Fréttatíminn - 19.11.2010, Side 10

Fréttatíminn - 19.11.2010, Side 10
Þ að má heita djarft að fyrir-tæki sem stofnað var á hrun-árinu fræga einbeiti sér að því selja ráðuneyti heilbrigðismála hugbúnað í miðjum blóðugum nið- urskurði í þeim málaflokki, en svo er nú samt. Risk Medical Solution, RMS, er tveggja ára sprotafyrir- tæki sem sérhæfir sig í hugbúnað- arlausnum fyrir læknisvísindalegar rannsóknir. Forsvarsmenn félagsins skrifuðu undir samstarfssamning við heilbrgiðisráðuneytið í septem- berbyrjun sem hefur það að mark- miði að gera heilbrigðisþjónustu markvissari og ódýrari. Um síðustu mánaðamót hófst svo formleg vinna að innleiðingu upplýsingatæknihugbúnaðarins inn í íslenska Sögu-kerfið en Saga er rafrænt sjúkraskrárkerfi Land- spítalans – háskólasjúkrahúss. Samstarfið er þríþætt, milli RMS, ráðuneytisins og EMR, forritunar- fyrirtækis í eigu Nýherja sem sér um Sögu-kerfið. „Varan okkar er í formi reiknivél- ar en RMS framleiðir upplýsinga- tæknibúnað fyrir heilbrigðiskerfi út um allan heim,“ segir Ólafur Páls- son framkvæmdastjóri. „Þessi hag- ræðing byggist á einstaklingsbund- inni greiningu fyrir sjúklinga sem lágmarkar læknisskoðanir, eykur öryggi og leiðir til gífurlegs sparn- aðar fyrir einstaklinginn og samfé- lagið,“ segir Ólafur. Verkefnið byggist á smíði upp- lýsingatæknihugbúnaðar í formi áhættureiknivélar sem metur sjálf- virkt áhættu sykursjúks einstak- lings á augnsjúkdómum og sjón- skerðingu vegna sykursýki. Tæknin forgangsraðar sjúklingum en talið er að áhættureiknirinn geti skilað allt að 50% sparnaði þegar kemur að augnsjúkdómum tengdum sykur- sýki en um leið aukið öryggi sjúk- linga um allt að 35%. „Með þessu geta læknar, annað heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingarn- ir sjálfir séð hvar þeir standa gagn- vart áhættu varðandi þróun sykur- sýkiaugnsjúkdóma,“ segir Ólafur og bendir á kosti þess í heilbrigðis- kerfi þar sem hvorki séu fyrir hendi miklir peningar né mannafli. „Vélin okkar getur sagt nákvæmlega til um hvenær sjúklingurinn á að koma aftur til skoðunar.“ Ólafur segir að unnið sé með Sjúkratryggingum Íslands og heilbrigðisráðuneytinu að næstu verkefnum en það eru fleiri fylgi- kvillar sykursýki, hár blóðþrýst- ingur, mæðraskoðun, gigt og tann- skemmdir. Allt byggist þetta á faraldsfræðilegri þekkingu sem er til staðar en með því að einangra stærstu áhættuþættina innan hvers sjúkdóms er hægt að búa til slíkar áhættureiknivélar. RMS er í samstarfi við Digital Health Care sem er stórt hugbún- aðarhús í Bretlandi sem sérhæfir sig í lausnum fyrir sykursýkisjúk- linga. Þá er fyrirtækið einnig í sam- starfi við aðila í Hong Kong og loks rannsóknarhóp í Vín um að innleiða sykursýkikerfi í samstarfi við yfir- völd í Sádi-Arabíu. Það verði eitt af stærri verkefnum komandi árs. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sparað í heilbrigðiskerf- inu með áhættureiknivél Tveggja ára íslenskt sprotafyrirtæki, RMS, sérhæfir sig í lausnum fyrir læknisvísindalegar rann- sóknir til sparnaðar fyrir heilbrigðiskerfið hér á landi og víða annars staðar.  