Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 76

Fréttatíminn - 19.11.2010, Síða 76
76 tíska Helgin 19.-21. nóvember 2010 Mánudagur Buxur: H&M Skó: Búð í Cannes bolur: Zara, men Jakki: Fatamarkaður Peysa: H&M Þriðjudagur Skyrta: H&M Slaufa: Spúútnik Jakki: H&M Skór: Monki leggings: H&M Miðvikudagur Kjóll: H&M Jakki: H&M Belti: Rokk og rósir Skór: Berska Klæði mig eftir því hvernig mér líður Margrét Björnsdóttir er 19 ára Verslunarskólamær sem hefur gaman af tónlist, tísku, leiklist og skemmtilegum hlutum yfirhöfuð. „Stíllinn minn er mjög margbreytilegur og mér finnst alltaf gaman að vera öðruvísi. Klæði ég mig helst eftir því hvernig mér líður þann daginn. Einn daginn er ég rokk- uð og annan í stuði fyrir að klæðast kjól frá sjöunda áratugnum,“ segir Margrét. „Ég kaupi mest fötin mín í útlöndum. Ekkert er jafn gaman og að detta í flottar vintage-verslanir. Búðirnar H&M, Urban Outfitters og American Apperal eru í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Innblásturinn fær Margrét alls staðar að. Frá umhverfinu og fólkinu í kring. „Mér hefur alltaf fundist Björk stórkostleg í fatavali og öðru. Hún er ein af mínum uppáhalds listamönnum og ég lít mikið upp til hennar.“ 5 dagar dress Föstudagur Kjóll: Rokk & rósir Skór: Búð í Frakklandi Sokkabuxur: Heildsala Fimmtudagur Kjóll: Fatamarkaður Samfestingur: American Apperal Skór: Monki Hattur: H&M Ávextir okkar bestu húðvörur Kíví, epli og vínber bragðast frábærlega en þar með er ekki öll sagan sögð. Ávextir geta öðlast nýja merkingu því þeir innihalda efni sem henta jafn vel og okkar bestu húðvörur. Til dæmis granatepli sem innihalda mikið af ómett- uðum fitusýrum sem stuðla að endurnýjun húðarinnar. Safi ávaxtarins inni- heldur einnig mikið magn af andoxunar- efnum sem koma í veg fyrir ótímabæra öldrun húðarinnar. Hentar öllum Sólin skaðar húð okkar allra og leiðir til ótímabærrar öldrunar. Það er þess vegna sem sólarvörn skiptir okkur miklu máli. Rakakremið frá Body Shop inniheldur mikið af C- vítamíni sem ver húðina gegn skaðlegum útfjólubláum geislum. Þetta krem hentar fyrir alla og ef húðin þarfnast örv- unar er það tilvalið. Kremið mýkir einnig húðina, bætir teygjanleika hennar og styrkir náttúrulegt varnarkerfi. Varan fæst í Body Shop í Kringlunni og Smáralind og kostar aðeins 2.790 krónur. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Þreifum okkur áfram í blindni Ég er þeirrar skoðunar að heimurinn sé að drukkna í útlitsdýrkun. Hún hefur kannski alltaf verið til staðar og breytist í takt við tímann. En upplýsingaöldin minnkar sjón- deildarhringinn hjá okkur og í kjölfarið heiminn. Samfélögin breytast og fólkið með og kröf- urnar enn meira. Við keppumst við að lifa í samræmi við þær kröfur sem eru settar fyrir samfélögin. Þreifum okkur áfram í blindni og reynum að standast þau markmið sem við setjum okkur. Heiladauð sitjum við fyrir framan tölvuna, flettum yfir slúður, tísku og annað yfirborðs- kennt efni. Kvenmaðurinn hefur þó lengi haft þá ímynd sem ríkir í dag. Við sjáum konur prýða for- síður tímarita og annarra auglýsinga hálf- naktar og glennulegar. Það er það sem talið er að selji. Kvenlíkaminn. Við þurfum þó ekki að spóla nema örfá ár aftur í tímann til að upplifa glennuskap á annan hátt. Þokka- gyðjan Marilyn Monroe hefur verið helsta stöðutákn kvenna allra tíma. Fyrir fimmtíu árum hneyksluðust konur út um allan heim yfir glennuskap hennar. En á sama tíma dáð- ust þær að hugrekki hennar og sjálfsöryggi. Þá varð mikil bylting. Í dag er Manroe enn talin dásamleg gyðja og ekki þessi týpiska glenna sem sést á forsíðum tímarita í dag. Hvert stefnir þetta? Þetta er svo gríðarlega stór partur af samfélagi okkar og menn- ingu. Útlitsdýrkun. Hún hefur alltaf verið mikil, og verður líklega alltaf. Fatnaður og holdafar. Skiptir ekki máli. Það er eðli okkar að vilja líta vel út og þóknast öðrum. Sérstæð bæði í söng og útliti Alltaf ríður yfir æði, sama hvað það er og hvar það er í heiminum. Nú hefur ungstirnið Cher Lloyd, 17 ára, slegið heldur betur í gegn í breska söngþættinum X-Factor og er orðin helsta stöðutákn þáttar- ins í ár. Hún er kannski ekki talin vera besti söngvari keppninnar en hefur þó öðlast mesta frægð af þátttakendunum í ár. Hún er gríðarlega hæfileikarík og sér- stæð bæði í söng og klæðaburði og margar milljónir manna hafa veitt henni athygli á tónlistar- vefnum youtube. Hún kemur stöðugt meira á óvart með flutningi sínum og enn meira með útlitinu. Hún mun svo sannar- lega verða stórstjarna í framtíðinni. Jólavörurnar eru komnar Lín Design Laugavegi 176 sími 5332220 www.lindesign.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.