Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 179 réttlæting þess að rannsóknin er gerð á mönnum, b) sundurliðuð lýsing á öllu inngripi sem ætlað er að gera, þar með talið hverjir skammtar eru og hversu lengi meðferð á að standa, c) lýsing á áætlunum um að beita ekki staðal- meðferð í rannsókninni eða að hætta við hana, d) lýsing á áætlunum um tölfræðigreiningu á könnuninni sem felur í sér útreikninga á tölfræði- legum styrk könnunarinnar, tiltekur skilmerki fyrir það hvenær könnun skuli hætt og sýnir hæfilegan fjölda þeirra sem fengnir verða til þátttöku, e) skilmerki fyrir þátttöku og því að ein- staklingar hætti þátttöku, þar með talið hvemig leitað er eftir samþykki þátttakenda byggðu á vitneskju og hvemig það er fengið, f) greinargerð fyrir því hvort fólk er hvatt til þátttöku með Qármunum eða á annan hátt svo sem með því að bjóða fram reiðufé, gjafir, greiðslu fyrir þjónustu eða dvalarstað eða að endurgreiða sjúklingi áfallinn kostnað svo sem fyrir læknishjálp og g) f rannsóknum þar sem áhættan er umfram það að vera í lágmarki að því er varðar líkam- legan skaða, skal gert grein fyrir því hvernig ætlunin er að bregðast við slíkum skaða ef upp kemur og hvemig ætlunin er að bæta fyrir örorku eða dauða í tengslum við rannsóknina. Einnig skulu þar vera upplýsingar sem stað- festa a) öryggi hvers inngrips sem ætlunin er að beita og hvers lyfs eða bóluefnis sem ætlunin er að prófa þar með taldar niðurstöður kannana í rannsóknarstofum og tilrauna á dýmm, b) hverjar má ætla að verði hagsbætur af rannsókninni og hver áhættan er, c) með hvaða ráðum ætlunin er að afla sam- þykkis byggðu á vitneskju, frá hverjum og einum þátttakanda eða þegar væntanlegur þátttakandi er ófær um að gefa slíkt samþykki, að trygging sé fyrir því að samþykkis verði aflað hjá málsvara viðkomandi og hafi hann til þess umboð að lögum og enn fremur að réttindi og velferli sérhvers þátttakanda verði fyllilega vemduð, e) hver sú stofnun er, sem telst fmmkvöðull rannsóknarinnar og nákvæm lýsing á því hverjar em fjárhagsskuldbindingarfrumkvöðuls gagnvart rannsóknarstofnuninni, könnuðum, þátttakendum og þar sem við á, gagnvart samfélaginu, f) áætlanir um að upplýsa þátttakendur um skaða og hagsbót meðan á könnun stendur og um niðurstöður könnunarinnar að henni lokinni, g) hveijir verði teknir með í rannsóknina, aldur þeirra og kyn og hveijar aðstæður þeirra em og séu einhverjir flokkar útilokaðir þá sé fullnægj- andi réttlæting sett fram, réttlætingu fyrir því að taka með þá sem hafa takmarkaða getu til þess að gefa samþykki eða þá sem eru í vamarlausum þjóðfélagshópum, að könnuðirinn er hæfur og reyndur og hefir tryggt fullnægjandi aðstæður fyrir ömgga og virka útfærslu rannsóknarinnar, ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að tryggja trúnað varðandi rannsóknargögnin og eðli hverrar þeirrar siðfræðilegrar íhugunar sem upp hefir komið, ásamt vísbendingu um það að beitt verði ákvæðum Helsinkiyfirlýsingarinnar. Rannsóknir að frumkvæði erlendis frá 15. Skyldur þess lands sem á frumkvæði að rannsókn og þess lands sem við henni tekur: Rannsóknir sem em að fmmkvæði erlendis frá fela í sér tvennar siðfræðilegar skyldur: * Þeir sem gerast frumkvöðlar að rannsóknum í öðm landi, skulu láta kveða upp vísindalegan og siðfræðilegan dóm um rannsóknarreglumar á gmnni þeirra staðla sem gilda í heimalandi þess er kostar rannsóknina og skulu staðlarnir ekki vera síður nákvæmir en þeir væm ef rannsóknin færi fram í heimalandinu. * Eftir að fengið er vísindalegt og siðfræðilegt samþykki í því landi sem á framkvæði að rannsókn, skulu rétt yfirvöld í því landi sem við rannsókninni tekur þar á meðal siðfræðilegar matsnefndir í héraði og á landsvísu, fullvissa sig um það að rannsóknin sem boðið er upp á standist þeirra eigin siðfræðilegar kröfur. Skýringar á fimmtándu leiðbeiningunni. Skilgreining. Heitið „rannsóknir að frum- kvæði erlendis frá“ vísar til læknisfræðilegra vísindarannsókna, a) þar sem fmmkvæðið er í öðm landi, b) rannsóknin er kostuð af og stundum að hluta eða að fullu gerð af erlendum aðilum (frá einni þjóð eða um er að ræða ijölþjóðlega og alþjóðlega, hópa, stofnanir eða fyrirtæki) og c) höfð er samvinna við rétt yfirvöld, stofnanir og heilbrigðisstarfsmenn í því landi sem við rannsókninni tekur eða að hún er gerð með samþykki viðkomandi aðila. Siðfræðileg og vísindaleg endurskoðun. Sú skylda hvflir á siðfræðinefndum bæði í því landi sem á fmmkvæði að rannsókn og þess lands sem við henni tekur, að meta rannsóknarreglumar sið- fræðilega og vísindalega og nefndimar skulu hafa vald til þess að synja um leyfi fyrir áætlanir sem ekki fullnægja siðfræðilegum og vísindalegum stöðlum þeirra. Sérstakar skyldur má fela mats- nefndunum í báðum löndum ef fmmkvöðull eða könnuður í iðnaðarríki hyggst koma á rannsókn í þróunarríki. Þegar frumkvöðull er alþjóðleg stofnun, verður innan hennar að meta rannsóknar- reglurnar samkvæmt eigin, óháðum siðfræði- legum aðferðum og stöðlum. Matsnefndir (í því landi sem á fmmkvæði að rannsókn og í alþjóðlegum stofnunum) bera sérstaka ábyrgð á því að ákvarða hvort vísinda- aðferðirnar séu traustar og hagkvæmar fyrir markmið rannsóknarinnar, hvort lyf, bóluefni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.