Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1996, Qupperneq 67

Læknablaðið - 15.01.1996, Qupperneq 67
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 51 sýkinga og afleiðinga þeirra er geta haft áhrif á mat á vægi þeirra breyta sem kannaðar eru (12). Niðurstöður þessarar athugunar eru þó líklega lýsandi fyrir minni, blandaðar gjör- gæsludeildir. Ennfremur verður ekki lögð næg áhersla á mikilvægi skráningar spítalasýkinga bæði á gjörgæsludeildum og öðrum sem hluta af innra gæðaeftirliti hverrar stofnunar. Enginn faraldur greindist á athugunartíma- bilinu. Sýkingarstaðir voru svipaðir og í flest- um fyrri rannsóknum (3,5-7); mest bar á sýk- ingum í lungum og þvagfærum. Einungis 7% sýkinga voru blóðsýkingar og er það lægra en greint hefur verið frá í nokkrum rannsóknum (1,5) en hliðstætt öðrum (3). Að sjálfsögðu er erfitt að meta hvort einhverjar sýkingar voru vangreindar, en benda má á að til dæmis er örðugt að greina skútabólgur í gjörgæslusjúk- lingum klínískt. Ennfremur var veirusýkinga, til dæmis endurvakningar cýtómegalóveiru, ekki leitað á kerfisbundinn hátt. Gram-jákvæðir kokkar greindust jafn oft og Gram-neikvæðar stafbakteríur í þessari könn- un, um 70 stofnar úr hverjum flokki. í nýlegri spænskri könnun (3) frá 10 rúma gjörgæslu- deild á háskólaspítala voru hins vegar einungis 10% stofna úr hópi Gram-jákvæðra kokka, 18% voru P. aeruginosa og 30% Enterobacteri- aceae. Á gjörgæsludeild Landspítalans reynd- ust Gram-neikvæðar stafbakteríur einnig vera um tvöfalt algengari en Gram-jákvæðir kokkar (11). Þetta sýnir enn þann mun sem er á hinurn ýmsu deildum, en benda má á að vægi Gram- jákvæðra kokka, einkum stafýlókokka, hefur farið vaxandi í spítalasýkingum undanfarin ár, meðal annars vegna aukinnar ífarandi tækni við vöktun (13). í þessari athugun var ekki unnt að flokka sjúkdómsþyngd eftir flokkunarkerfum á borð við APACHE II (the Acute Physiology and Chronic Health Evaluation) (14) en ýmsar aðr- ar breytur en þær sem þar eru lagðar til grund- vallar voru athugaðar með tilliti til tengsla við sýkingar. Án þess að fjölþáttagreining væri gerð reyndust marktæk tengsl (með einföldu (univariate) kí-kvaðrat prófi) sýkingar við til- vist miðbláæðarleggja, barkarenna, notkun H2-hemla og tilvist hjarta- og lungnasjúkdóms. Legutími sýktra á gjörgæslu var að meðaltali 2,7 sinnum lengri en hinna ósýktu og er það mjög í samræmi við fyrri athuganir (4). Þótt ekki væri munur á dánartíðni sýktra og ósýktra meðan á gjörgæsludeildarvist stóð, var heildardánartíðni í sjúkrahúslegunni meðal hinna sýktu 2,1 sinnum hærri en meðal hinna ósýktu (19% á móti 9%), þannig að tengsl sýkinga við aukna dánartíðni komu fram. Á sama hátt var dánartala nýlega sögð vera 2,5 sinnum hærri í sýktum en í ósýktum gjörgæslu- sjúklingum (3). I samantekt sýnir því rannsókn þessi, eins og flestar fyrri sambærilegar kannanir, að tíðni sýkinga á gjörgæsludeild er veruleg, algeng- ustu sýkingarstaðir eru lungu og þvagfæri, hlutfall Gram-jákvæðra og -neikvæðra sýkla er áþekkt og legutími og dánartala er hærri hjá hinum sýktu en hinum ósýktu. Ljóst er því að þörf er á sterku, áframhaldandi forvarnarstarfi og baráttu gegn sýkingum á þessum vettvangi. Þakkir Bestu þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar og sýkladeildar Borgarspítalans fyrir töku og greiningu sýna. Ennfremur þakkir til stjórnar Starfslaunasjóðs lækna en rannsóknin var styrkt af sjóðnum. HEIMILDIR 1. DonowitzLG, WenzelRP, Hoyt JW. High risk of hospi- tal-acquired infection in the ICU patient. Crit Care Med 1982; 10: 355-7. 2. Emmerson AM. The epidemiology of infections in in- tensive care units. Int Care Med 1990; 16/Suppl 3: 197- 200. 3. Bueno-Cavanillas A, Delgado-Rodriguez M, Lópes- Luque A, Schaffino-Cano S, Gálvez-Vargas R. Influen- ce of nosocomial infection on mortality rate in an in- tensive care unit. Crit Care Med 1994; 22: 55-9. 4. Daschner FD, Frey P, Wolff G, Baumann PC, Suter P. Nosocomial Infections in Intensive Care Wards: a Multi- center Prospective Study. Int Care Med 1982; 8: 5-9. 5. Craven DE, Kunches LM, Lichtenberg DA, Kollisch NR, Barry A, Heeren TC, McCabe WR. Nosocomial Infection and Fatality in Medical and Surgical Intensive Care Unit Patients. Arch Intern Med 1988; 148: 1161-8. 6. Brown RB, Hosmer D, Chen HC, Teres D, Sands M, Bradley S, et al. A comparison of infections in different ICUs within the same hospital. Crit Care Med 1985; 13: 472-6. 7. Thorp JM, Richards WC, Telfer ABM. A survey of infection in in an intensive care unit. Anaesthesia 1979; 34: 643-50. 8. Centers for Disease Control. Outline for surveillance and control of nosocomial infections. Atlanta, GA: CDC, 1972. 9. American College of Chest Physicians/Society of Crit- ical Care Medicine Consensus Conference Committee. Definitions for sepsis and organ failure and guidelines for the use of innovative therapies in sepsis. Crit Care Med 1992; 20: 864-74. 10. Daschner F. Nosocomial infections in intensive care units. Int Care Med 1985; 11: 284-7. 11. Magnason S, Kristinsson KG, Stefánsson ÞS, Erlends- dóttir H, Baldursdóttir L, Guðmundsson S. Spítalasýk- ingar á gjörgæsludeild Landspítalans. Niðurstöður eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.