Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 66

Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 66
66 matur Helgin 19.-21. nóvember 2010 C abernet Sauvignon þrúgan er 17. aldar afsprengi tveggja vínþrúga, hinnar frönsku cabernet franc og hinnar ljósu sauvignon blanc. Þrátt fyrir ungan aldur er þessi þrúga ein sú útbreiddasta í heimi enda afar harðgerð og auðveld í ræktun en best líður henni þó í mildu, ekki of köldu og ekki of heitu loftslagi eins og Bordaux, norðlægri Kaliforníu og Maipo-dalnum í Chile. Þrúg- an er lítil og með þykka húð sem gerir vín hennar jafnan tannínrík. Fleiri bragðein- kenni Cabernet eru jafnan dökk ber, minta og tóbak. Það einkennir einnig þessa ágætu þrúgu að vín hennar hafa betri eiginleika til að eldast og þroskast en vín flestra ann- arra þrúgna. Hér á eftir eru nokkur ágæt cabernet vín sem finna má í Vín- búðunum okkar.  Cabernet Sauvignon Litla þrúgan sem þolir allt Don Melchor Cabernet Sauvignon 2004 , Chile Framleiðandi: Concha y Toro Innflytjandi: Mekka Verð: 7.055 kr. Fæst í Kringlunni, Skútuvogi, Borgartúni og Heiðrúnu Don Melchor er vín í háum gæða- flokki frá chilenska stórfram- leiðandanum Concha y Toro sem einnig framleiðir hin ágætu vín Sunrise og sér í lagi Casillero Del Diablo. Þetta er þroskað vín með dökkum berjum, mjúku tanníni, góðu sýrustigi og ágætri fyllingu og skilur eftir sig fínt og þurrt eftirbragð en er eitlítið þungt, og ófágað miðað við verð. Það borgar sig að umhella víninu og láta það anda í smá tíma áður en það er drukkið. Þetta er sannkallað matarvín og ætti að henta með flestum mat. indian Wells Cabernet Sauvignon 2007, Washington-fylki, Bandaríkin Framleiðandi: Chateau st. Michelle Innflytjandi: Bakkus Verð: 3.498 kr. Fæst í flestum Vínbúðunum Chateau St. Michelle er einn helsti vínframleiðandinn á þessu framsækna og spennandi svæði, Washington-fylki í Bandaríkj- unum. Indian Wells-vínið þeirra er gott og maður fær töluvert fyrir peningana en það þarfnast umhellingar og töluverðrar önd- unar til að ná fram sínu besta og leyfa tanníninu að jafna sig. Líklega myndi það batna enn frekar ef það fengi að þroskast í 2-3 ár til við- bótar í flöskunni. Vínið er dökkt með dökkum ávexti, plómum og jafnvel sveskjum, einnig jörð og vanillu. Góð fylling og ágætt þurrt og ferskt eftirbragð. Eflaust mjög gott með pottréttum. Delicato Cabernet Sauvignon 2008, Kali- fornía, Bandaríkin Framleiðandi: Delicato Innflytjandi: Vífilfell Verð: 1.994 kr. Fæst í flestum Vínbúðunum Kaliforníski vínframleiðandinn Delicato leggur áherslu á gæði á góðu verði. Delicato framleiðir vín undir sama vörumerki úr sex mismunandi þrúgutegundum. Cabernet sauvignon vínið þeirra er milt og hátóna, ávaxtaríkt með mikilli berjalykt og ber bragð af sólberjum og kirsuberjum. Þetta er vín á góðu verði fyrir þá sem vilja létt vín sem eru auðveld á tunguna með litlu tanníni miðað við að vera cabernet-vín. Þetta er ekta vín til að drekka með kótil- ettum og hamborg- urum. gran Coronas Cabernet Sauvignon reserva 2006, Penedés, Spánn Framleiðandi: Torres Innflytjandi: Karl K. Karlsson Verð: 2.599 kr. Fæst í flestum Vínbúðunum Spænski vínframleiðandinn Tor- res framleiðir vín í öllum helstu vínhéruðum Spánar og í Chile og Kaliforníu. Gran Coronas-vínið þeirra er blanda af 85% af hinni frönsku cabernet sauvignon- þrúgu og 15% af hinni spænsku tempranillo-þrúgu og kemur frá Penedés-héraðinu á Spáni og er eitt af þeirra vinsælustu vínum. Það er eilítið piprað og kryddað og hefur gott jafnvægi sýru og tanníns, er bragðmikið með keim af vanillu og jörð. Gott er að leyfa víninu að anda til að ná jafnvægi áður en það er drukkið. Gott með alls kyns kjöti og hrísgrjóna- réttum. gato negro Cabernet Sauvignon 2010, Chile Framleiðandi: San Pedro Innflytjandi: Ölgerðin Verð: 1.398 kr. Fæst í flestum Vínbúðunum Gato Negro Cabernet sauvignon vínið frá framleiðandanum San Pedro í Chile er svona vín sem þarf ekkert tilefni til að opna. Skella pitsu með pepperoni í ofninn, opna eina Gato Negro og meira þarf ekki. Verðið er gott og vínið er ágætt. Það er sýruríkt, milt og létt með berjakeim. Fyllingin er létt og sýran gerir það að verkum að Gato Negro hentar ágætlega með mjög feitum ostum. Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.