Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 38
150 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 nota við öflun skjalfestingar á samþykki þátttak- enda, er byggi á vitneskju. 1.4 Vísindasiðfræðinefndina verður að upplýsa um allar síðari breytingar á rannsóknar- reglum og um alvarleg eða óvænt meintilvik er fyrir koma meðan á prófuninni stendur, þau er líklegt er að áhrif hafi á öryggi þátttakenda eða tilhögun prófunai'innar. Skal þá inna nefndina eftir áliti hennar á því, hvort álitið sé að endurmeta þurfi siðfræðileg horf prófunarinnar. 1.5 Þátttakendur má ekki skrá í prófunina fyrri en fyrir liggur jákvæð álitsgerð um aðferðir og heimildaskráningu. Frumkvöðull/könnuður skulu taka tillit til ráðlegginga vísindasiðfræðinefndarinnar. 1.6 Þegar áætlanir um meðferðarprófun eru lagðar fyrir vísindasiðfræðinefndina, skal óskað eftir því að hún fjalli um eftirtalin atriði: a) Um makleika könnuðar fyrir áætlaða prófun með hliðsjón af hæfni og reynslu hans/hennar og um starfsmenn og þá aðstöðu sem í boði er, á grunni þeirra upplýsinga sem nefndin hefur tiltækar, b) um makleika rannsóknarreglna með hlið- sjón af markmiðum könnunarinnar og um vísinda- lega skilvirkni hennar það er að segja mögu- leikann á að komast að áreiðanlegum niðurstöðum með sem minnstri berskjöldun þátttakenda, svo og um réttlætingu fyrirsjáanlegrar áhættu og óþæginda borið saman við ætlaðan ávinning fyrir þátttakendur og/eða aðra, c) um það hversu nægjanlegar og endanlegar þær skriflegu upplýsingar eru, sem ætlunin er að veita þátttakendunum, ættingjum þeirra, forráða- mönnum og ef þörf krefur, lögráðamönnum, d) um það með hverjum ráðum ætlunin er að afla þátttakenda í byrjun, með hverjum ráðum fullar upplýsingar verði gefnar og með hverjum ráðum samþykkis verði aflað. Allar skriflegar upplýsingar til þátttakanda og/eða forráðamanns verður að leggja fram í endanlegu formi, e) um ráðstafanir vegna meðferðar og bóta ef þátttakandi verður fyrir skaða eða deyr, verði það rakið til meðferðarprófunarinnar og um hverja þá vátryggingu sem tekin er til þess að fullnægja bótaskyldu könnuðar og frumkvöðuls og f) að hvaða marki má launa eða bæta könnuð- um og þátttakendum fyrir þátttökuna. 1.7 Vísindasiðfræðinefndin skal gefa álit sitt og ráðleggingar skriflega, innan hæfilegs tíma og skal koma greinilega fram hver prófunin er, um hvaða skjöl er fjallað og hvenær matið er gert. Samþykki byggt á vitneskju 1.8 I sérhverri meðferðarprófun skal fylgja meginreglunum um samþykki byggt á vitneskju, eins og þær eru í gildandi útgáfu Helsinkiyfir- lýsingar Alþjóðafélags lækna. 1.9 Upplýsingar skal gefa bæði munnlega og skriflega. Engan má skylda til þátttöku í prófun. Gefa skal væntanlegum þátttakendum, ættingjum þeirra og forráðamönnum (lögráðamönnum) nægjanleg færi á að spyrja um einstök atriði próf- unarinnar. I upplýsingum komi skýrt fram að það að neita þátttöku eða að hætta þátttöku í prófun- inni gerist án nokkurs óhagræðis fyrir síðari umönnun viðkomandi. Viðkomandi ber að veita nægilegan tíma til þess að ákveða hvort þeir óska eftir að taka þátt eða ekki. 1.10 Væntanlegum þátttakanda skal gert það ljóst og hann þarf að samþykkja það að per- sónulegar upplýsingar verði grandskoðaðar í endurskoðun prófunar af hæfum yfirvöldum og af einstaklingum sem fengið hafa tilhlýðilega löggildingu, en jafnframt að persónulegar upp- lýsingar verði meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og að þeim verði stranglega haldið leyndum fyrir öllum óviðkomandi aðilum. 1.11 Væntanlegur þátttakandi skal hafa aðgang að upplýsingum um meðferð og tjóna- bætur, verði hann fyrir skaða/örorku af því að taka þátt í könnuninni. 1.12 Væntanlegum þátttakanda skal skýrt frá markmiðum prófunarinnar, ætluðum ávinningi fyrir þátttakandann eða annað fólk, viðmiðsmeð- ferð/lyfleysu, áhættu og óþægindum, svo sem af inngripsaðferðum. Þegar við á skal skýra frá öðrum kostum um viðurkennda, staðlaða læknis- fræðilega meðferð. 1.13 Akveði viðkomandi að taka þátt í prófun eftir að hafa fengið fullar og víðtækar skýringar á henni, sem að ofan greinir, skal samþykki hans/ hennar skráð á viðeigandi hátt. Samþykkið skal dagsetja og skjalfesta annað hvort með undirskrift væntanlegs þátttakanda eða með undirskrift óháðs vitnis sem staðfestir samsinni viðkomandi. í hvoru tilviki um sig staðfestir undirskriftin að samþykkið sé byggt á upplýsingum sem við- komandi hefir skilið og síðan valið að taka þátt í rannsókninni af fúsum og frjálsum vilja, sjálfum sér að skaðlausu að því er varðar lagaleg og sið- fræðileg réttindi en eiga ávallt möguleika á að draga sig út úr könnuninni án þess að þurfa að gefa upp neinar ástæður nema meintilvik hafi komið upp. 1.14 Sé viðkomandi ófær um að gefa persónu- legt samþykki (svo sem í meðvitundarleysi eða alvarlegum geðsjúkdómi eða alvarlegri fötlun), getur þátttaka slíkra sjúklinga verið viðeigandi ef vísindasiðfræðinefndin er í grunnatriðum sammála þeirri skoðun könnuður að þátttaka muni stuðla að velferð og hagsmunum sjúklings. Fallist forráðamaður/lögráðamaður á það að þátttaka muni stuðla að velferð og hagsmunum viðkomandi, skal það skráð, undirritað og dagsett. Ef hvorki er mögulegt að fá undirritað samþykki byggt á vitneskju né munnlegt samþykki staðfest skriflega af vitnum, ber könnuði að skrá það ásamt ástæðunum fyrir því. 1.15 Samþykki ber ávallt að gefa skriflega í læknisfræðirannsóknum sem ekki eru af klínísk- um toga, það er að segja þegar enginn bein klínísk hagsbót er af þátttöku. 1.16 Hverjar þær upplýsingar sem tiltækar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.