Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1996, Qupperneq 72

Læknablaðið - 15.01.1996, Qupperneq 72
54 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 fellum (42%). Aðrar orsakir voru kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar í 17 tilfellum (21%), Gram-neikvæðir stafir í þremur tilfellum (4%), sveppir í einu tilfelli og blönduð sýking í þremur tilfellum. í 12 lífhimnubólgukastanna (14%) ræktuðust engir sýklar. Innlögn á sjúkrahús var talin ráðleg í 74% tilvikanna. Einn sjúklinganna lést af völdum lífhimnu- bólgu. Kannanir hafa sýnt mjög mismunandi sýk- ingartíðni (0,23-6,3 sýkingar á ári), en algeng- ast er að hún sé á bilinu 0,8-1,2 sýkingar á ári. Athyglisvert er að algengasti sýkingarvaldur- inn var S. aureus, gagnstætt því sem víðast hvar þekkist, þar sem kóagúlasa neikvæðir stafýló- kokkar eru langalgengastir. S. aureus veldur gjarnan sýkingum meðfram kviðskilunarleggj- um (tunnel infections) sem erfitt er að uppræta án þess að fjarlægja legginn. Athugunin sem hér er greint frá sýnir að tíðni lífhimnubólgu hér er í hærra meðallagi og athuga þarf hvort breyta þurfi umönnun sjúklinga á sívirkri kvið- skilun. Inngangur Kviðskilun (peritoneal dialysis) hefur verið þekkt sem meðferð við nýrnabilun í yfir 60 ár (1). Aðferðin byggist á því að nota lífhimnuna til að skilja úrgangsefni úr blóði og draga vökva af sjúklingum. Plastleggur er lagður inn um kviðvegginn og kviðskilunarvökva er rennt inn í kviðarholið. Urgangsefnin færast undan remmuhalla (concentration gradient) úr há- ræðum lífhimnunnar út í vökvann og með mis- munandi osmólstyrk lausna má stjórna flæði vökva um lífhimnuna. Eftir ákveðinn tíma er kviðurinn tæmdur og sama meðferð endurtek- in. Sívirk kviðskilun utan sjúkrahúss (contin- uous ambulatory peritoneal dialysis, CAPD) kom fram 1976 (2,3). Við þessa meðferð skipta sjúklingar um vökva fjórum sinnum á sólar- hring, venjulega tvo lítra í hvert sinn og hafa vökva inni yfir nótt. Aðferðin hefur átt vax- andi fylgi að fagna (4) og kemur margt til. Þyngst vegur að sjúklingar losna alveg við vél- ar, geta að mestu leyti stjórnað meðferðinni sjálfir og oft leyft sér aukið frjálsræði í matar- æði. Einnig er um sívirka meðferð að ræða og því jafnari stjórnun á blóðþrýstingi, vökva-, salt- og sýru/basa jafnvægi (3,4). Prátt fyrir framfarir á undanförnum árum á tæknilegum hliðum hefur meðferðin margvís- leg vandamál í för með sér (4,5). Lífhimnu- bólga (peritonitis) er tíðasti fylgikvillinn því með leggnum opnast leið fyrir sýkla inn um kviðvegginn, sé fyllstu varúðar ekki gætt. Þótt oftast séu sýkingar þessar vægar geta þær verið mjög alvarlegar og jafnvel leitt til dauða. Líf- himnubólga er algengasta orsök þess að hætta þurfi við kviðskilun (6). Af öðrum vandamál- um má nefna sýkingar í legggöngum (tunnel infection) og útgangsopi á kvið (exit site), vandamál með legginn sjálfan svo sem lokun vegna bögglunar og stíflur; leka og bjúg á kvið og í klofi; kviðslit og samvexti. Þá geta endur- teknar sýkingar og/eða erting af völdum efna (acetat, sótthreinsunarefni, lyf) valdið starf- og vefrænum breytingum á lífhimnunni (7). Breytingar á efnaskiptum og prótíntap geta einnig verið til mikilla vandræða (4). Hér á landi hófst sívirk kviðskilun á vegum blóðskilunardeildar Landspítalans í apríl 1985. Á hverjum tíma hafa allt að 60% skilunarsjúk- linga hér verið á þessari meðferð og er þáð hærra hlutfall en í Evrópu þar sem um 10% sjúklinganna eru á meðferðinni (6), í Banda- ríkjunum 17% (4) og í Ástralíu 30% (1). Ástæðan kann að vera sú að færri eru útilokað- ir frá þessari meðferð hér, þar sem ýmsir eiga erfitt með að komast í blóðskilun vegna bú- setu. Hlutfallið er nokkuð breytilegt á milli ára (mynd). Einstakar nýrnadeildir hafa þó allt að 50% sjúklinga sinna á CAPD meðferð (8). Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og orsakir lífhimnubólgu hjá sjúklingum á kviðskilun hér á landi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturvirk og náði yfir fimm ára tímabil (12. apríl 1985 til 12. aprfl 1990). Allir sjúklingar sem fengu CAPD meðferð á þessu tímabili voru athugaðir. Athugunin byggðist á skoðun sjúkraskýrslna sjúklinganna á blóðskilunar- og lyflækningadeild Landspít- alans. Til að tryggja að allar lífhimnubólgur tengdar kviðskilun fyndust voru niðurstöður allra ræktana á kviðskilunarvökva á sýkla- fræðideild Landspítalans skoðaðar og skráðar. Einn sjúklingur, sem kom frá Bandaríkjunum í desember 1984 og var á þessari meðferð undir eftirliti á Landakotsspítala, er einnig tekinn með í rannsóknina. Við útreikning á tímalengd kviðskilunar er miðað við tímann frá því leggur er lagður uns hann er fjarlægður eða tímabili lýkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.