Læknablaðið - 15.01.1996, Page 55
KLÓFEN-L
(díklófenak)
- langvirkt gigtarlyf
Klófen-L (díklófenak)
Framleiöandi: Omega Farma ehf. Forðahylkl; M 01 A B 05 R E Hverl forðahylki innlheldur: Diclofenacum INN,
natrfumsalt, 100 mg. Elglnlelkar: Lyfið minnkar myndun prostaglandína í líkamanum. Það hefur bólgueyðandi og verkjastill-
andi verkun. Aðgengi lyfsins eftir inntöku er nálægt 50%. Þetta lyfjaform hefur forðaverkun og nær blódþéttni lyfsins hámarki
3-7 klst. eftir inntöku. só lyfið gefið með mat, en verkun helst i 12-24 klst. Próteinbinding í blóði er 99.7%. Lyfið skilst út sem
umbrotsefni, um 60% í þvagi og um 30% í saur. Ábendingar: Gigtsjúkdómar, þar með taldir iktsýki (arthritis rheumatoides),
hryggikt (spondylitis ankylopoetica), slitgigt og vöðvagigt. Verkir. Þvagsýrugigt. Frábendlngar: Sár f maga eða skeifugöm.
Lyfið má ekki gefa sjúklingum sem fá astma. nefrennsli eða ofsakláða af acetýlsalicýlsýru eða öðrum skyldum lyfjum.
Skorpulifur. Alvarleg hjartabilun og nýrnasjúkdómur. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Lyf,
sem hindra prostaglandinframleiðslu, geta haft ýmis áhrif á fóstur svo sem leitt til háþrýstings í lungnablóðrás og öndunarerf-
iðleika eftir fæðingu. Þau geta einnig aukið blæðingarhættu vegna áhrifa á blóðflögurog valdið nýrnaskemmdum, sem leiða
til skertrar þvagframleiðslu eftir fæðingu og minnkun á legvatni. Lyf af þessum flokki ber þvi að forðast á meðgöngu, en
einkum er mikilvægt að nota lyfið ekki á síðasta þriðjungi meðgöngu og alls ekki síðustu daga fyrir fæðingu. Lyfið skilst út í
brjóstamjólk, en ólíklegt er að lyfjaáhrifa gæti hjá bami á brjósti við venjulega skömmtun lyfsins. Aukaverkanir: f upphafi
meðferðar fá um 10% sjúklinganna óþægindi frá meltingarfærum, sem venjulega hverfa á fáeinum dögum þrátt fyrir
áframhaldandi töku lyfsins. Algengar(>\%)\ Höfuðverkur, svimi. Magaverkir, ógleði, uppköst, niðurgangur. Útbrot. Sjald-
gæfar: Bjúgur. Ofnæmi. Þreyta. Meltingarsár, blæðing frá meltingarfærum. Ofsakláði. Trufluð lifrarstartsemi. M/óg sjaldgæf-
ar (<0,1%): Fækkun blóðflagna, hvitra blóðkoma og/eða rauðra blóðkoma. Sjóntruflanir. eyrnasuða, svefntruflanir, óróleiki,
krampar. Rugl. Blöðrumyndun á húð, regnbogaroðsótt (erythema multiforme), Steven-Johnson heilkenni, Lyells heilkenni,
hárlos, Ijósóþol. Truflað húðskyn. Bráð nýrnabilun, blóð í þvagi, nýrna- og skjóðubólga, nýrungaheilkenni (nephrotic
syndrome). Milliverkanir: Lyfið virðist hvorki hafa áhrif á lyfjahvörf segavarnarlyfja né lyfja við sykursýki, en rétt er að sýna
aðgát ef slík lyf og díklófenak eru gefin samtímis, vegna mikillar próteinbindingar i blóði. Blóðþéttni lítiums og dígoxíns
hækkar ef díklófenak er gefið samtimis. Háskammta metótrexatgjöf samtimis gjöf diklófenaks getur valdið alvarlegum
eiturverkunum vegna minnkaðs útskilnaðar á metótrexati. Varúð: Varúðar skal gæta hjá sjúklingum með colitis ulcerosa,
Crohns sjúkdóm, truflaða blóðmyndun.blæðingartilhneigingu eða hjartabilun. Enn fremur skal gæta varúðar við gjöf lyfsins
ef sjúklingar eru með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi (t.d. aldraðir), taka segavarnalyf, þvagræsilyf (blóðkalíum) eða lyf við
sykursýki. Við langtimameðferð þarf að fylgjast með lifrarstarfsemi og blóðhag. Porfyria. Athugið: Eftir inntöku 100 mg
lyfsins hjá mjólkandi konum fannst lyfið ekki i mjólk (greiningarmörk: 10 ng/ml). Skammtastærðir handa fullorðnum:
Venjulegur skammtur er eitt forðahylki á dag, með mat. Skammtastærðir handa börnum: Þetta lyfjaform er ekki ætlað
bömum.
Pakkningar og verö 1. sept. 1995:
Forðahylki 100 mg: 10 stk. — 1033 kr.; 30 stk. — 2738 kr.; 100 stk. — 8474 kr.
o
OMEGA FARMA
íslenskt almenningshlutafélag
um lyfjaframleiðslu, stofnað 1990