Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 32

Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 32
Lúxus-íspinnar 3 x 120ml 298 kr. Vanillu ís-stangir 12 x 60ml 398 kr. Vanillu ístoppar 8 x 120ml 498 kr. Góður ís á frábæru verði í Bónus BÝÐUR BETUR eina sem öflugustu ríkin gátu sam- einast um eftir kreppu var að fella þetta kerfi Svisslendinga. En þótt svissneska módelið hljómi vel – að taka lán á lágum vöxtum og lána það áfram á að- eins hærri vöxtum til áhættulítilla verkefna – þá geta það aldrei verið góð viðskipti að laða til sín fé með því að lofa háum vaxtagreiðslum. Ef þú tekur inn fé á háum vöxtum, hvert ætlar þú að lána það áfram á enn hærri vöxtum? Þú getur þá ekki valið um traust og íhaldssöm verkefni á rótgrónum stöðugleika- svæðum heldur ertu fljótlega kom- inn út í mýri vona og væntinga um skjótfenginn gróða og gríðarlegan vöxt á áður ókönnuðum mörkuðum í vafasömum deildum jarðar. Þetta virðist auðskilið en er það hins vegar ekki í hringiðunni miðri. Hrun er skilgetið afkvæmi hárra vaxta Hringiðan spinnst svona: Fyrst hækkar Seðlabankinn vexti sem draga að sér fé frá svæðum með lægri vexti. Nýtt fjármagn kemst í umferð, aðgangur að lánsfé verður auðveldari, framkvæmdir aukast og eignaverð tekur að stíga. Þetta er uppskrift að verðbólgu en þar sem mikið fjárstreymi er til lands- ins, og erlendum gjaldmiðli er skipt út fyrir innanlandsmynt, leiðir það til hækkunar gengis, lægra verðs á innfluttum vörum, minni verð- hækkana og þar með lægri verð- bólgu. Við erum skyndilega komin í Undraland; þenslu án verðbólgu. Þetta heyrði ég Þráin Eggertsson hagfræðing kalla að sópa verðbólg- unni undir teppið því fyrr en síðar hlýtur stíflan að bresta. En hávaxtastefnan skekkir myndina enn frekar. Innstreymi fjármagns og aukinn aðgangur að lánsfé veldur eignaverðsbólu sem aftur felur áhættuna við að lána út á háum vöxtum. Þótt vextirnir séu í raun alltof háir til að nokkur eðlileg viðskipti geti staðið undir þeim – jafnvel þótt við tökum ekki tillit til yfirvofandi gengisfalls og tilheyr- andi verðbólgu – þá valda þeir ekki greiðslufalli lántakenda. Þar sem eignir þeirra hækka sífellt í verði geta þeir einfaldlega tekið ný lán út á aukna veðhæfni og borgað af gömlu lánunum. Og kannski keypt sér jeppa fyrir mismuninn. Reynsla þjóðanna virðist benda til að það taki hávaxtastefnuna um þrjú til fjögur ár að rústa efna- hag ríkja. Og það eru engar undantekningar þar á. Þar sem þessi stefna hefur verið rekin á smærri myntsvæðum hefur orðið hrun. Það er eins klárt og að nótt fylgir degi. Íslandskreppan 2006 ... Ein af ótal goðsögnum sem hafa orðið til á Ís- landi eftir hrun er Ís- landskreppan svokall- aða, þegar íslenska krónan féll skyndilega vorið 2006 og úrvalsvísi- talan tók dýfu. Uppi varð fótur og fit. Hvað var að gerast? spurðu menn. Hvað olli því að markaðir misstu skyndilega trú á íslensku krónunni, íslensku bönkunum, íslenskri efnahags - stefnu? Voru það ábend- ingar Lars Christensen í greiningardeild Danske Bank? Var Morgun- blaðið að berja niður hlutabréfin með endur- ómi af gagnrýni Chris- tensens? Íslensku bank- arnir og Viðskiptaráðið brugðust snöggt við, bjuggu til a l ls k y ns skýrslur og fengu til þess ólíkleg- ustu fræðinga, héldu alls kyns ráð- stefnur og fundi með ólíklegustu framámönnum þar til