Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 92

Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 92
Saga Garðarsdóttir á 1.055 vini á Facebook. Hún tók sér mánaðarfrí frá Facebook í sumar og fór fyrir vikið fyrr að sofa á kvöldin. Ljósmynd/Hari  Í takt við tÍmann Saga garðarSdóttir leikkona iPhone er besti vinur minn og sálusorgari Saga Garðarsdóttir er 25 ára nýútskrifuð leikkona sem vinnur þessa stundina að fyrirlestri um heilann sem hún fékk Rannís-styrk til að gera ásamt vinkonu sinni. Framundan er svo frumsýning á Ráðskonuríki með Alþýðuóperunni og eftir áramót fer hún að leika í Þjóðleikhúsinu. Staðalbúnaður Ég á eiginlega aldrei neina peninga og kaupi þar af leiðandi ekki mikið af fötum. Ég er svo lukkuleg að ég á hæfileikaríka vinkonu sem prjón- ar á mig allt sem ég fæ ekki gefins frá ríkum karlmönn- um. Ef ég ætti hins vegar peninga myndi ég kaupa allt í Líber sem er ástríkasta búðin í bænum. Ég er mjög skotin í litum og langar iðulega að klæða mig þannig að ef ég væri í stríði þá væri ég skotin fyrst. Ég er ekki með bílpróf og ferðast því eiginlega alltaf um á hjóli. Nema þegar ég þarf að komast lengra en til Hellu, þá þarf ég að treysta á vel gefna vini og kunningja. Hugbúnaður Ég fer mikið í leikhús, í Óperuna og á aðra hámenningarviðburði. Ég gubba ef ég kemst í tæri við lágmenningu. Söfn höfða mjög til mín enda nýt ég mín best innan um átjándu aldar list – hún dregur fram það besta í mínu fari. Stundum fer ég í bíó með miðaldra móður minni og þá förum við alltaf í Bíó Paradís. Annars lyfti ég mjög þungum lóðum og hjálpa gömlum konum yfir götur. Ég er félagi í bindindisfélaginu Æskunni og við skemmtum okkur aðallega heima fyrir. En stundum fer ég í afmæli – það finnst mér gaman. Vélbúnaður Sko, ég hef alltaf verið algjör vanviti með tæki og er eiginlega hrædd við rafmagn. Ég fékk gefins gamla PC-tölvu í stúd- entsgjöf sem ég nota grimmt. Í fyrra- sumar, þegar ég vann á auglýsingaskrif- stofu, var ég lögð í einelti af aggressívu eplatölvuliði sem var alltaf að senda mér flókna fæla sem tölvan mín réð ekki við. Hins vegar á ég ótrúlega fallegan og gáf- aðan snjallsíma, iPhone. Hann er bæði besti vinur minn og sálusorgari. Með honum Instagrammaði ég mig aftur inn í félagslífið. Ég var nefnilega svo virk á Facebook að ég þurfti að taka mér mánaðarfrí í sumar, svona detox-frí. Það er frábært að taka sér frí frá Facebook ef þú vilt missa af atvinnutækifærum og fleiru en rækta samskipti þín við nærhópinn og fara fyrr að sofa. Maður hættir samt ekkert að vera á netinu þó maður taki sér svona frí, ég gúgglaði bara meira, gúgglaði mig í gegnum erfiðustu stundirnar. Aukabúnaður Ég fór til Parísar í sumar og fann mig. Uppáhaldsstaðurinn minn er á sviði, öll sviðin. Áhugamál mín eru að drekka te með foreldrum mínum og vera í kjör- þyngd en uppáhaldsmaturinn minn er súkkulaðitruflur. Ég reyni að fara á dýrasta staðinn hverja stundina þegar ég fer út. Perlan er í miklu uppáhaldi hjá mér og prinsessunum mínum. Ég nota ekki snyrtivörur en ég nota rakakrem. Og vatn og ég fer stundum í bað. 76 dægurmál Helgin 7.-9. september 2012  danS Un Women námSkeið Í BaðhúSinU Fjölbreytt fjögurra vikna dansnámskeið „Við erum að koma þessari hátíð af stað núna í fyrsta skipti en vonandi verður þetta árlegur viðburður hér eftir,“ segir Álfheiður Anna Pétursdóttir, verkefnastýra hjá UN Women á Íslandi. Álfheiður skipuleggur Danshátíð UN Women sem hefst í Bað- húsinu á þriðjudaginn, 11. september. Kenndir verða fjórir dans- stílar á fjórum vikum og sjá reyndir danskennarar um að skóla stelpurnar til. Útvarpskonan Margrét Erla Maack kennir Bollywo- od, Þórdís Nadia Semichat kennir magadans, Kristín Bergsdóttir kennir samba og Álfheiður Anna kennir sjálf afró. „Ég hef verið að vinna sem danskennari og þekki mikið af fólki í dansheiminum. Mig langaði að sameina það vinnu minni hjá UN Women,“ segir Álfheiður Anna sem lætur það ekki stoppa sig að vera komin átta mánuði á leið á meðgöngu. Markmið danshátíðarinnar er að vekja athygli á alþjóðlegum dansi og menningu sem á sívaxandi vinsældum að fagna á Íslandi og kynna þau lönd og svæði þangað sem dansstílarnir eiga rætur sínar að rekja. „Dansstílarnir sem við kennum hafa tengingu við þau lönd þar sem UN Women hefur verið að styrkja verkefni; Bol- lywood við verkefni á Indlandi, magadansinn við verkefni í Egypta- landi, samba við Brasilíu og afróið við ýmis verkefni í Afríku.“ Kynningarkvöld fyrir danshátíðina verður á Café Haiti á sunnu- dagskvöld klukkan 20.30. Skráning á danshátíðina fer fram í gegnum netfangið alfheidur@unwomen.is og í símum 552-6200 og 698-0181. Fullt verð á námskeiðið er 18.900 krónur en námsmönn- um og viðskiptavinum Baðhússins býðst 20 prósent afsláttur. Tveir danstímar verða á viku í fjórar vikur, auk lokahátíðar. Danshátíðin er bara fyrir konur en Álfheiður vonast til að karlar fái að vera með í framtíðinni. „Við vonum að þetta sé bara byrjunin á langtímaverkefni. Það er möguleiki að á næstu árum verði boðið upp á dansstíla sem höfða meira til karlmanna.“ Kristín Bergsdóttir, Álfheiður Anna, Margrét Erla og Þórdís Nadía kenna á Dansveislu Un Women. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.