóra flokka. Og þá er að vona að ljóðið rati til sinna. Tími ljóðsins Útgáfan Rúnatýr sendi frá sér tvær bækur snemma vors, Þokuna eftir Þorstein Mar, og sögusafn eftir H.P. Lovecraft. Snoturlega útgefn- ar bækur sem nokkuð nýnæmi er af á íslensk- um markaði. Lovecraft er mikill kólfur meðal amerískra hryllingsbókmennta, skóp sinn eigin heim sem afsprengi gotneskra skáldsagna. Síðgotungur á því sviði skemmtibókmennta sem svona eftir á að hyggja virðast hafa orðið til í kolamekki stórborga álfunnar beggja megin hafs þegar annað var ekki að brenna og reykur lá nætur og daga yfir götum og torgum. Þokan er enda gerningaveður sem leggst yfir Reykjavík (sögutíminn virðist vera skömmu fyrir 1970) þegar mannautt skip er dregið til lands eftir stefnulaust rek á Faxaflóa. Höfundurinn eys af gömlum brunnum í sögunni: hér leitar okkúltisti að Rauðskinnu og þekkir helstu galdrahandrit og bækur að fornu og nýju. Rannsóknarlögga verður að játa huliðsheima við rannsókn morð- máls, grimm skepna stikar götur borgarinnar í svartaþoku og rífur menn í sundur í Skipasundi og á Hverfisgötu. Þetta er svona stöff, gamal- dags en ekki illa upphugsað. Stíll höfundarins er líka fornlegur, bólginn víða og persónusköpun öll í ytri lýsingum máluð sterkum litum eins og hefur lengi tilheyrt þessum geira afþreyingar- bóka. En allt er þetta gamalkunnugt. Nú er það kunnugt að þessum geira hefur lengi fylgt þetta einkenni. Þeir sem leggja stund á slík skrif halda sig staðfastir innan geirans, Þorsteinn Mar hlýtur að vera þess fullviss að hann er að fylgja hefð sem er í bága við flest skrif okkar daga nema ef vera skyldi hrein af- þreying í seríum á borð við Rauðu ástarsögurnar og nýbura í blóðsögulitteratúr sem er þeim skyldur. Sögur af þessu tagi henta ef til vill ung- lingum sem hluti af þeim óhugnaðarheim sem sem gelgjan er sólgin í um þessar mundir með tilheyrandi sundrun og grimmd. Þokan er ekki markaðssett þannig. Hún er á boðstólum sem lesefni fyrir fullorðna og verður því að leggjast undir almennar stikur. Gamaldags söguefni er höndlað með aldinni frásagnartækni, frásögnin fellur beint undir stíl Basil fursta og félaga. Og þó lofsverð sé fjölbreytni útgáfuflórunnar er efast um að þessi tök dugi okkar tíma til mikils lestraráhuga. -pbb Gamalt vín í nýjum belg  kona tígursins Téa Obreht Guðni Kolbeinsson þýddi. JPV, 360 s. 2012.  Þokan Þorsteinn Mar Rúnatýr, 215 bls. 2012. Heillandi saga, feikilega vel fléttuð, skrifuð af miklu innsæi, skarpri sjón og lifandi frásögn í stóru og smáu. Téa Obreht. Þetta er svona stöff, gamaldags en ekki illa upphugsað. ... En allt er þetta gamal- kunnugt. Sigmundur Ernir Rúnarsson. F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Hjóni n Mar grét o g Kris tján, Reyk javíku rvegi 25 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið okka r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.