Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 20

Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 20
Við vissum ekkert hvað var að gerast. V ið töldum víst að vélin færi í hafið enda vissum við ekkert hvað var að gerast,“ segir Eric Moody flugstjóri en hann stýrði Boeing 747 breiðþotu breska flugfélagsins British Airways árið 1982 er hún varð vélarvana í 37 þús- und feta hæð yfir hafi suður af eynni Jövu í Indó- nesíu. Síðar kom í ljós að eldfjallaaska olli því að á öllum fjórum hreyflum þotunnar drapst. Eric Moody var rækilega minntur á þennan at- burð á liðnu vori er gos hófst í Eyjafjallajökli og í kjölfarið var flug bannað í lengri tíma í stórum hluta Evrópu, bann sem hafði gríðarleg áhrif á flug um allan heim. „Þegar ég heyrði snemma morguns að gosið truflaði flug datt mér í hug að hringt yrði í mig en atið byrjaði klukkan rúmlega sex þennan fyrsta dag og stóð linnulaust fram á næstu nótt og byrjaði aftur árla næsta dags,“ segir Moody. Þegar gosið í Eyjafjallajökli hafði staðið í viku hafði breski flugstjórinn verið stanslaust í við- tölum við fjölmiðla heimsins vegna atburðarins við Jövu 28 árum áður. Þessir tveir atburðir eru sögusvið nýrrar Út- kallsbókar Óttars Sveinssonar, Útkall, pabbi, hreyflarnir loga. Í bókinni eru fléttaðar saman spennandi og persónulegar frásagnir af því sem gerðist í eldgosinu í Eyjafjallajökli og fyrrgreindu flugi British Airways breiðþotunnar sem var um það bil að hrapa í hafið með 263 manns um borð. Vélarvana þotan sem risavaxin sviffluga Flug Erics Moody á sínum tíma var ein helsta ástæða hins víðtæka flugbanns í Evrópu, banns sem hafði áhrif á ferðalög milljóna manna og kom verulega við fjárhag fjölda flugfélaga. Flugstjór- inn lýsir því svo að eldingar og leifturfyrirbrigði, eins konar hrævareldar, hafi leikið um vélina áður en ósköpin byrjuðu, en á skömmum tíma drapst á öllum fjórum hreyflum breiðþotunnar. Fjórtán mínútur liðu þar til tókst að koma fyrsta hreyfl- inum í gang að nýju. Allan þann tíma var risaþot- an sem svifluga en vélin missti stöðugt hæð, var komnin niður í 12 þúsund fet þegar lokst tókst að koma hreyflunum í gang á ný, einum af öðrum. „Við áttum tíu mínútur eftir áður en vélin endaði í hafinu,“ segir Moody. Ekki þarf að hafa mörg orð um angist farþeganna um borð, sem sáu eldtung- urnar standa aftur úr öllum hreyflum vélarinnar áður en þeir hljóðnuðu. Flugstjórinn segir þó að ofsahræðsla hafi ekki ríkt. Flugmönnunum tókst að lenda þotunni á þrem- ur hreyflum á flugvellinum í Jakarta en í aðflug- inu sást nánast ekkert út úr stjórnklefa vélarinnar vegna þess hve sandblásnar rúðurnar voru eftir eldfjallaöskuna. Alltof harkaleg viðbrögð við gosinu á Íslandi Moody segir viðbrögð flugmálayfirvalda í Bret- landi og Bandaríkjunum hafa verið réttlætanleg fyrsta sólarhringinn eftir að gosaska barst frá Eyjafjallajökli en þegar frá leið hafi viðbrögðin verið alltof harkaleg og staðið of lengi. Hann segir að því hafi ráðið reynsluleysi og þekkingarskortur flugmálayfirvalda og bendir m.a. á að eina flug- vélin sem búin var mælingartækjum til þess að