Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 14
130 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 sem gefin voru sýklalyf um munn og var eink- um notað penicillín (12 skipti) eða amoxicillín/ klavúlanat (í sex skipti). Þrjá einstaklinga þurfti hins vegar að leggja á sjúkrahús, tvo eftir kattarbit með ígerð í húð og einn eftir manns- bit með beinsýkingu í handarlegg. Einn bit- þoli, með P. multocida sýkingu í húð eftir katt- arbit, þurfti að koma margsinnis á göngudeild til eftirlits og umönnunar sárs en innlagnar þurfti ekki við. Umræða Bitsár af manna- og dýravöldum eru líklega allalgeng hérlendis en ekki er vitað hve mörg koma til umönnunar eða meðferðar. Gert hef- ur verið ráð fyrir að í innan við helmingi tilvika sé meðferðar eða ráðleggingar leitað, þó sú tala sé ef til vill hærri þegar börn eiga í hlut (2). í þeirri athugun sem hér er kynnt voru skráð 145 bitsár á einu ári á landsvæði þar sem búa um 150.000 manns. Töldust þau um það bil 0,4% heimsókna á slysadeild Borgarspítalans það ár. Líklegt er að heimilislæknar hafi með- höndlað einhver sár af þessu tagi (upplýsinga frá þeim var ekki leitað), en sé gert ráð fyrir að um 50% bitsára séu ekki skráð (8), má giska á að nýgengi bitsára hér sé um 200/100.000 íbúa á ári. I Bandaríkjunum er um 1% heimsókna á slysadeildir vegna bitsára og þar hefur verið áætlað að nýgengi bitsára sé um 300-700/ 100.000 íbúa á ári (1,2,8). Til samanburðar er nýgengi ofbeldisáverka hérlendis áætlað um 2000/100.000 íbúa á ári (5) og nýgengi áverka í umferðarslysum í Reykjavík um 1500/100.000 íbúa á ári (9). Samkvæmt ágiskun dýravinasamtaka hér- lendis er áætlað að um 25.000 hundar og kettir séu hafðir sem gæludýr á íslandi (10). Engar haldbærar tölur munu þó vera til þar um. Bandaríkjamenn halda um fjórum sinnum fleiri hunda og ketti miðað við fólksfjölda (1), enda tíðni bita hærri þar. Þar eru hundar hlut- fallslega algengari en hérlendis, enda banni lögregluyfirvalda við hundahaldi einungis ný- lega aflétt í Reykjavík. Þar í landi eru hundsbit líka langalgengust bita, 70-90% af öllum bitum (2,8), en voru 46% í þeirri athugun sem hér er kynnt. Eins og reyndin hefur verið annars staðar, voru hunds- og mannsbit tíðust að sumri, en kattarbit voru óháð árstíð (1). Hundar bitu oftast heimavið og tíðast eiganda sinn eða ein- hvern sem þeir þekktu, mjög hliðstætt því sem reynst hefur í öðrum athugunum á bitsárum (1,11,12). Oftast hafði hundurinn verið áreitt- ur, eða bitið ef reynt var að skilja hann frá öðrum hundi í slagsmálum. Hundar bitu því sjaldnast án tilefnis, úti á víðavangi eða á öðr- um stöðum þar sem menn koma saman. Flest voru fórnarlömbin ung og tæplega 40% þeirra sem dýr bitu voru börn 12 ára og yngri (13). Eins og fram hefur komið í öðrum athug- unum af þessu tagi (1,2,8,11) var körlum hætt- ara við bitum en konum, með þeirri undan- tekningu að konur sem hlutu kattarbit voru fleiri en karlar og bar þar mikið á miðaldra konum yfir fertugt. Flest mannsbit verða vegna slagsmála og eru hnúaáverkar (clenched fist injuries) einna al- varlegastir (1). Einungis greindust tveir slíkir í þessari könnun. Eins og við var að búast var áfengi oft í farteski þeirra sem bitnir höfðu verið af samborgurum sínum (41% tilvika), en upplýsingar lágu ekki fyrir um ástand þeirra sem bitu. Einungis voru tekin sýni til ræktunar frá 46% hópsins við komu. I flestum tilvikum voru sár svo lítil að ekki var unnt að koma strok- pinna í sárið og því horfið frá sýnatöku, en í öðrum tilvikum fórst sýnataka því miður fyrir af vangá. Sýklarnir sem greindust eru allir þekktir frá bitsárum og allir hluti eðlilegrar munnflóru þeirra tegunda sem bitu (1,13,14). Pasteurella multocida er vafalítið þekktust þessara sýkla, enda greind í 50-80% kattarbita og 20-30% hundsbita (1,2,15). Sýkillinn veldur alvarlegum sýkingum, þar á meðal hraðfara húðnetjubólgu (cellulitis) og jafnvel beinsýk- ingu. Hér greindist P. multocida fyrst og fremst eftir kattarbit og var þar sá sýkill sem mest bar á. Sýkillinn greindist þó eftir eitt hundsbit, og hefur greinst í munnholi íslenskra hunda (16). Frá hundsbitum ræktuðust oftast ýmsir streptókokkar, en einnig ýmsar tegundir Gram-neikvæðra stafbaktería, Moraxella sp., M-5, Flavobacteria, Xanthomopnas maltophil- ia og fleiri. í þessari rannsókn greindust hins vegar ekki sýklar sem í öðrum könnunum hafa reynst allsértækir sýkingarvaldar í kjölfar hundsbita (1,8,17,18) til dæmis Capnocytop- haga canimorsus (áður dysgonic fermenter 2, DF-2) og Staphylococcus intermedius, sýkill sem auðvelt er að ranggreina sem S. aureus, þar sem um 30% stofna S. intermedius fram- leiða kóagúlasa. Gagnstætt yfir 90% stofna S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.