Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 42
154 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 3.23 Frumkvöðull eða síðari eigandi skal varðveita lokaskýrsluna í fimm ár eftir að notkun lyfsíns er hætt. 3.24 Verði eigendaskipti á gögnunum skal það skráð. 3.25 Öll gögn og heimildir skulu látin yfir- völdum í té sé þess óskað. Málfar 3.26 Allar skriflegar upplýsingar og annað efni sem ætlað er þátttakendum í prófun og aðstoðarfólki sem vinnur við rannsóknina, skulu vera á auðskilinni íslensku. IV. kafli Tölfræðivinnsla 4.1 Nauðsynlegt er að beitt sé sérfræðiþekk- ingu í líftölfræði við hönnun prófunarinnar, meðan á henni stendur og allt fram að því að lokaskýrsla er fullbúin. 4.2 Frumkvöðull og könnuður skulu komast að samkomulagi um það hvar tölfræðivinna fari fram og af hverjum hún verður unnin. Hönnun tilraunar 4.3 Vísindalegur heilleiki klínískrar prófunar og trúverðugleiki gagna sem úr henni koma, eru fyrst og fremst háð því hvernig tilraunin er hönnuð. Þegar um samanburðarprófanir er að ræða ætti þess vegna í rannsóknarreglunum að lýsa annars vegar fyrirfram gefinni grunnforsendu ætlaðs mismunar meðferða sem prófuninni er ætlað að leiða fram og möguleikunum á að greina þann mun að teknu tilliti til klínískra og vísinda- legra upplýsinga og faglegu mati á klínískri marktækni tölfræðilegra frávika og hins vegar hvaða ráðum er beitt til þess að koma í veg fyrir hlutdrægni svo sem með slembun, þar sem hún á við. Slembun og blindun 4.4 Þegar þátttakendum er skipað af handahófi í flokka skal skjalfesta hver aðferðin er. Sé þátt- takendum í blindaðri meðferðarprófun skipað á innsiglaðan kóða, skal það varðveitt þar sem könnuður hefir bækistöð og hjá frumkvöðli. 4.5 í blindaðri prófun skal í rannsóknarreglum greina frá ástæðunum fyrir því að rjúfa þurfi kóðann. í kerfinu skal gert ráð fyrir því að í bráðum tilvikum sé hægt að fá aðgang að með- ferð einstakra þátttakenda, en að einungis sé hægt að fá aðgang að upplýsingum um einn þátttakenda í senn. Sé kóðinn rofinn skal það réttlætt í tilfellis- skrá. Tölfræðigreining 4.6 Tilgreint skal í rannsóknarreglum hvaða gerð tölfræðilegrar greiningar verður beitt. Öllum frávikum frá þeim reglum skal lýsa og þær réttlætar í lokaskýrslunni um prófunina. Skipulag greiningarinnar og framkvæmd hennar skal vera í höndum réttilega hæfs og reynds tölfræðings eða staðfest af honum. Sé færi á bráðabirgðauppgjöri, skal það einnig til tekið í rannsóknarreglumar. 4.7 Fmmkvöðull og eftirlitsmaður skulu sam- eiginlega tryggja að gögn séu á hæsta gæðastigi þegar þeim er safnað og tölfræðingurinn skal tryggja heilleika þeirra meðan á vinnslu stendur. 4.8 Niðurstöður greiningarinnar skal setja fram á þann hátt að það auðveldi túlkun á klínísku mikilvægi, svo sem með því að meta styrk og mis- mun meðferðar fremur en að reiða sig eingöngu á prófun marktækni. 4.9 Gera verður grein fyrir þeim gögnum sem vantar, þeim sem ónotuð em og fölskum gögnum er koma til skoðunar við tölfræðilegt mat. Skrá skal öll gögn sem sleppt er til þess að hægt sé að leggja mat á þau. V. kafli Gæðatrygging 5.1 Fmmkvöðull skal sjá um að komið sé á og að beitt sé gæðatryggingakerfi sem feli í sér alla þætti þessa kafla og þá hluta orðaskýring- anna sem máli skipta í þessu sambandi. 5.2 Allar athuganir og annað það sem finnst við rannsókn skal vera sannprófunarhæft. Þetta er sérlega mikilvægt vegna trúverðugleika gagna og til þess að tryggja að niðurstöður þær sem fram em færðar, séu réttilegar dregnar af hráu gögn- unum. Sannprófunarferli skal þess vegna tilfæra og réttlæta. 5.3 Gæðastjómun skal beita á öllum stigum gagnavinnslunnar til þess að tryggja að gögn séu áreiðanleg og hafi verið unnin réttilega. 5.4 Endurskoðun á vegum fmmkvöðuls skal unnin af einstaklingum/fyrirtækjum sem em óháð þeim er ábyrgð bera á prófuninni. 5.5 Öll þau skjöl sem um er rætt í leiðbein- ingum þessum, skulu ávallt tiltæk til endurskoð- unar á vegum frumkvöðuls, óháðra aðila sem tilnefndir eru og/eða réttra yfirvalda. 5.6 Húsnæði og aðstaða þar sem rannsókn fer fram svo og öll gögn (þar með talin uppmnaleg gögn) og heimildaskráning skulu aðgengileg réttum yfirvöldum vegna eftirlits. Viðauki 1. Inngangur Viðauka þessum er ætlað að gefa ráðleggingar um sum hagnýt atriði klínískra prófana. I honum eru margar ráðleggingar sem er að finna í „Recommended Basis for the Conduct of Clinical Trials“ [The Rules Goveming Medicinal Products in the European Community, Vol. III, 1989, pp. 115-132, Catalogue No. CB5598843ENC, ISBN 9282596122]. Þar sem hluti þessara leiðbeininga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.