Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 86
Davíð Þór
sendir
frá sér
skáldsögu
og fólk býst
við bítandi
samfélags-
satíru og
mein-
hæðinni
þjóðfélags-
ádeilu!.“
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
4
3
2
5
9
568 8000 | borgarleikhus.is
„Spen
ahóp
urinn
“
Vinirn
ir á h
eima
vistar
gang
inum
„Spe
na“
í MA 1
964–
1968
og ko
nur þ
eirra
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
okka
r
Ummyndun systra
Systurnar Ólöf og Sigrún Einarsdætur
opna sýninguna Ummyndun í Gerðubergi á
laugardaginn klukkan 14. Þær hafa í gegnum
tíðina haft mikil samskipti í listsköpun sinni
og fyrir um tíu árum fóru þær að tefla saman
textíl og gleri í sama verkinu. Þær leggja
áherslu á að jafnvægi ríki, þannig að efnin
bæti hvort annað upp í stað þess að slást eða
yfirgnæfa hvort annað.
Ólöf og Sigrún sækja gjarnan innblástur í
náttúru Íslands og ekki síst í hin ótemjanlegu
innri öfl hennar.
Sýningin Ummyndun er á efri hæð Gerðu-
bergs og stendur til 28. október. Sýningarnar
eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar
frá 13-16.
Sóprankonur síðdegis
Sópransöngkonurnar Hulda Björk
Garðarsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir
og Björg Þórhallsdóttir flytja þekktar
íslenskar einsöngsperlur við undirleik
Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara
á síðdegistónleikunum Íslenskt? Já takk!
í Salnum í september.
Hulda Björk steig á svið síðastliðinn
miðviku-
dag og í
næstu viku
kemur
röðin að
Hallveigu
sem flytur
íslensk
þjóðlög.
Björk tekur
síðan við
miðviku-
daginn 19.
september og syngur perlur íslenskra
sönglaga.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17.30
næstu tvö miðvikudagssíðdegi.
Davíð Þór Jóns-
son, guðfræð-
ingur og rithöf-
undur, bíður ekki
eftir brauðinu
heldur fer utan
til að vinna við
ritstörf í faðmi
frúarinnar.
Hann dreymir
um frekari störf
innan kirkjunnar
en í sumar var
hann þjónn
hennar á Seyðis-
firði. Löggu- og
kokkaþættirnir á
skjánum heilluðu
hann ekki svo
hann skellti í
vísindaskáldsögu
sem kemur út í
október.
D avíð Þór Jónsson, guðfræðingur og rithöfundur, hefur gefist upp á fjar-búðinni frá Þórunni Grétu Sigurðar-
dóttur, konu sinni til sjö ára og fimm daga,
og ætlar að flytja á eftir henni til Hamborgar
í Þýskalandi. Þórunn Gréta er þar í meistara-
námi við tónlistarháskólann.
„Ég er aftur að fara að vinna við þýðingar
og ritstörf. Ég get unnið við það hvar sem er í
heiminum og ástæðulaust að reka tvö heimili
og hafa hafið á milli okkar,“ segir Davíð.
„Ráðningu minni fyrir austan er lokið og
þó að fjarbúð hafi verið dýrmæt reynsla er
óþarfi að halda henni áfram,“ segir Davíð
Þór sem sinnti Guði og mönnum á Seyðis-
firði í sex mánuði. Hann vann fyrir Þjóðkirkj-
una og dreymir um brauð – fast starf innan
kirkjunnar – þótt samkeppnin sé hörð.
„Það leggur enginn á sig að taka meistara-
próf í fagi sem hann langar ekki að vinna
við.“
Spurður hvort fortíðin þvælist fyrir
honum, en Davíð Þór hefur víða komið við,
meðal annars ritstýrt kynlífstímariti. „Eins
og gengur og gerist opnar fortíðin ákveðnar
dyr og lokar öðrum,“ svarar hann. „En þvert
á móti hefur mér fundist sem fólki finnist
traustvekjandi að kirkjunnar þjónn hafi pínu-
litla reynslu af lífinu líka – hafi ekki skriðið
beint úr skóla í bómull kirkjunnar og varð-
veittur þar allt sitt líf.“
En þótt Davíð Þór sé farinn kemur hann
aftur í október þegar bókin hans, Orrustan
um Fold, verður gefin út. „Þetta er vísinda-
skáldsaga um geimvíkinga og risakóngulær
sem berjast um yfirráðin á litlu tungli sem
snýst um stóra reikistjörnu í fjarlægu sól-
kerfi einhvern tímann í framtíðinni.“
Hverjir eru í líki geimvíkinga og hverjir
risakóngulóa? „Davíð Þór sendir frá sér
skáldsögu og fólk býst við bítandi samfélags-
satíru og meinhæðinni þjóðfélagsádeilu!
Þetta er eins og þegar Halldór Laxness var
spurður að því hvað strompurinn stæði fyrir
í Strompleiknum,“ svarar Davíð og leikur
skáldið: „Ég held hann standi nú aðallega
fyrir reykháf, svaraði skáldið.“ Hann viður-
kennir þó að vera að varpa fram siðferðis-
legum spurningum.
„Risakóngulærnar eru framandi vits-
munaverur. Og þó að ég teikni þær upp sem
risakóngulær eru þær í eðli sínu ekkert
öðruvísi en framandi vitsmunaverur sem við
dílum við á hverjum einasta degi í okkar lífi.
