Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 58

Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 58
 Bókadómur doris deyr kristín eiríksdóttir H undrað sextíu og sjö síðna smá-sagnasafn með undarlegum titli, Doris deyr, sviplausum húsum, ljósmynd eftir höfundinn, Kristínu Eiríks- dóttur ljóðskáld – vekur það einhverja at- hygli í bókaofflæðinu? Líkas til enga, flýtur bara hjá. Ekki hamast auglýsingadeildin á vitum kaupenda, ekki strílar Stína sig upp og mætir í Smáralind og áritar með hárfínum eiturgrænum pensli eða tússar nafnið sitt með hárrauðum varalit á saur- blaðið svo það límist við kápuna. Ekki hún Kristín, ónei. Menn skyldu aftur vara sig á henni Krist- ínu Ég hef sagt það áður og segi það enn: Vilji menn á annað borð fylgjast með fram- vindu skáldskaparins er eins gott að hafa auga á henni Kristínu. Og hinar stelpurnar allar, frá fertugu og aftur úr, skulu líta til hennar og hvetja hana áfram því Kristín er framtíðarkona, nútímakona, sú besta á svæðinu þessi misserin, einn þessara tinda sem stingast upp úr logndrífunni. Tindur sem maður er reyndar dauðhræddur um að brotni í einum skjálftanum svo sem hendir örmjóa tinda sem skaga upp í hvelfinguna. Doris deyr er safn af sögum af okkar dög- um, ungu fólki á okkar viðsjárverðu tímum, sumum eldri reyndar en Kristín kemur sög- um sínum fyrir á mörgum stöðum jarðar- innar. Þær eru ýmist sagðar af höfundi, sögumanni, og þá um þriðja manninn, eða rekja hvað ber fyrir sögumann, mig – egó getur þá bæði verið karlkyns og kvenkyns. Kristín er næmur höfundur í skynjun sinni á söguefnin og flytur þá næmni áfram yfir í textann að því er virðist áreynslulaust. Sögurnar eru yfirlætislausar í frásögninni, lausar við alla stæla, söguefnin rekja sig áfram látlítið og hversdagslega í tóni sem Farið með veggjum Doris deyr er eitthvert merkilegasta skáldskaparrit þessa árs eftir ungan og frábæran höfund.  Lítil saga um latan unga Guðrún Helgadóttir Vaka-Helgafell Dæmisaga fyrir letingja Guðrún Helgadóttir heldur áfram að semja sögur fyrir börn. Harð- spjaldadrama um latan þrastarunga kann að fitta á þessum tímum dekurs og aðdáunar á hinum ungu og reynslu- litlu sem vaða uppi hráir. Sagan er til lesturs og hofmóður sögukonu leynir sér ekki. Myndir Önnu Leplar eru miðlungi heppnaðar. Það þýðir lítið að bjóða myndir af þröstum sem eru af öðru kyni. -pbb  svívirða Lotte og Sören Hammer 340 bls. Bjartur Svínahundar Nýr danskur krimmi kallast Svívirða í þýðingu Ásdísar Guðnadóttur. Höfundar eru systkinin Lotte og Sören Hammer. Þetta er þéttbrotin bók á 340 síðum og lýsir skelfilegu fjöldamorði í íþróttasal skóla, rannsókn á óþekkjanlegum líkum, stórum rannsóknarhóp, grunsamlegum vitnum og loks fórnarlömbum í tvennum skilningi. Áhrifamikil saga en í grunninn hefðbundin og á kunnuglegum miðum. Ekki beint til neyslu eftir jólamatinn en vel þess virði að njóta, ef svo má að orði komast, í rökkrinu, varla þó fyrir svefn. -pbb  dávaldurinn Lars Kepler 536 bls. JPV Í dáleiðslu Kepler er höfundar- heiti sænskra hjóna, Ahndoril, og er saga þeirra Dávaldurinn ekki minni í sniðum en danska Svívirðan, 536 síður. Aftur þarf lögguteymi að rannsaka blóðbað og er sál- fræðingur, sem notað hefur dáleiðslu á fyrri tíð, kallaður til. Hann verður síðan skotspónn miskunnarlausra afla og fortíð hans opnast lesendum. Þetta er ekki síður njörvaður krimmi en sá danski, en sagan heimtar lengri lestrar- tíma sem skilar fínni afþreyingu þolinmóðum lesanda. Jón Daníelsson þýðir. -pbb  doris deyr Kristín Eiríksdóttir 167 bls. JPV Viltu selja handverk á Garðatorgi? Bjóðum handverksfólki og sölufólki með nýjar vörur og matvæli velkomið á Garðatorg í Garðabæ Jólamarkaður verður 27. nóv ,4,11 og 18 des Eigum enn nokkur pláss laus Áhugasamir sendið fyrirspurn á fataleiga@fataleiga.is eða hringið í síma 5656680 (Lilja/Lovísa) 58 bækur Helgin 19.