Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 50

Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 50
Hinn 25. septem- ber 2009 fór fram söfnunarátakið „Á rás fyrir Grensás“ á vegum Hollvina Grensásdeildar. Til- gangur átaksins var að koma af stað lang- þráðum áformum um bættan aðbúnað á endurhæfingar- deildinni á Grensási með viðbyggingu og endurbótum á hús- næði og umhverfi. Yfir 100 milljónir söfnuðust í reiðufé. Á því ári sem nú er liðið hefur verið unnið að end- urskoðun þarfagreiningar vegna nýs þjálfunarhúss og bættrar að- stöðu sjúklinga og aðstandenda á sólarhringsdeild. Unnar hafa ver- ið fyrstu tillögur að viðbyggingu og breytingum á húsnæði, meðal annars í samstarfi við heilbrigðis- ráðuneytið og Reykjavíkurborg. Samhliða því hefur farið fram endurhönnun á lóð, aðkeyrslu og bílastæðum framan við húsið, s.s. með yfirbyggðum bílastæðum fyr- ir fatlaða. Nýlega var opnuð þjálfunaríbúð á 3. hæð en hún var fyrsti áþreifan- legi árangur söfn- unarátaksins. Til- laga að stærð og skipulagi nýbygg- ingar liggur fyrir en rekstraráætlun er til skoðunar hjá heilbrigðisráðu- neytinu. Næstu skref eru lóða- framkvæmdir framan við húsið með nýjum bíla- stæðum og bættu aðgengi, meðal annars verður lóðin f latari en áður og hitalögn undir öllu framkvæmdasvæðinu. Framkvæmdir hefjast síðla vetrar og verður lokið í vor. Opið hús verður á Grensásdeild laugardaginn 20. nóvember kl. 13 til 16. Með því vilja starfsmenn þakka fyrir frábærar undirtektir og stuðning og gefa almenningi kost á að skoða húsnæðið, kynna sér starfsemina og fyrirliggjandi tillögur um breytingar og nýbygg- ingu. Hollvinir Grensásdeildar verða á staðnum ásamt ýmsum aðilum sem tengjast starfseminni. Boðið verður upp á fjölbreytta tón- list og vöfflukaffi gegn vægu gjaldi. 50 viðhorf Helgin 19.-21. nóvember 2010 N ýlega var árleg vímuvarnavika haldin í sjöunda sinn. Að baki standa fjölmörg félagasamtök sem hafa það að markmiði að efla for- varnir. Minnt var á nauðsyn samstöðu ólíkra hópa um að uppræta markaðs- setningu vímuefna og athygli vakin á vaxandi áróðri fyrir því að lögleiða neyslu kannabisefna. Rannsóknir sýna að dregið hefur úr vímuefnaneyslu unglinga í efstu bekkj- um grunnskóla síðastliðinn áratug og er ánægjulegt að sjá þann árangur. En þótt mikið hafi dregið úr áfengis- drykkju og tóbaksreykingum unglinga virðist neysla ólöglegra vímuefna, aðal- lega marijúana, hafa aukist. Mikilvægt er að halda áfram öflugum forvörnum þegar grunnskólanum sleppir því rannsóknir sýna að áfengisneysla eykst mikið meðal ungmenna þegar þau koma í framhaldsskóla. Hættulegur áróður Þær raddir heyrast nú að neysla kannabisefna, einkum marijúana, sé skaðlaus og réttast að lögleiða efnin. Að baki slíku tali standa örugglega ekki einstaklingar sem hafa heilbrigði ungmenna að leiðarljósi, heldur er líklegra að þar liggi aðrar hvatir að baki. Hvað sem því líður virðast raddir þeirra vera farnar að ná til unglinga. Starfsmenn Foreldrahúss segjast nú sjá annan hóp unglinga sem notar kannabisefni en áður. Nú séu það ekki fyrst og fremst unglingar sem „lent hafa út af sporinu“, heldur séu það hinir „venjulegu“ unglingar sem standa vel að vígi, gengur vel í skóla, eru í íþróttum og félagslega vel staddir, sem séu farnir að taka meðvitaða ákvörðun um að nota vímuefni. Í þeirra augum er kannabis, og þá einkum marijúana, ekki vímuefni. Á netinu má víða finna síður þar sem því er haldið fram að kannabis sé ekki skaðlegt og að rannsóknir sem sýni fram á annað séu ekki mark- tækar. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur ungum kannabis-neytendum sem leita sér meðferðar fjölgað um helming síðustu ár. Frá árinu 2008 hefur magn marijúana í framleiðslu sem lögreglan hefur lagt hald á aukist gríðarlega. Á sama tíma og aðgangur að gjaldeyri verður erfiðari og gróði af innflutningi stórminnkar eykst heimafram- leiðslan. Efninu þarf að koma í verð og því er þeim skilaboðum beint til ungmenna að það sé skaðlaust og réttast að lögleiða það. Skýr skilaboð Neysla marijúana er ekki hættulaus. Rannsóknir sýna að það skilur eftir sig meiri tjöru og inniheldur meira magn krabbameinsvaldandi efna en sígarettur. Marijúana er ávanabindandi og þeir sem neyta þess til lengri tíma eru líklegri en aðrir til að lenda í félagslegum erfið- leikum. Vísbendingar eru um að lang- varandi neysla geti orsakað alvarlega geðsjúkdóma. Sinnuleysi og framtaks- leysi einkenna gjarnan kannabis-neyt- endur. Líkaminn er mun lengur að skila út kannabisefnum en áfengi og fráhvörf geta varað í margar vikur. Brýnt er að koma þessum upplýsingum til ung- menna skýrt og