Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 6

Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 6
Tími til að vera töff www.forlagid.is glæsileg ljósmyndabók Sjöundi og áttundi áratugurinn var vellandi suðupottur nýrra viðhorfa og hugmynda um tísku og menningu. Hér er haldið á vit minninganna með einstæðum ljósmyndum Sigurgeirs Sigurjónssonar og minningabrot Einars Kárasonar kallast skemmtilega á við myndefnið. EinstaklEga hEillandi aldarspEgill Á Íslandi eru ótímabærar þunganir land- lægar og kynsjúkdómar alltof algengir – þrír til fimm greinast með klamedíu á dag. Einfaldasta lausnin er að nota smokkinn. Áhættuhópurinn er krakkar á unglingsaldri og ungt fólk. Í þessum hópi er lítið verið að spá í neytendamál og því ábyggilega fáir unglingar leitandi bæinn á enda eftir ódýrustu smokkunum. Ekki er ólíklegt að þeir arki bara beint í næstu 10/11-búð þar sem dýrir smokkar blasa nú við þeim á kassanum – til dæmis þrír Durex í litskrúðugum álkassa á 799 krónur eða 12 smokka pakkar sem kosta á bilinu 1.899 til 2.299 kr. „Af hverju eru smokkar svona dýrir á Íslandi? er spurning sem kemur upp í hvert einasta skipti sem við förum að fræða framhaldsskólakrakka,“ segir Hólmfríður Helgadóttir hjá forvarnar- starfi læknanema, Ástráði. Félags- skapurinn heimsækir fyrstu bekkinga í nánast öllum framhaldsskólum landsins. „Svarið er að þótt ótrúlegt sé, eru smokkar flokkaðir sem munaðarvara og því í hæsta skattþrepinu. Við skiljum ekki hvað réttlætir það að flokka öruggt kynlíf sem munaðarvöru, fyrir okkur hljómar þetta álíka fáranlegt og að flokka bílbelti sem munaðarvöru. Auðvitað ættu smokkar að vera skattfrjáls vara,“ segir Hólmfríður. Hæsta skattþrep þýðir að 25,5 pró- sentna virðisaukaskattur er á smokkum. Umleitanir hafa staðið yfir síðan 1996 að fella niður lúxustollinn en ekkert hefur enn gerst í málinu. Það er sláandi dæmi um alvarlegan sofandahátt í stjór- nkerfinu. Allir eru þó sammála um að það myndi margborga sig að lækka virðis- aukaskatt á smokkum því kostnaður af völdum kynsjúkdóma og fóstureyðinga er mjög hár. Með aukinni sölu smokka myndi því sparast gífurlegur kostnaður fyrir þjóð- félagið. Þrjár tegundir smokka eru til sölu á Ís- landi, frá Durex, One og Amor. Það á því að vera hægt að búast við einhverri verðsamkeppni í þessum geira. Í Bónus er ódýrasti 12 smokka pakkinn frá Durex á rétt undir þúsund krónum og 12 Amor- smokkar í pakka eru til sölu í Krónunni á svipuðu verði. Á Íslandi má því fá smokka ódýrasta í kringum 80 krónur stykkið, sem er ekki mikið miðað við það ótrúlega vesen sem öryggi á oddinn getur afstýrt. Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is Öruggt kynlíf flokkað sem munaðarvara Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is Ó líkt öðrum fyrrverandi stjór­nendum Kaupþings eiga Sig­urður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson ekki á hættu að fá gríðarháan bakreikning frá skatt­ inum vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum. Ástæðan er sú að haustið 2003 féllu þeir frá söluréttarsamning­ um um kaup á hlutabréfum í Kaup­ þingi Búnaðarbanka, eins og bankinn kallaðist þá, í kjölfar mikillar gagn­ rýni á samningana. Davíð Oddsson, þáverandi forsætis­ ráðherra, var í fararbroddi þeirra sem mótmæltu samningum Sigurðar og Hreiðars Más. Í viðtali við Ríkisútvarpið í nóvem­ ber 2003 sagði Davíð stjórnendur bankans koma „skömm á frelsið“ með