óveðrinu virt- ist slota. Markaðir róuðust, hluta- bréfaverð steig og krónan jafnaði sig. Allt varð svo gott að það hafði aldrei verið betra. Íslandskreppan hafði ekki drepið bankana heldur gert þá sterkari. Íslenska krónan var orðin einn sterkasti gjaldmiðill heims. Bandaríkjadalur datt niður í 58 krónur. Allt virtist gott. En var það auð- vitað ekki. Gallinn við þessa sýn á atburði frá páskum fram á síðsumar 2006 er að hún er alltof nærsýn. Ísland er aðeins korktappi sem flýtur ofan á útihafi alþjóðlegs fjármagns. Hér fjarar og flæðir vegna einhvers sem gerist í órafjarlægð og við höfum enga stjórn á. Jafnvel enga hug- mynd um. ... var ekki íslensk Það var sláandi að sjá Heiner Flass- beck, yfirmann greiningardeildar hjá Viðskipta- og þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna og fyrrum vara-f jármálaráðherra Þýska- lands, sýna Íslandskreppuna 2006 í Brasilíu, Búlgaríu og Tyrklandi á alltof illa sóttum fyrirlestri sínum í Háskóla Íslands í haust. Íslands- kreppan hafði nefnilega ekkert með Ísland að gera. Hún var orðrómur um að seðlabanki Japans ætlaði að hækka vexti. Þá dróst nógu mikið fjármagn til Japans frá verstu há- vaxtasvæðum heims til að íslenska krónan, búlgarska levan, brasilíski realinn og tyrkneska líran sturtuð- ust niður ásamt fjöldanum öllum af gjaldmiðlum smárra myntsvæða sem höfðu lokkað til sín fé frá lág- vaxtasvæðum með háum vöxtum. Og hlutabréf í þessum löndum féllu í kjölfarið. En þessi orðrómur um hækkun vaxta í Japan reyndist ekki eiga sér neina stoð og allir þessir gjaldmiðlar, öll þessi myntsvæði og allar þessar kauphallir jöfnuðu sig fljótt. Líka Ísland. Það var því ekki Styrmir Gunn- arsson eða Lars Christensen sem kveiktu á Íslandskreppunni 2006 og það var ekki Tryggvi Þór Her- bertsson og Frederic Mishkin sem slökktu á henni. Né Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ólafur Ragnar Grímsson eða aðrar klapp- stýrur útrásarinnar. Það má vel vera að þetta fólk hafi allt haft rangt fyrir sér – en vitleysa þess hafði engin áhrif. Þetta fólk var ein- faldlega að blaðra sig í gegnum atburði sem það botnaði ekkert í. Og ef það er synd, þá er sú synd löngu orðin þjóðar- sport okkar Íslendinga. Þýskaland og Kína til fyrirmyndar ... Erindi Heiners Flass- beck til Íslands var að biðja Íslendinga að gleyma hávaxtastefn- unni. Hann lýsti vel eyði- leggingarmætti hennar; hvernig háir vextir laða til sín rokgjarnt alþjóð- legt fjármagn í leit að bestu skammt íma - ávöxtun sem hverfur síðan skyndilega þeg- ar betri kjör bjóðast annars staðar og skilja eftir samfélög í rústum – ekki bara fjárhags- legum rústum (f lest jafna sig efnahagslega á tveimur til f jórum árum) heldur í póli- tískum rústum. Það er eins og þessi samfélög eigi í miklum erfiðleik- um með að skilja hvað henti þau. Flassbeck er Þjóð- ver ji. Í Þýskalandi eru lágir vextir. Til Þýskalands kemur Arnór Sighvats- son var haldið frá ákvörð­ unum þegar hann var aðalhagfræð­ ingur Seðlabankans á tímum Davíðs sem bankastjóra. Arnór er nú aðstoðarbanka­ stjóri. Það má velta því fyrir sér hvort var skaðlegra, stjórn­ unar stíll Davíðs eða stefnan sem Arnór vildi verja. Nýlegar yfirlýsingar hans um áhuga erlendra markaða á krónunni benda til að hann hafi ekkert lært. Helgin 19.­21. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.