Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 95

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 95
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 73 hefur aðeins einu sinni verið greind (1990) í eldislaxi á íslandi. Inngangur Rannsóknardeild fisksjúkdóma var stofnuð við Tilraunastöð Háskóla íslands að Keldum árið 1986. Hlutverk deildarinnar er þríþætt: sjúkdómsgreining og ráðgjöf, heilbrigðiseftirlit og rannsóknir á sviði fisksjúkdóma. Sjúkdóma í eldisfiski má greina í þrennt; það er smitsjúkdóma, næringarsjúkdóma og sjúk- dóma vegna ófullnægjandi eldisaðstæðna. Veirur hafa ekki ennþá greinst sem sjúkdóms- valdar í fiski á íslandi, sníkjudýr hafa valdið nokkrum skaða en bakteríusjúkdómar hafa verið skæðastir. Hér verður fjallað um rann- sóknir tengdar þeim bakteríusjúkdómum sem mestum usla hafa valdið og eru landlægir á Islandi, það er kýlaveikibróður, nýrnaveiki og roðsárum á laxfiskum. Einnig verður fjallað um kýlaveiki sem nýverið kom upp sem farald- ur í Elliðaánum og hafbeitarfiski í Kollafirði og rauðmunnaveiki sem hér hefur einu sinni greinst í eldisstöð. Rannsóknarverkefnin hafa einkum miðað að því að efla forvarnir gegn þeim sjúkdómum sem mestu tjóni hafa valdið í íslensku fiskeldi og jafnan skilað sér fljótt á hagnýtan hátt til atvinnuvegarins, auk þess sem nýrrar grunnþekkingar hefur verið aflað. Kýlaveiki og kýlaveikibróðir Fjórar undirtegundir Gram-neikvæðu bakt- eríunnar Aeromonas salmonicida , það er sal- monicida, achromogenes, masoucida og smit- hia, eru sjúkdómsvaldar í ýmsum tegundum af fiski. A Islandi hafa aðeins greinst stofnar und- irtegundanna salmonicida og achromogenes. Flokkunarfræði tegundarinnar er enn ábóta- vant þar sem sífellt er verið að greina og lýsa stofnum sem ekki falla undir neina áður- nefndra undirtegunda. Mikil þörf er á betur stöðluðum greiningarprófum til að bæta sam- anburðarhæfni niðurstaðna ólíkra rannsóknar- hópa. Smit berst einkum frá einum fiski til annars og getur borist utan á hrognum og með hrogna- og sviljavökva en bakterían lifir hvorki í hrognum né svilum þannig að okfruman smit- ast ekki frá sýktu foreldri. Rannsóknir hafa sýnt að bakterían getur lifað utan hýsils í botn- leðju í meira en ár og allt að viku utan á veiðar- færum (1). Sýnt hefur verið fram á að A. sal- monicida getur fjölgað sér í meltingarvegi bif- dýrsins Tetrahymena pyriformis (2). Petta er einfrumungur sem lifir óhýsilbundinn í vatni á rotnandi plöntu og dýraleifum, en getur einnig lifað sníkjulífi í og á ýmsum tegundum fiska og er því líklegur smitberi. Kýlaveiki af völdum undirtegundarinnarM/- monicida greindist í fyrsta sinn á íslandi sumar- ið 1995 úr laxi úr Elliðaánum, þar sem sjúk- dómurinn olli faraldri hjá laxi í ánum. Síðan hefur sjúkdómurinn greinst í hafbeitarfiski Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði og laxi úr Hellisá á Skaftártunguafrétti, þar sem smitið var rakið til hafbeitarfisks sem sleppt var í ána. Ekki er vitað með vissu hvernig kýlaveikismit barst til landsins, en líklegt er talið að sýktur flökkulax hafi borið smitið. Þetta er sá sjúk- dórnur sem víða erlendis hefur valdið mestum skaða í eldi laxfiska. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á eðli bakteríunnar og viðbragði hýsilsins (1). Þrátt fyrir umfangsmiklar tilraun- ir bæði í Evrópu og Ameríku í hálfa öld, komu fyrstu árangursríku kýlaveikibóluefnin ekki á markað fyrr en árið 1992. Erlendis hafa bólu- efnin gjörbreytt baráttunni við sjúkdóminn. Bólusetning gegn kýlaveiki er framkvæmd með sprautun, oftast eru laxaseiði bólusett áður en þau fara í sjógöngubúning. Sjúkdóms- vörn er um fjórar vikur að myndast (3). Á Keldum er nú unnið að rannsókn á vörn mis- munandi bóluefna gegn kýlaveiki. Kýlaveikibróðir af völdum undirtegundar- innar achromogenes er landlægur sjúkdómur hér og sá bakteríusjúkdómur sem mestum skaða hefur valdið í íslensku fiskeldi. Sjúk- dómurinn hefur verið greindur í villtum lax- fiskum og þorski. Afföll í laxeldisstöðvum hafa numið allt að 30% af heildarmagni sláturfisks og einnig hafa orðið afföll í þorskeldinu. Þar sem sýking var þrálátust komu fram bakteríu- stofnar með fjölónæmi gegn lyfjum. Bólusetn- ing laxfiska gegn kýlaveikibróður hófst árið 1992 og hefur gefið góðan árangur. Á Keldum hafa meginmarkmið rannsókna verið að rann- saka meinvirkni og hýsilsérhæfni bakteríu- stofna, að þróa bóluefni með sérhæfa virkni gegn bakteríunni og bera saman virkni bólu- efna frá ýmsum framleiðendum og að bæta og staðla greiningarpróf. Meginniðurstöður rannsóknanna eru: Smit- tilraunir hafa verið settar upp og tilraunir gerð- ar til að staðla þær. Sýnt hefur verið fram á að auk laxfiska og þorsks er lúða næm fyrir smiti (4). Rannsóknirnar hafa leitt í ljós grundvall- armun á mikilvægum meinvirkum þáttum hjá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.