Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 141 Frumur x 109/ lítra 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Mynd 5. Fjöldi CD8+ T-eitilfrumna (A) og CD4+ T-eitilfrumna (B) í blóði sjúklinga með CMV-frumsýkingu (CMV), heilbrigðra samanburðareinstaklinga (HS) og sam- anburðarsjúklinga sem fullnægðu ekki skilmerkjum um CMV-frumsýkingu (SS). *p< 0,01. kenni minntu helst á iðrakveisu með uppköst- um, magaspeglun sýndi magasár með veiruinn- lyksum í frumum í sárbörmum; þessi kona náði fullum bata á tveimur vikum. Rannsóknarniðurstöður: Tiltækar voru upp- lýsingar um blóðhag 20 sjúklinga þegar þeir greindust með CMV-sýkingu. í 14 tilvikum var lýst óeðlilegum (atýpískum) eitilfrumum í blóðstroki, aðrar breytingar svo sem sökk- hækkun eða fjölgun á hvítum blóðfrumum voru sjaldgæfari. I 21 tilviki fundust upplýsing- ar um lifrarpróf og reyndust 19 sjúklingar með lítillega óeðlileg lifrarpróf, oftast væga hækkun á einu eða fleiri lifrarenzíma í blóði (ALP, ASAT, GGT eða LDH). Þegar sjúklingarnir voru rannsakaðir á göngudeild Landspítalans hálfu til einu og hálfu ári frá greiningu CMV-sýkingar reyndust allir vera með eðlilegan blóðhag og eðlileg lifr- arpróf. Sömuleiðis reyndist enginn með hækk- aðan blóðsykur og allir með eðlileg sermipró- tín, albúmín og ónæmisglóbúlín. Einungis reyndust tveir sjúklingar hafa væga hækkun á gigtarþætti í sermi og enginn reyndist með HIV mótefni. Mótefnamælingar gegn Epstein-Barr veiru sýndu að flestir höfðu IgG mótefni sem merki um gamla sýkingu. Nítján af þessum 26 einstaklingum sýndu eðlilega bólgusvörun við streptókínasa sem gefinn var í húð. Prófið var endurtekið hjá fimm af þeim sjö sem ekki svöruðu í fyrstu atrennu og þá sást eðlilegt húðsvar hjá þremur til viðbótar. Þannig reyndust aðeins tveir sjúk- lingar hafa bælt frumubundið ónæmissvar (an- ergy) og óvíst um tvo til viðbótar. Kannaður var fjöldi T-eitilfrumna í blóði allra sjúklinganna og hjá álíka mörgum heil- brigðum starfsmönnum spítalans. Einnig var athugað hlutfall CD4+ T-hjálparfrumna og CD8+ T-bæli-/drápsfrumna. Mynd 5 sýnir nið- urstöðu þessara mælinga ásamt samskonar nið- urstöðum á sýnum frá 14 einstaklingum sem voru útilokaðir úr rannsóknarhópi á göngu- deild, ýmist vegna þess að endurteknar mót- efnamælingar fullnægðu ekki inntökuskil- merkjum eða vegna þess að fram kom saga sem gat bent til annars sjúkdóms, ónæmisbælandi. Sjúklingahópurinn hafði marktækt fleiri CD8+ T-bæli-/drápsfrumur í blóði heldur en báðir samanburðarhóparnir (p < 0,001). Ekki sást marktækur munur á fjölda CD4+ T-hjálp- arfrumna milli hópanna. Umræða Á tveimur árum fundum við 26 einstaklinga sem uppfylltu skilmerki okkar um nýlega CMV-sýkingu. Fjöldinn er þó væntanlega mun meiri því ekki náðist til allra sem grunaðir voru um sýkingu og einnig má telja líklegt að mun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.