Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 54

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 54
40 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 (32 (15%)), húðnetjubólga (18 (8%)) og blóð- sýking (14 (6%)). Sýna til ræktunar var aflað fyrir meðferð í 77% tilvika. Lyf mest notuð í meðferðarskyni voru annarrar kynslóðar cefa- lósporín (61 sjúklingur (28%)), metrónídazól (33 sjúklingar (15%)) og ampicillín (32 sjúk- lingar (14%)). Lyf mest notuð í forvarnarskyni voru cloxacillín (46 sjúklingar (43%)) og ann- arrar kynslóðar cefalósporín (18 sjúklingar (17%)). Meðferð 137 sjúklinga (45%) var talin rétt, 121 sjúklings (40%) ábótavant og 44 sjúk- linga (15%) beinlínis röng. Af sýklalyfjaávís- unum á lyfjadeild voru 42% rangar eða þeim ábótavant, en á skurðdeild 63%. Ályktun: Á rannsóknartímabilinu fengu um þriðjungur innlagðra sjúklinga sýklalyf, og í um þriðjungi tilvika voru þau gefin í varnar- skyni. Um 55% ávísana voru annað hvort rangar eða þeim ábótavant. Ljóst er af niður- stöðum rannsóknarinnar að bæta þarf verulega notkun sýklalyfja og draga þannig úr myndun ónæmra bakteríustofna, minnka tíðni auka- verkana og lækka lyfjakostnað. Inngangur Notkun sýklalyfja er veruleg á íslandi og hafa íslendingar stundum átt Norðurlandamet í því efni. Kostnaður við sýklalyf á stó'rum sjúkrahúsum hérlendis nemur um 20-25% af heildarlyfjakostnaði þeirra (1). Beggja vegna Atlantshafsins hafa á umliðnum áratugum verið gerðar kannanir á réttmæti sýklalyfja- notkunar og -ávísana. Hafa þær leitt í ljós að notkun er verulega ábótavant og telst hún ein- ungis rétt í um 30-60% tilfella (2). Slík athug- un hefur ekki verið gerð á Islandi og því litlar upplýsingar fyrir hendi um gang mála hérlend- is. Fátt bendir hins vegar til að við stöndum okkur betur en nágrannaþjóðir okkar. Veruleg þörf er á slíkum upplýsingum þar sem afleið- ingar mis- og ofnotkunar sýklalyfja, kostnað- ur, aukaverkanir og vaxandi ónæmismyndun er að verða verulegt vandamál hér á landi sem annars staðar (3). Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna á framsýnan hátt sýklalyfjaávísanir á nokkrum deildum Landspítala á tveimur fjögurra vikna tímabilum. Aðferðir Sýklalyfjaávísanir voru kannaðar á alls 12 deildum Landspítalans. Þar af voru fimm lyf- lækningadeildir, meltingar- og smitsjúkdóma- deild, blóðsjúkdómadeild, krabbameinslækn- ingadeild, hjartalækningadeild, nýrna- og gigt- lækningadeild; fimm skurðlækningadeildir hjarta- og lungnaskurðdeild, æða- og melting- arfæraskurðdeild, lýtalækningadeild, þvag- færa- og almenn skurðdeild, bæklunarskurð- deild og tvær kvenlækningadeildir, kvenlækn- ingadeild og krabbameinslækningadeild kvenna. Sýklalyfjaávísanir þessara deilda voru kann- aðar um tvö fjögurra vikna skeið, það fyrra frá 28. mars 1994 til 2. maí 1994, og það síðara frá 26. júlí 1994 til 24. ágúst 1994. Upplýsingum var safnað þannig að einn höf- unda (AÞG) fór daglega yfir sjúkraskrár út- skrifaðra sjúklinga deildanna allt rannsóknar- tímabilið. Stuðst var við lista sem sjúklinga- bókhald Landspítalans prentaði á degi hverjum yfir sjúklinga vistaða á hverri deild. Upplýsingar um þá sjúklinga er fengið höfðu sýklalyf voru skráðar án persónueinkenna, á þar til gert rannsóknarblað. Skráð var meðal annars; aldur, kyn, deild, sjúkdómsgreining, grunnsjúkdómur/-ar, sýklalyfjaofnæmi, skurð- aðgerðir, núverandi sýking, klínísk einkenni og vísbendingar um sýkingu, hvort ræktunar- sýna hafi verið aflað fyrir meðferð, niðurstöð- ur ræktana og næmisprófa, helstu niðurstöður blóð- (talning hvítra blóðkorna, hemóglóbín, blóðflögur, kreatínín, ASAT, alkalískur fos- fatasi, bílírúbín), þvag- og myndgreiningar- rannsókna, hvort sýklalyf voru gefin í með- ferðar- eða forvarnarskyni, val sýklalyfs, skammtur, meðferðarlengd, lyfjabreytingar, aukaverkanir og hvort eftirlit með tilliti til aukaverkana hafi verið viðhaft. Einungis voru skoðuð sýklalyf gefin um munn, í æð eða vöðva, en ekki lyf gefin staðbundið. Upplýsingarnar voru síðan færðar á tölvu- forrit (Filemaker Pro 2.0, Claris Corporation). Á grundvelli þessara upplýsinga mátu síðan tveir höfunda (KGK og SG), réttmæti sýkla- lyfjagjafa sjúklinganna samkvæmt neðan- greindum skilmerkjum Kunins og samstarfs- manna, lítillega breyttum (4) (tafla I). Notkun sýklalyfja taldist rétt ef KGK og SG töldu að sýklalyfja hefði verið þörf og sammála þeirri meðferð sem beitt var. Notkun taldist hins vegar vera ábótavant ef þeir voru ósam- mála því sýklalyfi sem valið var (og þannig ósammála meðferðinni), þó að þeir væru sam- þykkir því að sýklalyfja hefði verið þörf. Notk- un taldist einnig vera ábótavant ef sýklalyfin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.