Við köllum þær annað fólk. Stundum hjálpar
okkur að flokka þessar verur og kalla þær
femínista, homma, múslíma, anarkista eða
„whatever“.“
Davíð Þór telur að nú sé runninn upp tími
íslenskra höfunda vísindasagna, rétt eins og
gerðist hjá glæpasagnahöfundum.
„Fyrst og fremst er þetta saga sem hefur
upphaf og endi; er ævintýri. Betri ástarsaga
en Twilight. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“
Davíð ætlar ekki að fygjast með jólabóka-
sölunni úr návígi. „Ég geri ráð fyrir að koma
aftur með vorinu.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Viðtal Farinn Frá Fróni en skilur eFtir sig FolD
Davíð Þór eltir ástina
sína til Þýskalands
Davíð Þór Jónsson og
Þórunn Gréta Sigurðardóttir
eru hætt í fjarbúð og ætla
að verja vetrinum saman.
Samband þeirra er sjö ára
og fimm daga gamalt – upp
á dag, sértu að lesa þetta á
föstudegi. Mynd/Hari
Minningaleiftur frá Skólavörðuholti
Útimyndlistarsýningarnar á Skólavörðuholti 1967 - 1972
brutu blað í sögu höggmyndalistar á Íslandi og voru jafn-
framt jarðvegurinn sem Myndhöggvarafélagið spratt upp
úr. Sýningarnar fimm voru víðfeðmar. Fjörutíu og fimm
listamenn á aldrinum 17–75 ára tóku þátt. Eldri kynslóð
virtra listamanna, ungir róttækir listamenn, listnemar og
áhugamenn sýndu hlið við hlið verk sem spönnuðu mikla
vídd í aðferðarfræði, inntaki og efni.
Nú, um fjörutíu árum síðar, er kominn tími til að skoða
og endurskoða þennan merka listviðburð. Ámundarsalur,
hús Ásmundar Sveinssonar á Skólavörðuholti sem nú hýsir
Listasafn ASÍ, var vagga sýninganna og því þykir við-
eigandi að minnast þeirra í þessu sögufræga húsi.
Á sýningunni verða nokkur þeirra verka sem sýnd voru
á Holtinu, m.a. eftir Diter Roth, Hallstein Sigurðsson, Inga
Hrafn Hauksson, Jón Gunnar Árnason, Jón B. Jónsson, Ragnar Kjartansson, Sigrúnu
Guðmundsdóttur, Sigurjón Ólafsson og Þorbjörgu Pálsdóttur. Stór hluti verkanna
er ekki lengur til svo sem Flugan hans Magnúsar Tómassonar og Súperþvottavélin
hennar Rósku og verður mörgum þeirra gerð skil með ljósmyndum og öðrum
heimildum.
Sýningin verður opnuð á laugardaginn klukkan 15 og stendur til 30. september.
Verk Rósku á úti-
myndlistarsýningu á
Skólavörðuholti.
alþýðuóperan serpina tekur VölDin
Útsmogin og hættuleg kona
Alþýðuóperan frumsýndi gamanóperuna
Ráðskonuríki á Café Rósenberg í síðustu
viku en tilgangur Alþýðuóperunnar er
ekki síst að færa óperuna nær fólki og
því er verkið flutt á vægast sagt óhef-
bundnum óperustað, eins og Rósenberg.
„Þetta var bara æðislegt,“ segir
Ísabella Leifsdóttir um frumsýningu
Alþýðuóperunnar á verkinu Serpína
stjórnar hér. „Við sungum fyrir fullu húsi
á Kaffi Rósenberg og þetta gekk vonum
framar og við vorum ótrúlega ánægð
með hversu lifandi salurinn var.“
Ráðskonuríki fjallar um þjónustu-
stúlkuna Serpinu en henni þykir hún
hafa heldur lítil völd á heimili sínu og
einsetur sér að verða þar húsfrú með
því að giftast húsráðandanum, Uberto.
Ísabella og Hanna Þóra Guðbrandsdótt-
ir skiptast á að syngja hlutverk Serpinu.
Jón Svavar Jósefsson syngur Uberto á
móti Ísabellu en Steinþór Jasonarson
er í skóm Ubertos þegar hann mætir
Hönnu Þóru.
„Serpina er ansi útsmogin og hættu-
leg, eins og nafnið gefur til kynna, en
auðvitað þykir mér vænst um hana,“
segir Ísabella um persónuna. „Hún er
frekar vafasöm, táldregur karlinn og
dregur hann á asnaeyrunum.“
Ísabella er einn stofnenda Alþýðuóper-
unnar en hún kynntist hugmyndinni
um alþýðuóperur þegar hún lærði og
starfaði í Bretlandi. „Þar var mikið um
að óperur væru sýndar á óvenjulegum
stöðum. Ég held að það breyti einhvern
veginn viðhorfum fólks, kannski ómeð-
vitað, til óperunnar. Það verður aðeins
afslappaðra þegar það þarf ekki að fara
í sparifötin og sitja kannski í þrjá tíma,“
segir Ísabella og bætir við: „Ég er viss
um að fullt af fólki sem kemur á þessa
sýningu hafi aldrei farið áður á óperu en
þetta verður kannski kveikjan að því að
það fari í Íslensku óperuna.“
Ísabella Leifsdóttir og Hanna Þóra Guðbrands-
dóttir skiptast á að syngja hina útsmognu
Serpinu.
Hún er
frekar
vafasöm,
táldregur
karlinn.
70 menning Helgin 7.-9. september 2012