Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 95
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
73
hefur aðeins einu sinni verið greind (1990) í
eldislaxi á íslandi.
Inngangur
Rannsóknardeild fisksjúkdóma var stofnuð
við Tilraunastöð Háskóla íslands að Keldum
árið 1986. Hlutverk deildarinnar er þríþætt:
sjúkdómsgreining og ráðgjöf, heilbrigðiseftirlit
og rannsóknir á sviði fisksjúkdóma.
Sjúkdóma í eldisfiski má greina í þrennt; það
er smitsjúkdóma, næringarsjúkdóma og sjúk-
dóma vegna ófullnægjandi eldisaðstæðna.
Veirur hafa ekki ennþá greinst sem sjúkdóms-
valdar í fiski á íslandi, sníkjudýr hafa valdið
nokkrum skaða en bakteríusjúkdómar hafa
verið skæðastir. Hér verður fjallað um rann-
sóknir tengdar þeim bakteríusjúkdómum sem
mestum usla hafa valdið og eru landlægir á
Islandi, það er kýlaveikibróður, nýrnaveiki og
roðsárum á laxfiskum. Einnig verður fjallað
um kýlaveiki sem nýverið kom upp sem farald-
ur í Elliðaánum og hafbeitarfiski í Kollafirði og
rauðmunnaveiki sem hér hefur einu sinni
greinst í eldisstöð. Rannsóknarverkefnin hafa
einkum miðað að því að efla forvarnir gegn
þeim sjúkdómum sem mestu tjóni hafa valdið í
íslensku fiskeldi og jafnan skilað sér fljótt á
hagnýtan hátt til atvinnuvegarins, auk þess
sem nýrrar grunnþekkingar hefur verið aflað.
Kýlaveiki og kýlaveikibróðir
Fjórar undirtegundir Gram-neikvæðu bakt-
eríunnar Aeromonas salmonicida , það er sal-
monicida, achromogenes, masoucida og smit-
hia, eru sjúkdómsvaldar í ýmsum tegundum af
fiski. A Islandi hafa aðeins greinst stofnar und-
irtegundanna salmonicida og achromogenes.
Flokkunarfræði tegundarinnar er enn ábóta-
vant þar sem sífellt er verið að greina og lýsa
stofnum sem ekki falla undir neina áður-
nefndra undirtegunda. Mikil þörf er á betur
stöðluðum greiningarprófum til að bæta sam-
anburðarhæfni niðurstaðna ólíkra rannsóknar-
hópa. Smit berst einkum frá einum fiski til
annars og getur borist utan á hrognum og með
hrogna- og sviljavökva en bakterían lifir hvorki
í hrognum né svilum þannig að okfruman smit-
ast ekki frá sýktu foreldri. Rannsóknir hafa
sýnt að bakterían getur lifað utan hýsils í botn-
leðju í meira en ár og allt að viku utan á veiðar-
færum (1). Sýnt hefur verið fram á að A. sal-
monicida getur fjölgað sér í meltingarvegi bif-
dýrsins Tetrahymena pyriformis (2). Petta er
einfrumungur sem lifir óhýsilbundinn í vatni á
rotnandi plöntu og dýraleifum, en getur einnig
lifað sníkjulífi í og á ýmsum tegundum fiska og
er því líklegur smitberi.
Kýlaveiki af völdum undirtegundarinnarM/-
monicida greindist í fyrsta sinn á íslandi sumar-
ið 1995 úr laxi úr Elliðaánum, þar sem sjúk-
dómurinn olli faraldri hjá laxi í ánum. Síðan
hefur sjúkdómurinn greinst í hafbeitarfiski
Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði og laxi úr
Hellisá á Skaftártunguafrétti, þar sem smitið
var rakið til hafbeitarfisks sem sleppt var í ána.
Ekki er vitað með vissu hvernig kýlaveikismit
barst til landsins, en líklegt er talið að sýktur
flökkulax hafi borið smitið. Þetta er sá sjúk-
dórnur sem víða erlendis hefur valdið mestum
skaða í eldi laxfiska. Margar rannsóknir hafa
verið gerðar á eðli bakteríunnar og viðbragði
hýsilsins (1). Þrátt fyrir umfangsmiklar tilraun-
ir bæði í Evrópu og Ameríku í hálfa öld, komu
fyrstu árangursríku kýlaveikibóluefnin ekki á
markað fyrr en árið 1992. Erlendis hafa bólu-
efnin gjörbreytt baráttunni við sjúkdóminn.
Bólusetning gegn kýlaveiki er framkvæmd
með sprautun, oftast eru laxaseiði bólusett
áður en þau fara í sjógöngubúning. Sjúkdóms-
vörn er um fjórar vikur að myndast (3). Á
Keldum er nú unnið að rannsókn á vörn mis-
munandi bóluefna gegn kýlaveiki.
Kýlaveikibróðir af völdum undirtegundar-
innar achromogenes er landlægur sjúkdómur
hér og sá bakteríusjúkdómur sem mestum
skaða hefur valdið í íslensku fiskeldi. Sjúk-
dómurinn hefur verið greindur í villtum lax-
fiskum og þorski. Afföll í laxeldisstöðvum hafa
numið allt að 30% af heildarmagni sláturfisks
og einnig hafa orðið afföll í þorskeldinu. Þar
sem sýking var þrálátust komu fram bakteríu-
stofnar með fjölónæmi gegn lyfjum. Bólusetn-
ing laxfiska gegn kýlaveikibróður hófst árið
1992 og hefur gefið góðan árangur. Á Keldum
hafa meginmarkmið rannsókna verið að rann-
saka meinvirkni og hýsilsérhæfni bakteríu-
stofna, að þróa bóluefni með sérhæfa virkni
gegn bakteríunni og bera saman virkni bólu-
efna frá ýmsum framleiðendum og að bæta og
staðla greiningarpróf.
Meginniðurstöður rannsóknanna eru: Smit-
tilraunir hafa verið settar upp og tilraunir gerð-
ar til að staðla þær. Sýnt hefur verið fram á að
auk laxfiska og þorsks er lúða næm fyrir smiti
(4). Rannsóknirnar hafa leitt í ljós grundvall-
armun á mikilvægum meinvirkum þáttum hjá