Hugbúnaður Hagræðing í blóðugum niðurskurði Ólafur Pálsson, framkvæmdastjóri RMS framleiðir upplýsingatæknibúnað fyrir heilbrigðiskerfi út um allan heim. Óbreyttri jólaversl- un spáð í ár Gert er ráð fyrir að velta í smásöluverslun í nóvember og desember verði rétt tæplega 60 milljarðar króna án virðisaukaskatts, að því er fram kemur í spá Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þetta er í krónum talið aukning um 4% frá sama tímabili í fyrra en sú aukning er vegna hærra verðlags. Að raunvirði er veltan óbreytt frá fyrra ári. Ætla má að velta sem tengist jólunum beint verði 12,5 milljarðar króna, en það er sú upphæð sem er umfram meðaltal annarra mánaða ársins. Af því leiðir að hver Íslendingur ver að meðaltali 39.500 krónum til jólainnkaupa. -jh Söluaukning í raf- tækjum Gengi íslensku krónunnar hefur smátt og smátt þokast niður. Þess sér meðal annars stað í verði raftækja. Gísli Þorsteinsson hjá Nýherja segir að gengisþróunin og mikil samkeppni á þessum markaði skili sér í hagstæðu verði. Gísli segir að söluaukn- ingar hafi orðið vart í sölu raftækja, sem e.t.v. komi á óvart. Hjá Sensa, dótturfélagi Nýherja sem er með umboð fyrir Canon og Sony, hafi aukingin verið í stórum sjónvarpstækjum og dýrum Canon-mynda- vélum. Gísli nefnir sem dæmi að 40 tommu Sony-sjónvarpstæki sé 20% ódýrara nú en árið 2007. -jh H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Kröfur til skólamáltíða Samtök iðnaðarins bjóða til málþings þriðjudaginn 23. nóvember frá 15.00 til 17.00 á Grand Hóteli Reykjavík, Hvammi Dagskrá: 15.00 Setning Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð 15.15 Reynsla af skólamáltíðum á Norðurlöndum Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins 15.30 Innkaupastefna Reykjavíkur og tilraunverkefni um hverfainnkaup Ingibjörg H. Halldórsdóttir, verkefnisstjóri um samræmda matseðla hjá Reykjavíkurborg 15.40 Útboð skólamáltíða og þjónustusamningar, kröfur til gæða og eftirfylgni Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri Hafnararðarbæjar 15.50 Sjónarmið foreldra Bryndís Haraldsdóttir, Heimili og skóli 16.00 Pallborðsumræður Auk fyrirlesara: Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar Unnsteinn Ó. Hjörleifsson, matreiðslumaður, Árbæjarskóla Guðrún Adolfsdóttir, ráðgja, Rannsóknarþjónustunni Sýni Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri nýsköpunar og neytenda, Matís Herdís Guðjónsdóttir, formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands 17.00 Fundarlok Fundarstjóri, Atli Rúnar Halldórsson, ráðgja Aðgangur er ókeypis en tilkynna þarf þátttöku í síma 591 0100 eða á netfangið mottaka@si.is Vélin okkar getur sagt nákvæmlega til um hvenær sjúklingurinn á að koma aftur til skoðunar. Rafknúinn borgarjeppi Borgarjeppinn Chevrolet Equinox býðst sem rafbíll og verður til afhend- ingar í janúar næstkomandi. Bíllinn er einn af þeim sem í boði verða í tengslum við Þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsaðilans, Evan hf. Bíllinn er knúinn tveimur rafmótorum sem skila honum allt að 240 km á hverri hleðslu. Engin gíra- skipting er í bílnum, einungis einn gír áfram og annar aftur á bak. Það tekur 4-5 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðu og hægt er að hlaða með venjulegri 220 volta innstungu. -jh 10 fréttir Helgin 19.-21. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.