mæla þéttni öskulags á bresku flugstjórnarsvæði hafi ekki verið flughæf. Túlkun breskra flugmála- yfirvalda hafi verið einföld; aska í lofti, ekkert flug. Moody bendir t.d. á að í Indónesíu séu 82 virk eld- fjöll og gos í einhverju þeirra á öllum tímum. Meta þurfi þéttni gosöskunnar og í hvaða hæð hún sé. Vel hefði verið gerlegt að fljúga í lægri flughæðum í Evrópu á liðnu vori. Hann segist þó vona að flug- málayfirvöld fari ekki alveg í hina áttina, gjósi á Eric Moody gagnrýnir flugmálayfirvöld vegna of harkalegra viðbragða við gosinu í Eyjafjallajökli. Ljósmynd Hari  flugbann Eyjafjallagosið rifjaði upp ógnarflug brEiðþotu gEgnum gosmökk Áttum tíu mínútur eftir áður en vélin endaði í hafinu Hjarta Angeliku tók kipp: „Þegar ég náði andanum leit ég út á vænginn mín megin. Þar kom líka eldur aftan úr báðum hreyflum. Svo mikill að þetta minnti mig á það þegar NASA-eldflaugum er skotið á loft. Það var kominn mikill eldur í alla fjóra hreyfla vélarinnar. Ég fékk algjört áfall. Reykurinn var líka að aukast inni í vélinni. Hugurinn varð tómur ... hætti að starfa.“ Flugmennirnir reyndu eins og þeir gátu að átta sig á ástandinu. Þeir sáu nú að hreyfill tvö var líka að drepa á sér. Eric flugstjóra leist ekki á blikuna. „Nú urðum við enn ruglaðri. Hvað var þetta eiginlega? Ég trúi þessu ekki hugsaði ég ráð- villtur. Þá sagði Barry: “Flugstjóri, númer þrjú er líka farinn“ ... og örstuttu síðar: „og líka hreyfill númer eitt. Þeir eru allir farnir!““ ný á Íslandi, menn verði að vera raunsæir og meta stöðuna miðað við öskumagn. Hver dagur bónus Í hinni nýju Útkallsbók sinni ræðir Óttar jöfnum höndum við fólkið sem upplifði Eyjafjallagosið, brottflutning þess frá heimilum sínum og óvissu um framtíðina, og áhöfn og farþega breiðþotunn- ar sem voru þess fullvissir að dagar þeirra væru taldir. Í bókinni segir Betty Ferguson, 85 ára, sem býr á Nýja-Sjálandi og var einn farþeganna í hinu örlagaríka flugi: „Um borð í vélinni okkar var fólk af ólíku þjóð- erni og litarhætti sem aðhylltist mismunandi trú- arbrögð og pólitískar skoðanir, það var af öllum stéttum og með ólíka skapgerð. Allt leit það á lífið með mismunandi hætti. Þetta kom ekki í veg fyrir það að við stóðum öll saman, studdum hvert ann- að, deildum tilfinningum okkar og létum okkur umhugað hvert um annað. ... Það eiga nefnilega ekki allir kost á að lifa lífinu eins og hver dagur sé bónus. Þegar ég finn ilminn af blómunum og nýt lífsins á margan annan hátt man ég alltaf eftir þessu. Ég held að Íslendingar hugsi á svipaðan hátt þegar þeir meta líf sitt eftir eldgosið í Eyja- fjallajökli.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Ógnir og áhrif Eyjafjallajökulsgossins á íbúa undir jöklinum og örvænting áhafnar og farþega breiðþotu British Airways sem flogið var gegnum eldfjallaösku fléttast saman í nýrri Útkalls- bók Óttars Sveinssonar. Flugstjóri risaþotunnar er gagnrýninn á viðbrögð flugmálayfirvalda í kjölfar gossins á Íslandi. „Þeir eru allir farnir“ Útkall, pabbi, hreyf larnir loga. 20 viðtal Helgin 19.-21. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.