Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 16

Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 16
M álaferli eru eina leið Cent-ury Aluminum, móður-félags Norðuráls, til þess að freista þess að fá til baka fimm- tán milljarðana sína, sem það hefur lagt í byggingu álvers í Helguvík, verði niðurstaðan sú að HS Orka og Orkuveitan geti ekki staðið við gerða orkusamninga við félagið. Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls, tekur ekki fyrir þetta fari málið á versta veg fyrir álfyrirtækið. Hann segir Norðurál hafa lagt af stað í góðri trú um að hefja rekstur álversins og eina áhættan sem það taldi sig taka, þegar það hóf uppbygginguna, hafi verið að orkan sem ritað var undir að álverinu stæði til boða fyndist ekki í iðrum jarðar. „Reynslan af jarðvarmasvæðum hefur verið góð og engin ástæða fyr- ir okkur að ætla að áformin myndu ekki ganga eftir,“ segir Ágúst en bendir einnig á að Norðurál hafi rekið álverið á Grundartanga í ell- efu ár. „Þegar það var stækkað á árunum 2004 til 2008 stóðust allar áætlanir um afhendingu orku frá jarðvarmavirkjunum og því höfðum við enga ástæðu til að ætla annað en að svo yrði einnig um Helgu- vík.“ Hann blæs því á að áhættan hafi verið mikil. „Það hefur enginn meiri áhyggjur af áhættunni en við. Við höfum eytt miklu fé í áreiðan- leikakannanir og vissum því að áhættan var ekki mikil. Hins vegar hefur eignarhaldið á HS Orku verið í uppnámi frá því að ríkið seldi hlut sinn í hitaveitunni. Pólitíkin hefur því valdið vandræðunum.“ Vandræðin eru víða í Helguvík og þar eru orkusamningarnir á milli Norðuráls og orkufyrirtækjanna ein þau stærstu. Deilendur eru ein- faldlega ekki sammála um hvernig túlka eigi samningana. Í tilfelli HS Orku – hvorki hversu mikla orku eigi að afhenda til Helguvíkur né hvað hún eigi að kosta. Júlíus Jóns- son, forstjóri HS Orku, segir það þó ekki svo að HS Orka hafi reynt að snúa sig út úr samningunum við Norðurál í von um að geta samið um betra orkuverð við aðra. HS Orka hafi lagt fjóra milljarða í undirbún- ing við Reykjanesvirkjun svo að veita mætti orku til Helguvíkur, sem sýni hvaða hug þeir báru til verk- efnisins. Telja allar forsendur brostnar „Mig minnir að afhenda hafi átt fyrstu orkuna í október 2010 þegar samningarnir voru undirritaðir í apríl 2007. Við höfum því sagt að allar forsendur séu brostnar og samningurinn sé í rauninni úr gildi runninn þó að við séum tilbúnir að semja við þá.“ Þið horfið þá ekki í aðra starfsemi en álver? „Það hefur ekki haft áhrif á þetta mál en auðvi- að þurfum við á einhverju stigi að huga að öðru ef þetta gengur ekki,“ segir Júlíus. „Við vonumst þó til að þetta verði að veruleika.“ Hann seg- ir það ekki hafa breyst þótt deilt sé um forsendurnar. Og deilt er um þær fyrir sænsk- um gerðardómi eftir að Norður- ál kærði málið þangað fyrr í ár, en þrátt fyrir það reyna nú HS Orka og Norðurál að semja áður en sænski dómurinn fellur – sem búist er við að verði í mars. Menn eru sam- mála um að meiri akkur sé í því að ná samkomulagi. Norðurál stendur nú einnig í samningaviðræðum við Orkuveituna og kærði þann samn- ing ekki til gerðardómsins. Gætu leyst málin á stuttum tíma Ágúst hefur fulla trú á því að það verði af álverinu og að ekki þurfi að koma til málaferla um skaðabætur, enda vinni allt að fjörutíu manns enn að byggingu þess. Nú þurfi að leysa úr þeim ágreiningi sem standi í vegi fyrir því að álverið rísi á næstu vikum svo að hægt sé að hefja framkvæmdir þar strax eftir áramót. Tryggja þurfi að Norðurál geti reist þrjá af fjórum áföngum til þess að ráðist verði í verkið. Að hans mati þarf margt að koma til svo að álverinu í Helguvík verði stungið í samband: aOrkusamningarnir til álversins þurfa að liggja endanlega fyrir – til að ná þeim þurfi rammaáætlun frá ríkinu að vera klár. aLenda þurfi samningum um auðlindagjald. aVissu þurfi um að stjórn- völd ætli ekki að standa í vegi fyrir verkefninu. aKlára þurfi skipulags- mál í Ölfusi. aVeita þurfi virkjanaleyfi á Reykjanesi sem Orku- stofnun vinni að. aÞá þurfi HS Orka að klára samninga við sveitar- félögin. Ágúst segir að öll þessi mál geti leyst á svipuðum tíma og þurfi ekki að leysast að fullu til þess að hægt sé að hefja framkvæmdir af fullum krafti heldur þurfi stefna og vilji að liggja ákvörðunum um framhaldið til grundvallar. Undir þetta mat tekur Runólfur Ágústsson, verk- efnastjóri sveitarfélaga um álver í Helguvík: „Ég er mjög bjartsýnn á verkefnið.