samningunum og að þeir væru „ögrun við fólkið í landinu“. Og Dav­ íð hafði ekki aðeins uppi þung orð heldur tók líka út 400 þúsund króna sparnað sem hann átti í bankanum og lýsti yfir að hann væri hættur við­ skiptum þar. Eftir að gengi bréfa bankans hafði lækkað og f leiri gagnrýnt samn­ ingana harðlega, tilkynntu Sig­ urður og Hreiðar að þeir hefðu gert sam­ komulag við stjórn bankans um viðræður um aðra útfærslu á kaupi sínu og kjörum. Niðurstaða þeirra viðræðna varð sú að þeim var ekki tryggður söluréttur á hlutabréfunum, ólíkt því sem gert var ráð fyrir í samn­ ingunum umdeildu. Slíkir söluréttarsamningar, nema mun smærri í sniðum en þeir sem til stóð að gera við þá Sigurð og Hreiðar, voru hins vegar gerðir við millistjórn­ endur og aðra lykilstarfsmenn bank­ ans. Þeir sitja nú í súpunni ef niður­ stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um skattalega meðferð eins af þessum samningum verður ekki hnekkt fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í nóvemberbyrjun að þeirri niður­ stöðu að Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kaupþings, skyldi greiða tekjuskatt, en ekki fjármagns­ tekjuskatt, vegna söluréttarsamninga sem hann gerði við bankann. Samkvæmt dómnum skuldar Bjarki rúmlega 150 milljónir króna í skatt fyrir árin 2005 og 2006, að með­ töldu 25% álagi og verðbótaálagi við endurútreikninginn. Bjarki skýrði frá því fyrir dómi að hann hefði aldrei getað selt hlutabréf­ in enda hefði slík sala verið óheimil samkvæmt samningnum. Hann hefði því ekkert hagnast á viðskiptum sem nú væru skattlögð um hundruð millj­ ón krónur. Yfir fimmtíu fyrrum starfsfélag­ ar Bjarka hjá Kaupþingi munu vera í álíka stöðu hann, en upphæðirnar eru þó misháar eftir einstaklingum. jk@frettatiminn.is  skattamÁl UppnÁmið 2003 breytti kaUpréttarsamningUm Davíð bjargaði Kaupþingsstjórum Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eiga ekki yfir höfði sér háa skattaálagningu vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi, ólíkt öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans. Davíð Oddsson Sagði söluréttar- samninga Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar koma skömm á frelsið. Ljósmynd/Hari Ekki sölu- tryggðir Munurinn á samningum Sigurðar og Hreiðars og þeirra fyrrver- andi starfsmanna Kaupþings, sem geta átt von á bakreikningi frá skattinum, er að bankastjór- arnir gerðu kaupréttarsamninga og því var greiddur tekjuskattur af nýtingu þeirra. Starfsmenn- irnir á hinn bóginn keyptu hlutabréfin og gerðu sölurétt- arsamninga, gegn því að þeim væri óheimilt að selja bréfin í tiltekinn tíma. Hagnaðarvon þeirra fólst í að bréfin myndu hækka á samningstímanum umfram fjármagnskostnaðinn. Starfsmennirnir gátu hins vegar ekki tapað á bréfunum vegna söluréttarins. Eftir fall bankans hélt skatturinn því fram að samningurinn hafi í reynd verið kaupréttarsamningur og ættu því að skattleggjast sem slíkir miðað við virði þeirra þann dag sem þeir féllu niður árið 2005. En áður var talið að samningur myndu einungis skattleggjast við nýtingu söluréttarins ef bréfin lækkuðu í verði. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson Fengu í kjölfar gagnrýni Davíðs nýja útfærslu á samningi um kaup á hlutabréfum í Kaupþingi og eiga fyrir vikið ekki von á hundraða milljóna króna bakreikningi frá skattinum. 6 fréttir Helgin 19.-21. nóvember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.