afdráttarlaust. Forvarnir að loknum grunnskóla Forvörnum verður að sinna meðal ungmenna eftir að grunnskóla lýkur. Brottfall nemenda í framhalds- skólum á Íslandi er mikið. Atvinnuleysi er hlutfallslega mest meðal þeirra sem hafa skamma skólagöngu að baki. Líðan þeirra sem eru utan skóla á aldrinum 16- 20 ára er almennt verri en hinna og hlutfall ungmenna sem neytir ólöglegra vímuefna er hærra meðal þeirra sem ekki stunda nám. Skuldbinding ungmenna við nám hefur jákvæð áhrif á líðan þeirra og það hefur mikilvægt forvarnargildi. Því eru fjölmargar góðar ástæður fyrir því að styðja vel við ungmenni sem kom- in eru á framhaldsskólaaldur og leita allra leiða til að minnka brottfall úr framhaldsskólum. Heimilin eru grunnur samfélagsins og þar fer fram mikilvægasta forvarnarstarfið. Tengsl barna og ung- menna við fjölskyldur sínar skipta mestu fyrir sjálfs- mynd þeirra og líðan. Aðhald og stuðningur nánustu aðstandenda stuðlar að jákvæðu viðhorfi til náms. Nú þegar skórinn kreppir er mikilvægara en nokkru sinni að samfélagið allt leggi baráttunni gegn vímu- efnum lið. Heimili, skólar og yfirvöld verða að taka höndum saman. Ég þakka þeim fjölmörgu félagasamtökum sem stóðu að vímuvarnavikunni 2010 þeirra þátt í eflingu vímuvarna og óska þeim velfarnaðar í starfi í fram- tíðinni. Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra Neysla marijúana er ekki hættulaus. Rannsóknir sýna að það skilur eftir sig meiri tjöru og inniheldur meira magn krabbameinsvaldandi efna en sígarettur. Vímuvarnir Samtaka nú! 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RÚSSKINNSHÖNSKUM Stendur í 1 viku frá laugardeginum 23. jan. til 30. jan. Stefán Yngvason yfirlæknir  VikaN sem Var Nei, það var ekki ráðherrann „Össur afskráður á Íslandi“ Hlutabréf Össurar hf. voru afskráð í Kauphöll Íslands í vikunni, en þar hafa þau verið skráð síðan 1999. Gjaldeyris- höftin og krónan eru meðal ástæðna þess að viðskipti með hlutabréf í Össuri fara nú einungis fram í Danmörku. Var búið að búa um? „Húsleit hjá Jóni Ásgeiri“ Sérstakur saksóknari gerði allmargar húsleitir í fyrradag og meðal þeirra sem fengu heimsókn var Jón Ásgeir Jó- hannesson. Farið var inn á herbergi hans á 101 hóteli eiginkonu hans. Formóðir Hvítu móður og Bera höfuðs „Fjölmargir Íslendingar komnir af indíána“ Fyrsti Ameríkaninn sem kom til Evrópu fyrir eitt þúsund árum var líklega kona sem var rænt og flutt til Íslands. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum deCode þar sem gen úr áttatíu Íslendingum voru rannsökuð. Hvað verður í jólapakkanum? „Icesave-aðventan runnin upp“ Þingmenn ræddu um Icesave í upphafi þingfundar í fyrradag. Hvatti Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar- innar, m.a. til þess að þingmenn stæðu saman um að ljúka því máli. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu að Icesave-aðventan væri runnin upp. Hver er kóngurinn? „Forsetahjónin hlupu í skarðið fyrir Jón Gnarr“ André Bachmann beið árangurslaust í fimm vikur eftir svari frá borgarstjóra um hvort hann myndi mæta sem sér- stakur gestur á jólahátíð fatlaðra barna. Forsetahjónin svöruðu samdægurs og mæta í staðinn. Er skammstöfunin ekki NBI? „Nábítar, böðlar & illir andar halda járnabeygjuvélinni“ Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu eignaleigunnar Lýsingar um að járnabeygjuvél verði tekin úr vörslu félagsins Nábíta, böðla & illra anda ehf. með beinni aðfarargerð. Daglegt líf á Skaganum „Hraðfrystir ánamaðkar uggðu ekki að sér“ Eftir rigningu og hlýindi á Vesturlandi í gær frysti snögglega þegar leið á kvöldið, segir Skessuhorn. Svo snögg- lega frysti á Akranesi að ánamaðkarnir sem skriðið höfðu upp á gangstíga í Flatahverfinu náðu ekki að koma sér í öruggt skjól í tæka tíð og frusu fastir við malbikið. Tveir mínusar gera plús „Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman“ Formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi að sósíalistar og stórkapítalistar hefðu nú náð saman um tvö verkefni: að koma skuldum gjaldþrota banka yfir á almenning og koma í veg fyrir almenna skuldaleiðréttingu. Siggi og Sigurjón í kaskó „Háar bótakröfur vegna bankastjóra“ Lloyds-tryggingafélögin gætu þurft að greiða allt að 100 milljörðum króna í bætur, verði bankastjórar gömlu bank- anna dæmdir skaðabótaskyldir vegna starfa sinna. Gömlu bankarnir tryggðu sig fyrir tjóni af völdum stjórnenda sinna, til að mynda vegna ólögmætra athafna þeirra eða athafnaleysis. Opið hús á laugardag Á rás fyrir Grensás – hvernig gengur? Til laugardagsins 20. nóvember SENDUM FRÍTT UM ALL LAND HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.