Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 137 Rannsóknarhópurinn var því 40 einstaklingar sem komu í viðtal, skoðun og blóðrannsókn á göngudeild Landspítalans. Samanburðarhópur: Safnað var blóði frá 24 heilbrigðum starfsmönnum Landspítalans og talinn fjöldi T-eitilfrumna og fjöldi T-hjálpar- og bælifrumna í sýnunum til samanburðar við sjúklingana. CMV-mótefni: Mæld voru IgM og IgG mót- efni gegn CMV í nýjum sýnum sem tekin voru á göngudeild og jafnframt voru eldri sýni end- urmæld. Eldri sýnin höfðu verið mæld áður með ELISA aðferð sem þróuð var á Rann- sóknastofu Háskólans í veirufræði. Öll sýnin voru nú mæld með ELISA aðferð frá Organon (Vironistica anti-CMV IgMR, Organon Tekn- ika, Holland). Skilmerki nýlegrar CMV-sýkingar voru ákveðin: Að sjá IgM mótefni gegn CMV með eða án hækkunar á IgG mótefnum gegn CMV milli tveggja sýna. Mat á ónœmishœfni og aðrar rannsóknir: Til að meta ónæmishæfni hópanna var gert húðpróf til að athuga síðbúna ónæmissvörun og þar með virkni T-eitilfrumna. Sem áreiti var notaður streptókínasi, 25 ae gefið í húð. Bólgusvörun á stungustað var metin 48 klukkustundum síðar og húðpróf taldist já- kvætt ef bólguhersli mældist > 1 sm í þvermál. Einnig varfjöldi T-eitilfrumna, CD4+ T-hjálp- arfrumna og CD8+ T-bæli-/drápsfrumna mældur. Leitað var að mótefnum gegn HIV Fjöldi einstaklinga Aldur Mynd 1. Aldur og kyn fullorðinna einstaklinga með frumsýk- ingu af völdum CMV. hjá öllum einstaklingum (ELISA, Wellcome). Heildarmagn immúnóglóbúlína (IgM, IgG og IgA) var mælt hjá öllum einstaklingunum. Einnig var mældur blóðhagur, sökk, blóðsyk- ur, prótín, albúmín í sermi og lifrarenzým (AS- AT, GGT, ALP og LDH). Loks voru mæld mótefni gegn Epstein-Barr veiru (Vironostica anti-EBVR, Organon Teknika, Holland) og skimað eftir gigtarþætti (rheumatoid factor) í sermi. Allar þessar rannsóknir voru gerðar þegar viðkomandi einstaklingar komu á göngudeild tveimur til 26 mánuðum eftir upp- haf veikinda. Tölfrœðileg úrvinnsla: Við samanburð á fjölda eitilfrumna og undirflokkum eitilfrumna milli sjúklinga og samanburðarhóps var beitt Mann-Witney prófi. Niðurstöður Fjöldi CMV-sýkinga í heilbrigðum: I viðtöl- um kom í ljós að af þeim 40 einstaklingum sem voru í rannsóknarhópnum reyndust þrír hafa sjúkdóma sem gátu valdið ónæmisbælingu og voru því útilokaðir. Tuttugu og sex af þeim 37 sem eftir stóðu fullnægðu skilmerkjum um ný- lega sýkingu af völdum CMV þegar búið var að endurmæla eldri blóðsýni (sjá töflu). Hjá 13 fundust IgM mótefni gegn CMV ásamt hækk- un á IgG mótefnum. Hjá 12 sást skammvinn hækkun á IgM mótefnum gegn CMV án þess að greina mætti hækkun á IgG mótefnum í kjölfarið. Loks var einn sjúklingur greindur á grundvelli vefjaskoðunar og mótefnamælinga. Á tveimur árum, 1989 og 1990, fundust þannig 26 heilbrigðir einstaklingar með teikn um ný- lega CMV-sýkingu. Sjúkdómsmynd: Langalgengustu einkenni sýkingar voru almenn sýkingareinkenni. Hiti var oft langvarandi, gjarnan kvöldhiti og stóð í um það bil þrjár vikur. Flestir kvörtuðu um slappleika og lystarleysi og mjög margir höfðu hósta, nætursvita, höfuðverk og beinverki. Önnur einkenni svo sem ógleði og uppköst, kviðverkir og liðverkir komu fyrir. Auk þess voru nokkrir með sjaldgæfari sjúkdómsmynd- ir; einn fékk Guillain-Barré fjöltaugabólgu, annar magasár og tveir greindust með lifrar- bólgu. Mynd 1 sýnir kyn- og aldursdreifingu sjúk- linganna. Fjöldi tilfella var svipaður í öllum aldurshópum milli tvítugs og sextugs og karlar voru jafnmargir konum. Aðeins ein kona var eldri en sextug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.