“ Runólfur segir málið þó allt hafa tekið alltof langan tíma af hálfu stjórnvalda, en þau beiti ekki hindr- unum nú. „Það eru ýmis mál óaf- greidd en ég sé engar hindranir nú þegar suðvesturlínan er afgreidd.“ Runólfur viðurkennir þó að verk- efnið sé mjög flókið og stórt. „Margt þarf að ganga upp en það er engin ástæða til að ætla að það geti ekki orðið.“ En metur Júlíus stöðuna svo að málin leysist á næstu vikum? „Við erum með túrbínu á staðnum og ef við fáum virkjanaleyfi fyrir 80 megavöttum á Reykjanesi er hægt að bjóða verkið út með stuttum fyr- irvara og hefja ákveðinn hluta að framkvæmdum. Að því leyti er hægt að byrja en fyrst þarf að semja og við föllumst ekki á þeirra túlkun á samningnum, heldur höldum okkar fram.“ Þá bendir Júlíus einnig á að þótt HS Orka félli frá sínum kröfum og skrifaði undir gætu Norðuráls- menn ekki gengið að samningn- um nema með þeim fyrirvörum að Orkuveitan semdi við þá líka, sem flæki málin enn. Ekki nóg að semja við einn „Það dugir ekki að semja við ann- an hvorn okkar, skilst mér. Þeir eru ekki tilbúnir að fara í verk- efnið fyrir fyrsta áfangann. Þeir gætu samið við annan hvorn okkar og tryggt fyrsta áfangann og tek- ið séns á framhaldinu en það hafa þeir ekki viljað gera,“ segir Júlíus. „Við erum hins vegar ekki tilbúnir að festa nema lauslega allt umfram 150 megavött. Það er erfitt að semja um fast verð á rafmagni sem ekki er vitað hvaðan á að koma. Við vitum að 80 megavött eiga að koma frá Reykjanesvirkjun og við erum að tala um 50 megavött í Eldvörpum. Þar erum við með holu og þekkjum svæðið. Það sem er umfram á eftir að rannsaka og ekki hægt að festa verð á slíku.“ Júlíus svarar því þannig, spurður hvað honum finnist um að Norður- ál reyni að sækja bætur, fari svo að málið þróist á versta veg, að þeir verði að gera það sem þeir telji lög standa til. HS Orka sé að þeirra mati ekki bótaskyld. „Við höfum ekki Það sækir enginn á ríkið sem þarf að eiga allt sitt undir því hvort eð er, enda stendur engin lagastoð fyrir því. Það eru alltaf endalausir möguleikar á að tefja mál þar og það er ekki skaða- bótaskylt þótt tafir verði.“ Tugir milljarða þegar undir í Helguvík Var glapræði að fara af stað með álversframkvæmdirnar? Og hvað gerir Norðurál, nái forsvarsmenn þess ekki samkomulagi við Orkuveituna og HS Orku? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við þá Ágúst Hafberg, upplýsingafulltrúa Norðuráls, Runólf Ágústsson, verkefnastjóra sveitarfélaganna um álverið, og Júlíus Jónsson, forstjóra HS Orku. Ljóst er að þegar hefur verið framkvæmt fyrir tugi milljarða króna, þótt enn sé óljóst hvort samkomulag náist um orku fyrir álverið.  fréttaúttekt Hvað stoppar Helguvík? Ertu orkulaus? Viltu lifa lífinu lifandi? Súr eða basísk / ur? Hátt eða lágt pH gildi? Fyrirlestur um pH lífsstíl mikilvægi basískrar næringar Fyrirlesturinn er haldinn á Maður lifandi Borgartúni 24 Mánudaginn 22. nóv. kl. 19.00 Fyrirlesarar eru: Hanna Laufey Elísdóttir, Guðrún Helga Rúnarsdóttir næringarráðgjafar og microscopistar Aðgangur kr. 1500 BIGMIX BIG
MIX
ER
PARTÝVAKT
KANANS
Á
LAUGARDAGSKVÖLDUM ENGIN RÖРBARA RÉTT ÚTVARPSSTÖÐ BIGFOOT
HELDUR
SVO
ÁFRAM
UM
KVÖLDIÐ
Á
SKEMMTIS‐ TAÐNUM
SQUARE
LÆKJARTORGI Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 16 fréttaskýring Helgin 19.-21. nóvember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.