Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 153 vita að meðferð sjúklinga: a) Þar sem við á skal virkur endurlífgunarbúnaður vera tiltækur, beri bráðan vanda að höndum. b) Könnuður er læknisfræðilega ábyrgur fyrir þeim þátttakendum sem eru í umsjá hans meðan á prófun stendur og hann verður að tryggja að viðeigandi læknismeðferð verði haldið áfram eftir að prófun lýkur. c) Þegar prófun er lokið skal klínískt marktækum og afbrigðilegum rannsóknamiður- stöðum og klínískum athugunum fylgt eftir, þátttakandanum til hagsbóta. d) Þátttakendur í prófun skulu fá kort með upp- lýsingum þar sem fram kemur að þeir taki þátt í prófun. Heimilisföng og símanúmer þeirra sem samband skal haft við í bráðum tilvikum, skulu skráð þar ásamt öðrum upplýsingum sem við eiga. e) I sjúkraskrá skal greinilega fram tekið að viðkomandi taki þátt í lyfjaprófun. f) Heimilislækni skal tilkynnt um þátttöku viðkomandi. III. kafli Meðferð gagna Könnuður 3.1 Könnuðurinn ábyrgist að tryggja, að athuganir og það sem fram kemur við rannsókn sé að fullu og réttilega skráð í tilfellisskrár og þær staðfestar með undirskrift. 3.2 Séu gögn færð í tölvukerfi skal farið eftir ákæðum laga nr. 121 28. desember 1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. 3.3 Séu gögn úr prófun færð beint í tölvu, verð- ur ávallt að gera nægilegar öryggisráðstafanir til þess að tryggja sannprófun þar með taldar áritaðar og dagsettar útprentanir og tölvuskráð varaeintök. Tölvukerfi skal sannprófa og sundurliðuð lýs- ing gerð á notkun þeirra og henni haldið við. 3.4 Allar leiðréttingar í tillfellisskrá og annars staðar í hráum gögnum skulu gerðar á þann hátt, að þær skyggi ekki á upphaflega færslu. Réttum gögnum skal ávallt fylgja skýring á ástæðu þess að leiðrétting er gerð og könnuður skal dagsetja og undirrita innfærsluna. Við gagnavinnslu í tölvu skulu aðeins þeir sem til þess hafa sérstaka heimild, geta aukið við eða breytt gögnum í tölvunni og halda ber skrá yfír allar breytingar og útstrikanir. 3.5 Sé gögnum breytt í vinnslu skal skjalfesta breytinguna og sannprófa kerfíð. 3.6 Rannsóknargildi með eðlilegum við- miðunargildum skal ávallt færa í tilfellisskrá eða festa þau við hana. Gildi sem liggja utan viður- kenndra viðmiðunargilda eða gildi sem víkja marktækt frá fyrri gildum, skal könnuður meta og tjá sig um. 3.7 Gögn önnur en þau sem krafist er í rann- sóknarreglum, má færa í tilfellisskrá og skal þá merkja þau sem aukauppgötvun. Könnuður skal þá lýsa þýðingu þeirra fyrir könnunina. 3.8 Ávallt skal greina frá mælieiningum og umbreyting eininga skal ávallt tekin fram og skjalfest. 3.9 Könnuður skal ávallt halda leynilega skrá, til þess að hægt sé að bera ótvíræð kennsl á þátttakendur. F rumk vöðull/Eftirlitsmaður 3.10 Frumkvöðull skal nota sannprófuð, villulaus gagnavinnsluforrit með nægjanlegri skráningu á notkun. 3.11 Eftirlitsmaður skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að honum yfirsjáist að gögn vanti eða að í þeim felist rök- legar mótsagnir. Ef tölva tilgreinir sjálfkrafa að gögn vanti, skal þess greinilega getið. 3.12 Þegar notuð eru tölvukerfi fyrir gagna- meðferð eða gögn eru fjarunnin, skulu vera til- tækar staðalverklagsreglur fyrir slík kerfi. Kerfin skulu hönnuð á þann hátt að þau leyfi að hægt sé að leiðrétta eftir hleðslu gagna og skal leiðrétting ávallt koma fram í endurskoðunarskrá (sjá 3.4 og 3.16). 3.13 Frumkvöðullinn skal tryggja mestu mögulegu nákvæmni við gagnaumbreytingar. Ávallt skal vera hægt að bera útprentun gagna saman við upphaflegu athuganimar og það sem fram kemur við rannsókn. 3.14 Frumkvöðull skal með hjálp ótvíræðs táknrófs, geta borið kennsl á öll gögn sem skráð eru um hvern þátttakanda (sjá 3.9). 3.15 Sé gögnum umbreytt meðan á vinnslu stendur, skal skjalfesta umbreytinguna og sann- prófa aðferðina. 3.16 Fmmkvöðull skal halda lista yfir þá ein- staklinga sem sérstaka heimild hafa til þess að færa inn leiðréttingar. Hann skal vemda aðgengi að gögnum með viðeigandi öryggiskerfum. Skjalavarsla 3.17 Könnuður skal sjá um að táknróf sem notuð eru til þess að bera kennsl á þátttakendur séu varðveitt í að minnsta kosti 15 ár eftir að prófun er lokið eða að henni er hætt. 3.18 Sjúklingaskrár og önnur upphafleg gögn skal varðveita þann hámarkstíma sem sjúkrahús- um og öðrum heilbrigðisstofnunum ber að varð- veita slík gögn, en þó aldrei skemur en í 15 ár. 3.19 Frumkvöðull eða síðari eigandi skal varð- veita alla aðra heimildaskráningu um prófunina svo lengi sem lyfið er í notkun. 3.20 Skjalfest gögn má varðveita á örfilmum eða með tölvuskráningu að því tilskildu að til sé varaeintak af henni og að hægt sé að fá tölvuút- skrift ef þörf krefur. 3.21 Frumkvöðull skal í heildarskjalasafninu varðveita rannsóknarreglurnar, heimildaskrán- ingu, öll leyfi og öll önnur skjöl er varða próf- unina, þar á meðal staðfestingar á því að fullnægj- andi endurskoðun og eftirlit hafi farið fram. 3.22 Gögn um meintilvik skal ávallt geyma í heildarskjalasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.