Læknablaðið - 15.01.1996, Page 89
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
69
Table II. Sensitivity (S=full sensitivity, l=decreased sensitivity, R=resistance) of E. coli to different antimicrobial drugs*.
Antimicrobial S (%) i (%) R (%)
Ampicillin 59.6 (62.3) 2.6 (1.8) 37.8 (35.9)
Sulphafurasol 61.5 (62.4) 7.9 (8.3) 30.6 (29.3)
Cephalothin 55.9 (56.6) 21.9 (21.8) 22.2 (21.6)
Trimethoprim 82.0 (86.2) 0.9 (0.9) 16.5 (12.9)
Mecillinam 84.7 (84.5) 4.2 (4.6) 11.1 (10.9)
Nitrofurantoin 97.5 (96.6) 0.9 (2.3) 1.6 (1.1)
* Numbers in parentheses show sensitivity to antimicrobial drugs when only uncomplicated infections are counted.
Table III. Sensitivity (S=full sensitivity, /= decreased sensi-
tivity, R=resistance) of E. coli to ampicillin during three
years.
Year N s (%) l (%) R (%)
1992 360 (59.3) (3.2) (37.5)
1993 346 (58.2) (2.8) (39.0)
1994 260 (61.4) (2.3) (36.3)
leg sýking. í íslenskri rannsókn var sýnt fram á
að einungis um helmingur jákvæðra sýna úr
pokaþvagi reyndist einnig jákvæður við nánari
rannsókn á ástunguþvagi (6). Efniviður þessi
ætti engu að síður að gefa góða mynd af helstu
sýklategundum á svæðinu, einkum hjá ein-
staklingum með einfaldar þvagfærasýkingar og
næmi sýkla fyrir algengum sýklalyfjum.
Einfaldar þvagfærasýkingar eru oftast af
völdum E. coli og eru þessar niðurstöður því í
samræmi við sambærilegar erlendar rannsókn-
ir (7-11). Athygli vekur að hlutfall S. sapro-
phyticus er minna en í öðrum rannsóknum er-
lendis frá (9-12). Þessi rannsókn sýnir eins og
aðrar að S. saphrophyticus kemur einkanlega
fyrir hjá ungum konum (9-12). í sænskum
rannsóknum hefur verið sýnt fram á árstíða-
sveiflur í tíðni þvagfærasýkinga af völdum S.
saphrophyticus hjá konum (10,11). Þessar
sveiflur eru mest áberandi í mið- og suðurhluta
landsins þar sem tíðni þeirra getur orðið allt að
30% þvagfærasýkinga í ágúst og september.
Rannsóknir frá norðurhluta Svíþjóðar sýna
ekki svo miklar sveiflur (9). í okkar rannsókn
virðist tilhneiging til árstíðasveiflna, enda þótt
efniviðurinn sé of lítill til að draga einhlítar
ályktanir í þá veru. Hins vegar líkist mynstrið á
norður íslandi meira þeim rannsóknarniður-
stöðum sem birtar hafa verið um sama efni frá
norður Svíþjóð (9).
Þýðingarmestu niðurstöður þessarar rann-
sóknar er þó hið mikla ónæmi fyrir sýklalyfjum
hjá E. coli. Algeng lyf eins og ampicillín og
súlfafúrasól hafa fullt næmi í aðeins sex tilvik-
um af hverjum 10. Þá er fullt næmi fyrir
trímetóprín verulega skert. Þetta á við um allar
E. coli sýkingar en næmi breytist lítilsháttar til
batnaðar að frátöldum erfiðum og tíðum sýk-
ingum. Það er einungis nítrófúrantóín sem
heldur nokkuð háu næmi. Það getur haft þýð-
ingu við val á sýklalyfjum þegar meðferðar er
þörf, áður en ræktunarniðurstöður liggja fyrir.
Þetta er þó að vissu marki óheppilegt með tilliti
til aukaverkana af þessu lyfi.
Þegar árið 1983 sýndu Lacey og félagar (2)
fram á að amoxicillín meðferð í eina viku hjá
gömlu fólki leiddi til meira ónæmis hjá E. coli
stofnum en meðferð með öðrum lyfjum. Það er
því líklegt að mikil notkun beta-laktam lyfja
sem og annarra sýklalyfja hér á landi (13) geti
skýrt hið mikla ónæmi sem orðið er utan
sjúkrahúsa. í heild virðist ónæmið hér vera
heldur meira en í erlendum rannsóknum enda
þótt rannsóknirnar séu ekki alltaf sambærileg-
ar. Hollensk rannsókn frá árinu 1992 (14) er
athyglisverð í þessu samhengi. Þar voru athug-
uð áhrif ampicillíns við öndunarfærasýkingu á
næmisþróun E. coli í meltingarvegi. Ónæmir
sýklar reyndust 15% fyrir sýklalyfjagjöf og
23% eftir sýklalyfjagjöf. í annarri hollenskri
rannsókn frá 1994 var athuguð þróun lyfja-
ónæmis á 10 ára tímabili frá 1982 til 1992, meðal
annars með sérstöku tilliti til þvagfærasýkinga.
A því tímabili var næmisþróun fyrir cótrímoxa-
sól þannig að ónæmir sýklar voru 14% árið
1982 og 28% árið 1992. Varðandi amoxicillín
voru sambærilegar tölur fyrir ónæmi 24% árið
1982 og 34% árið 1992 (15). Rannsókn frá Ont-
aríó í Kanada frá 1990 sýnir skert næmi fyrir
helstu þvagfærasýklalyfjum í 10% tilvika (16).
Blöðrubólga veldur oft miklum óþægindum
og því hefur verið talið rétt að hefja meðferð
áður en niðurstöður ræktana liggja fyrir og að
meðhöndla þvagfærasýkingar af þessu tagi án
þess að taka þvag til ræktunar. Enda þótt nið-
urstöður næmisprófa frá rannsóknarstofum
gefi ekki alltaf rétta mynd af virkni lyfjanna í