Læknablaðið - 15.01.1996, Page 88
68
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
sýkingar algengastar hjá ungum konum og
konum um og yfir sextugt. Tíðnin hjá körlum
fer vaxandi eftir miðjan aldur.
E. coli ræktaðist í 82% tilvika (tafla I). S.
saprophyticus reyndist næst algengust en þó
ekki meir en 4% af öllum sýklastofnum og
4,7% af sýkingum hjá konum á aldrinum 10-79
ára. Einungis konur greindust með S. sapro-
phyticus en sýking af þessu tagi var algengust
hjá konum í yngri aldursflokkum (mynd 2).
Mynd 3 sýnir dreifingu S. saprophyticus eftir
ársfjórðungum. Eins og sjá má fjölgar sýking-
um af þessu tagi á haustmánuðum enda þótt
þessi munur sé ekki marktækur.
Alls greindust 796 tilfelli E. coli sýkinga hjá
539 einstaklingum. Af þeim flokkuðust 59 sem
erfiðar sýkingar. Fram kemur í töflu II hvert
næmi fyrir sýklalyfjum er, annars vegar fyrir
allan E. coli hópinn og hins vegar fyrir þann
hóp sem telur einungis með einfaldar E. coli
sýkingar. Sé litið til alls hópsins er meðalaldur
þeirra sem hafa E. coli sýkingu 46,9 ár. Meðal-
aldur þeirra sem voru með næma stofna fyrir
ampicillíni var 47 ár og þeirra sem voru með
minnkað næmi eða ónæmi sá sami eða 47 ár.
Samsvarandi tölur fyrir súlfafúrasól voru 47 og
47 ár, cefalótín 47 og 49 ár, trímetóprím 45 og
55 ár, mecillínam 48 og 46 ár og nítrófúrantóín
47 og 62 ár. Tafla III sýnir þróun næmis fyrir
ampicillíni á þessum þremur árum sem rann-
sóknir nær til. Ekki varð vart breytinga á milli
ára.
Meintar (n=3) eða staðfestar (n=4) sýking-
ar í efri þvagfærum voru innan við 1% af þess-
um efnivið.
Umræða
Líklegt er að rannsókn þessi nái til flestra
greindra þvagfærasýkinga utan sjúkrastofn-
anna á þjónustusvæði einnar heilsugæslustöðv-
ar á þriggja ára tímabili 1992-1994. Reynsla er
fyrir því að einstaklingar með grun urn þvag-
færasýkingu leiti að mestu leyti til heilsugæslu-
stöðvarinnar. Einhverjir kunna þó að hafa leit-
að til annarra sérfræðinga á svæðinu, einkum
barnalækna og kvensjúkdómalækna. Þá kunna
einhverjar þvagfærasýkingar, einkum sýkingar
í efri þvagfærum og alvarlegri sýkingar, að
koma til kasta vaktlækna og leiða til innlagnar
á sjúkrahús án undangenginna þvagrannsókna
á heilsugæslustöðinni. Líklegt er að hluti já-
kvæðra ræktana úr pokaþvagi hafi í raun verið
utanaðkomandi mengun, fremur en raunveru-
Table I. Types andproportion ofbacterialstrains cultivited in
Akureyri district during 1992-1994.
Species N %
Escherichia coli 796 (82.2)
Staphylococcus saprophyticus 35 (3.6)
Enterococcus 34 (3.5)
Staphylococcus coagulase negative 29 (3.0)
Proteus mirabilis 26 (2.7)
Klebsiella pneumoniae 16 (1.7)
p-hemolytic Streptococcus
group B/C 13 (1.4)
Staphylococcus aureus 8 (0.8)
Pseudomonas 5 (0.5)
Citrobacter 3 (0.3)
Enterobacter species 2 (0.2)
Salmonella 1 (0.1)
0-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90+
Age groups
Fig. 2. Age distribution ofwomen with urinary tract infections
caused by Staphylococcus saprophyticus in Akureyri district
during a three year period.
Numbcr
14 —
1/4. 2/4. 3/4. 4/4.
Ycarly quartcrs
Fig.3. Seasonal distribution (divided in quartiles ofthe year)
of urinary tract infections in wotnen caused by Staphylococcus
saprophyticus.