Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 185 læknir, útskýra mismun á skað- semi reyklauss og reyktóbaks, þá er mikilvægt að gera það án þess að meiningin snúist upp í andhverfu sína. Eðlilegt er að gera sem gleggsta grein fyrir skaðsemi af hvorutveggja og eftirláta almenningi að draga sínar ályktanir. Að mínu mati er beinlínis rangt að segja að ann- að sé skárra en hitt. Af því hlýst gjarnan að dregin er sú ályktun að það sem sagt er skárra, sé hreint ekki svo slæmt, jafnvel ákveðnum kostum gætt. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til tóbaksvarnarlaga. Þetta sama frumvarp hefur átt erfitt uppdráttar, lá fyrir á síðasta þingi, en náði þá ekki fram að ganga. Margt gott má segja um þetta frumvarp til dæmis ákvæði um verð á tóbaki, aukin framlög til tóbaksvarna og fleira. Einnig er jákvætt að banna á sölu munntóbaks og innflutning nýrra forma tóbaks sem fram kunna að koma. Einn stórgalli er þó á þessu frumvarpi og það varðar snuff- ið. Samtímis því sem munntó- bak verður bannað, þá er neftó- bak leyft. Af áðurnefndu l1/: tonni af fínkornóttu tóbaki, snuffi sem flutt er inn á ári og troðið í nasir og varir ungmenna eru einungis um 0,3 tonn munn- tóbak. Afganginn, 1,2 tonn af neftóbaki er áfram heimilt að flytja inn. Ekki þarf mikið hugmynda- flug til að troða þessum óþverra í vörina, þó hann sé kenndur við næstu hæð fyrir ofan. Því er bann við sölu munntóbaks í frumvarpinu hálfgert sýndar- ákvæði. Eðlilegra hefði verið að banna neftóbakið líka. Ekki er fyrirséð hvernig frumvarpinu reiðir af í meðferð núverandi þings. Ljóst er að hagsmunaað- ilar, það er tóbaksiðnaðurinn og fleiri munu fylgjast með, leit- ast við að tefja framgang mála og reyna að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Stundum er sagt að mikilvægt sé að einhver úr læknastétt sitji á þingi og er það rétt. Hitt er þó enn mikilvægara að sem flestir læknar og samtök þeirra láti í sér heyra varðandi stórmál sem Alþingi hefur til meðferðar og snerta heilbrigði og heilsu- vernd. Væntanleg ný lög um tó- baksvarnir eru slíkt stórmál. Læknar, látum í okkur heyra um þessi mál í ræðu og riti. Verðugir áheyrendur í því sam- bandi eru til dæmis ráðherra heilbrigðismála, þingmenn, al- menningur, foreldrar, kennarar og fleiri. Pétur Heimisson, heimilislæknir Egilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.