-21. nóvember 2010  Bókadómar Vilji menn á annað borð fylgjast með framvindu skáldskapar- ins er eins gott að hafa auga á henni Kristínu. VinsæLar steLpur! Stelpur! eftir Kristínu og Þóru Tómasdætur er mest seld barna- og ung- lingabókin í verslunum Eymundsson og í öðru sæti á aðallistanum. oft er hálfbernskur og hrár í skynjun sinni á umhverfið, saklaus, leiksopps- legur í afstöðu. Svo tekur lesandann að gruna eitt og annað og fylgir með, oft inn í djúpa sorg, stóran háska, sanna með- líðan því Kristínu er ekki sama, henni stendur ekki á sama þótt henni takist oft að láta þannig. Kennileitin eru nokkur: dvöl í Kanada og söguefni þaðan, Elliheimilið Grund jarðskjálftasumar í lífi unglingsstúlku, tveir ólíkir heimar karlmanna, slitrótt vináttu- eða ástarsamband? Stelpuprik á fjarlægri strönd, faðir sem hverfur, eru meðal söguefna sem segir ekki nema hálfa söguna því heimur hverrar sögu lýkst upp fyrir lesanda með furðum sín- um, fegurð og ógnum. Það er skartprýddur heimur og inni í honum sálir á hrakningi. Ekki að þetta séu dæmisögur um illsku, heldur miklu fremur gæsku sem þrífst handan við ljót- leika og ill örlög. Ég er ekkert viss um að Kristín eigi að hlaupa í stærri form en ljóð, texta og smásöguna. Það eru form sem hún spennir upp af mikilli list, næmni og fáguðum smekk sem henni finnst örugglega væmið orð. Kann bara engin betri. Sannarlega eitthvert merki- legasta skáldskaparrit þessa árs eftir ungan og frábæran höfund. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Óskar Magnússon, lögmaður, útgefandi og stjórnarmaður með meiru, skrifaði í laumi þar til hann gaf frá sér skemmtilegt safn af smásögum fyrir fáum árum. Það var skrifað af lúmskri gamansemi, næmu auga og fundvísi á sögu- efni sem lágu allsber og augljós við vegkantinn. Nú hefur Óskar bætt við öðru safni sem ekki er síðra. Framan á bókinni þakkar Einar Kárason fyrir margra ára- tuga vináttu með hrósi um þann ljósa mann, Óskar. Óskar hefur stílgáfu. Það hlýtur að vera erfitt fyrir aðra spennta smásagnahöfunda í Hádegismó- um að útgefandi Moggans sé svona lunkinn skríbent. Hann hefur líkast til verið fullfljótur á sér að henda í safnið langri sögu um líf í blokk í Heimunum árla á viðreisnartímanum (sýnilega byggð á bernsku ÓM og bróður hans ÞM). Þar leynist efni í stærri sögu sem ég legg til að höfund- urinn hefi betur og fletji út áður en hann smyr á og kryddar og rúllar söguefninu upp svo ógni öðrum jafnöldrum hans sem eru búnir að tæma bernskuminningar sínar (svokallaðar strákabækur) í metsöluskáldsögur. Hafa jafn- vel laumast sumir í önnur hverfi og rænt þar sér alls óskyldum bernskuminningum. Safn Óskars gæti leynst víða í pökkum með pólitískum lit. Það er ekki líklegt að hann njóti fyllsta sannmælis. Þá er léttleikinn og fyndnin honum líkalega fótakefli. Merkilegt þegar það gerist: Hrók- ar hoppa um í hafti af því það er ekki inn að skrifa skemmtisögur. Stolnar stundir útgefanda  Ég sé ekkert svona gler- augnalaus Óskar Magnússon 159 bls. JPV  Bókadómur Ég sÉ ekkert sVona gLeraugnaLaus óskar magnússon Kristín spennir formið af mikilli list, næmni og fáguðum smekk, segir í 5 stjarna dómi um smásagnasafn hennar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.