Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 90

Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 90
F í t o n / S Í A Kaupum Á allra vörum gloss frá Dior og styrkjum börn með sjaldgæfa, ólæknandi sjúkdóma. Eitt, tvö, þrjú og það varst þú... Það kostar líka að Þvo sjálfur! láttu okkur sjá um þínar skyrtur. 350 kr. skyrtan hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur - nú á þremur stöðum Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús Lára gefur út kabarettplötu Söng- og leikkonan Lára Sveinsdóttir þótti standa sig frábærlega í hlutverki Judy Gar- land í kabarett sem hún setti upp í fyrra. Nú hefur hún gefið út plötu með tónlistinni úr sýningunni. Platan var tekin upp í Sundlauginni hjá Bigga sundlaugarverði og Kjartani Sveins- syni, kenndum við Sigur Rós, sem er bróðir Láru. Tónlistin í sýningunni var sérstaklega útsett fyrir sex manna hljómsveit undir stjórn Úlfs Eldjárns og leikur sveitin að sjálfsögðu undir á disknum. Í tilefni af útkomu plötunnar, sem fæst í öllum betri hljómplötuverslunum, verða Lára og hennar fólk með tvær sýningar á Judy Garland Kabarett í Þjóðleikhúskjallar- anum. Sýningarnar verða 14. og 16. september næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu kabarettsins. Lára Sveinsdóttir samdi leiktexta kabarettsins út frá ævisögum, við- tölum og upptökum sem til eru af Judy Garland. „Þetta hefur gengið framar vonum. Við erum komin með 32 prósent af upphæðinni á tæpri viku,“ segir Egill Viðarsson, söngvari hljómsveitarinnar Nóru. Meðlimir sveitarinnar eru nú að legga lokahönd á aðra breiðskífu sína. Fóru þeir nýstárlega leið til að afla fjár fyrir útgáfuna. Áhugasamir geta heitið á bandið á Pledgemusic.com og markmiðið er að safna um hálfri milljón króna. Lægsta framlagið tryggir eintak af plötunni. Fyrir aðeins hærri upp- hæð fær maður fyrri plötu sveitarinnar með í kaup- unum. Og fyrir 250 dollara, um 30 þúsund krónur, geta áhugasamir keypt sér matarboð með meðlim- um Nóru. „Bassaleikarinn okkar er kokkur, hann getur gert þetta almennilega,“ segir Egill. Fyrri plata Nóru kom út fyrir tveimur árum en vinna við þá næstu hefur staðið í um það bil ár. Egill segir að meira sé lagt í allt nú þó tónlistin flokkist áfram sem melódískt rokk. „Þetta verður einhver epík – það er allt stærra núna.“ Platan mun kallast Himinbrim en í vikunni var fyrsta lagið af henni, Sporvagnar, sett inn á Gogoyoko þar sem hægt er að hlusta á það. Þeir sem taka þátt á Pled- gemusic ættu að fá plötuna rafrænt í lok mánaðar- ins. Diskurinn kemur svo út í október. „Alla vega fyrir Airwaves. Svo verður mikil spilamennska hjá okkur,“ segir Egill. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  TónlisT HljómsveiTin nóra fer frumlegar leiðir við plöTuúTgáfu Safna hálfri milljón á netinu Önnur plata Nóru kemur út í næsta mánuði. Hún er að hluta til fjármögnuð í gegnum netið, á Pledgemusic.com/projects/nora.  KrisTjana sKúladóTTir Í Kjólum sTrÍðssöngKvennanna Tómt fjósið var leiksvið æskunnar Leikkonan Kristjana Skúladóttir hélt í vor tónleika sem hún nefndi Söngkonur stríðsáranna þar sem hún söng lög sem valkyrjur á borð við Marlene Dietrich, Vera Lynn, Edith Piaf og fleiri gerðu vinsæl á stríðsárunum. Tónleikarnir fengu svo góðar undirtektir að hún hefur gefið lögin út á geisladiski og ætlar að endurtaka leikinn og fylgja plötunni eftir með tónleikum í Iðnó. Kristjana Skúladóttir gerði það gott með tónleikum sínum Söngkonur stríðsáranna í vor og er búin að gefa lögin sem hún söng þar út á geisladiski. Þ að má kalla þetta „show“ þar sem ég segi einnig frá þessum afrekskon-um sem tróðu upp á átakasvæðum til þess að stappa stálinu í hermennina,“ segir Kristjana. „Þetta voru konur sem stóðu á hliðarlínunni í átökum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Með söng sínum skildu þær oft á milli þess hvort hermenn, örmagna á sál og líkama, gæfust upp eða ekki. Þær voru á staðnum, gáfu af sér eins og þær gátu og hvöttu liðið áfram í baráttunni gegn ógninni sem var á góðri leið með að kaffæra Evrópu alla,“ segir Kristjana og bætir við að Mar- lene Dietrich hafi ekki látið sitt eftir liggja þótt staða hennar væri óneitanlega sérstök þar sem hún var þýsk en hvatti bandamenn til dáða. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í kvöld, föstudagskvöld og Kristjana segist syngja lögin á sinn hátt og hún reyni hvorki að leika né stæla konurnar sem hún vill heiðra með tónleikunum. „Ég brýt líka dagskrána upp með því að segja frá því sem var að gerast í tónlistarlífinu á Íslandi á stríðsár- unum og þar kemur Hallbjörg Bjarnadóttir að sjálfsögðu við sögu, eins skemmtilegur og skrautlegur persónuleiki og hún var.“ Fyrsta hlutverk Kristjönu á sviði eftir útskrift úr Leiklistardeild LHÍ var Rómeó og Júlía með Vesturportshópnum. „Enda voru bekkjarsystkyni mín kjarninn í þeim hópi.“ Kristjana ólst upp á bænum Mið- felli í Hrunamannahreppi. „Þar mjólkaði ég kýrnar og var byrjuð að vinna á traktor tólf ára gömul.“ Og leikkonudraumurinn vaknaði snemma hjá sveitastelpunni. „Það var sérstaklega gaman á vorin þegar búið var að sleppa beljunum lausum. Hljóm- burðurinn í tómu fjósinu var nefnilega svo góður að ég gat hangið þar endalaust og sungið fyrir sjálfa mig.“ Kristjana á þrjú börn, tíu, átta og tveggja ára og er gengin fjóran og hálfan mánuð með sitt fjórða barn. Hún segist líf sitt, frá því hún útskrifaðist, hafa snúist um að finna jafnvægi milli móðurhlutverksins og listarinnar. „Þetta getur verið snúið en ég held að stóra málið sé að leita ekki langt yfir skammt að hamingjunni. Að njóta lífs- ins eins og það er og missa ekki af gjöf- unum sem felast í augnablikinu,“ segir Kristjana sem nýtur þess engu að síður að horfa til fortíðar til kvenna sem hún hefur í hávegum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Þetta getur verið snúið en ég held að stóra málið sé að leita ekki langt yfir skammt að ham- ingjunni. 74 tónlist Helgin 7.-9. september 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.